
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda
Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma.