Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Sam­starf eða sam­eining?

Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið.

Skoðun
Fréttamynd

Sækist ekki eftir endur­kjöri og styður Hildi

Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningunum sem fram fara í maí. Hún hefur ráðið sig til starfa hjá Dohop og hefur þar störf í vor.

Innlent
Fréttamynd

„Hjartað réð för“

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að hann hafi látið hjarta sitt ráð því að hann gefur ekki kost á sér á lista flokksins í vor. Hann er þakklátur fyrir síðustu ár en telur að pólitíkin í borginni geti verið málefnalegri.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Sjálf­stæðis­menn að styðja frekar al­mennt próf­kjör

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gagnrýnir tillögu um svokallað leiðtogaprófkjör fyrir kosningarnar í vor og skorar á flokksmenn að styðja frekar við almennt prófkjör. Oddviti flokksins í borginni segir að frambjóðendur eigi ekki að fá að stjórna því hvernig prófkjörum er háttað.

Innlent
Fréttamynd

Hvað erum við að gera í skóla­málum?

Þegar kemur að því að búa til betri framtíð er ekkert mikilvægara en öflugt og gott skólakerfi, sem býr börn undir það að vera upplýstir og öflugir þátttakendur í samfélaginu. Þar höfum við tækifæri til að lágmarka skaða sem annars gæti undið upp á sig, og til að kenna þá færni sem fólk þarf að hafa til að takast á við áskoranir framtíðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Hildur undrandi en Eyþóri líst vel á leiðtogaprófkjör

Allt stefnir í að kosið verði um leiðtoga Sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningum í vor. Hildur Björnsdóttir og Eyþór Arnalds, sem leiddi lista flokksins í síðustu kosningum, hafa bæði lýst því yfir að þau sækist eftir leiðtogasætinu. Engir fleiri hafa lýst yfir áhuga á leiðtogasætinu enn sem komið er.

Innlent
Fréttamynd

Losað um spenni­treyjuna

Í morgun fór fram seinni umræða um fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2022. Samkvæmt áætluninni var ráð gert fyrir 5 milljón króna afgangi af rekstri bæjarins á árinu.

Skoðun
Fréttamynd

Hressandi við­horf Hildar

Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Mos­fells­bær – Meistara­vellir

Ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hafa undirritað tímamótasamkomulag um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Það snýst um uppbyggingu vega, stíga og að bæta strætókerfið með svokallaðri Borgarlínu.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún stefnir á bæjarstjórann í Mosó

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður fræðslunefndar, hefur tilkynnt að hún sækist eftir 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Prófkjör fer fram þann 5. febrúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Velkomin í hverfið mitt

Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan um borgina að hefjast

Fyrirséð er að hart verður barist um hylli kjósenda í komandi borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Áður en til kosninganna kemur, þurfa flokkarnir ýmist að stilla upp á lista eða fara í prófkjör og því ekki seinna vænna að flokkarnir fari að velja sér forystufólk. Fjölmörg ný nöfn eru nefnd til skjalanna í þeim efnum og sum hver kunnugleg.

Innherji
Fréttamynd

Grænni Reykja­víkur­borg – raf­ræn og blað­laus!

Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum enn betur fyrir börnin í Breið­holti

Nýting Frístundakortsins, sem er styrkjakerfi borgarinnar í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík, hefur verið línulega vaxandi árin 2015 til 2019 í flestum hverfum borgarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu

Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Dagur sólar, sómi lands.

Í frétt á visir.is gengur borgarstjóri fram með þeim hætti að ekki verður undir setið þegjandi. Þar rekur hver rangfærslan aðra, raunar ekki síður hjá fulltrúa SA. Má kalla þessa frétt árás á byggð út um landið, svo stórar yfirlýsingar sem þar koma fram.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki hvarflað að Gunnari Smára að fara í borgina

Gunnar Smári Egils­son, stofnandi Sósíal­ista­flokksins, reiknar ekki með að gefa kost á sér í sveitar­stjórnar­kosningunum næsta vor. Það skýrist eftir ára­mót hvort flokkurinn bjóði fram í fleiri sveitar­fé­lögum en Reykja­vík.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistabörnin

Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 og áætlun 2022 til 2026 leit dagsins ljós í síðustu viku. Þar má sjá fasta liði eins og áframhaldandi skuldasöfnun (90 milljarðar í ný lán) og ýmsar tilfærslur í bókhaldinu (hækkun á matsverði fjárfestingaeigna) til þess að breiða yfir vandamál í rekstrinum. Það er hentugt þegar styttist í kosningar.

Skoðun