Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík-Grindavík 67-73 | Baráttan um sæti í úrslitakeppni galopin Í Ljónagryfjunni í Njarðvík fór fram, fyrr í kvöld, nágrannaslagur milli liðs Njarðvíkur og Grindavíkur í sextándu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Fór það svo að Grindavík vann góðan sigur og baráttan um fjórða sæti deildarinnar, sem er jafnframt síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni, orðin æsispennandi. Körfubolti 18. janúar 2023 19:55
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 73-100 | Keflvíkingar í bikarúrslit Keflavík vann býsna auðveldan sigur gegn ungu liði Stjörnunnar þegar topplið Subway-deildar kvenna og topplið 1. deildar kvenna áttust við í undanúrslitum VÍS-bikarsins í Laugardalshöll. Körfubolti 10. janúar 2023 21:44
Umfjöllun: Snæfell - Haukar 62-98 | Haukar ekki í vandræðum með 1. deildarliði Hólmara Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VÍS bikars kvenna í körfubolta eftir sannfærandi sigur á 1. deildarliði Snæfells í Laugardalshöll í kvöld. Lokatölur 98-62 Haukum í vil og munu þær mæta aftur í höllina á laugardaginn til að verja bikarmeistaratitilinn. Körfubolti 10. janúar 2023 20:21
Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Körfubolti 5. janúar 2023 18:00
Rúnar Ingi: Ég þarf að vera betri í að sýna þeim þær lausnir sem þær eiga að geta fundið á vellinum Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta var skiljanlega ósáttur með að hafa tapað með ellefu stigum, 78-67, fyrir Keflavík í leik liðanna fyrr í kvöld eftir að hans lið leiddi í hálfleik með tólf stigum 24-36. Körfubolti 4. janúar 2023 23:40
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 78-67 | Keflavík sneri taflinu við í seinni hálfleik og vann grannaslaginn Topplið Keflavíkur vann góðan endurkomusigur á Njarðvík þegar nágrannaliðin mættust í Keflavík í kvöld. Njarðvík náði mest fjórtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Keflavík kom til baka og hirti stigin tvö. Körfubolti 4. janúar 2023 22:10
Þorleifur: Mér fannst eiginlega galið hvað ég var ósáttur með mikið í hálfleik en við vorum samt að spila vel Grindavík vann nokkuð öruggan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld. Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik keyrðu Grindvíkingar hreinlega yfir gestina og munurinn orðinn 30 stig þegar mest var. Þessi leikur var eiginlega bara búinn í þriðja leikhluta. Körfubolti 4. janúar 2023 21:36
Risasigrar hjá Haukum og Val Haukar og Valur unnu bæði stórsigra í leikjum liðanna í Subway-deild kvenna í körfuknattleik. Haukar unnu ÍR 99-52 í Ólafssal og á sama tíma vann Valur sigur á Breiðablik 102-59 á heimavelli sínum. Körfubolti 4. janúar 2023 20:58
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Fjölnir 94-79 | Þægilegur Grindavíkursigur Grindavík vann þægilegan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Heimastúlkur náðu mest þrjátíu stiga forskoti og unnu að lokum 94-79 sigur. Körfubolti 4. janúar 2023 19:58
Annáll Subway deildar kvenna: Njarðvík batt enda á áratugs bið Það má segja að Njarðvík hafi komið flestum, ef ekki öllum, á óvart á síðustu leiktíð Subway deildar kvenna í körfubolta en liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir að lenda í 4. sæti í deildarkeppninni. Körfubolti 2. janúar 2023 22:31
Toppliðinu berst mikill liðsstyrkur Emelía Ósk Gunnarsdóttir er gengin í raðir uppeldisfélags síns Keflavíkur fyrir síðari hlutann í Subway-deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. janúar 2023 13:45
Hildur Björg: Við höfum mikla breidd og fögnum því að ungir leikmenn séu að stíga upp og taka af skarið Reynslumestileikmaður Valskvenna, Hildur Björg Kjartansdóttir, var á því að það hafi verið liðsheildin sem skóp næsta auðveldan sigur heimakvenna á ríkjandi Íslandsmeisturum Njarðvíkur fyrr í kvöld í 14. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta. Valur vann leikinn með 22 stigum, 83-61, en Hildur var ekki sammála því þetta hafi verið auðveld fæðing. Körfubolti 28. desember 2022 22:27
Umfjöllun og viðtöl: Valur-Njarðvík 83-61 | Íslandsmeistararnir komust lítt áleiðis á Hlíðarenda Valur fór létt með Íslandsmeistara Njarðvíkur í lokaleik 14. umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta. Valskonur tóku forystuna strax í upphafi og létu hana ekki af hendi. Leikar enduðu 83-61 og þægilegur sigur Vals staðreynd sem varð augljós mjög snemma. Körfubolti 28. desember 2022 21:55
„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. Körfubolti 28. desember 2022 21:31
Öruggt hjá Haukum og Grindavík | Tímaspursmál hvenær ÍR fellur Haukar og Grindavík unnu góða sigra í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. desember 2022 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Þægilegur Keflavíkursigur í tilþrifalitlum leik Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. Körfubolti 28. desember 2022 20:00
Komst í hóp með Helenu og Birnu: „Hún er orðin uppáhalds leikmaðurinn minn“ Tinna Guðrún Alexandersdóttir, nítján ára leikmaður Hauka, var ausin lofi í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 16. desember 2022 12:30
„Erum að sýna öllum að við eigum inni auka gír“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur með fjögurra stiga tap gegn Haukum á heimavelli í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 77-81. Rúnar telur að Íslandsmeistararnir eigi mikið inni. Körfubolti 14. desember 2022 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍR 91-77 | Öruggur sigur Breiðabliks í botnslagnum Breiðablik vann ÍR í botnslag Subway deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Sigur Breiðabliks þýðir að ÍR er enn að leita að sínum fyrstu stigum á tímabilinu. Körfubolti 14. desember 2022 22:00
Ótrúlegur sigur Vals | Keflavík vann í Grindavík Valur vann hreint út sagt ótrúlegan sigur á Fjölni í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 63-122 í Grafarvogi í kvöld. Þá vann Keflavík góðan sigur á Grindavík. Körfubolti 14. desember 2022 21:30
Það er svolítið eins og við séum hálf hræddar við að vinna Það er ansi lágt risið á liði ÍR í Subway-deild kvenna þessa dagana en liðið er án sigurs í deildinni og þar varð engin breyting á í kvöld. 91-77 tap í Smáranum niðurstaðan og 13 tapaðar deildarleiki í röð staðreynd og ekki batnaði það þegar liðið féll út úr VÍS bikarnum þegar það tapaði gegn 1. deildar liði Stjörnunnar. Körfubolti 14. desember 2022 20:30
„Lætur öllum líða vel í kringum sig“ Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna. Körfubolti 9. desember 2022 15:30
Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 9. desember 2022 13:00
Dagný Lísa handleggsbrotin: „Það er ákveðinn skellur“ Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis, var svekkt með tapið gegn Haukum í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld en stolt samt sem áður af sínu liði enda tveir erlendir leikmenn liðsins fárveikur og þá handleggsbrotnaði Dagný Lísa Davíðsdóttir í leiknum. Körfubolti 7. desember 2022 23:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fjölnir 92-77 | Haukar ekki í neinum vandræðum Haukar unnu flottan sigur á Fjölni í Subway-deild kvenna í kvöld; 92-77 voru lokatölurnar í Ólafssal. Sigurinn þýðir að Haukar halda í við topplið Keflavíkur Körfubolti 7. desember 2022 23:15
Keflavík áfram á toppnum og Njarðvík valtaði yfir Breiðablik Keflavík vann 12 stiga sigur á ÍR þegar liðin mættust í Breiðholti í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 63-75. Þá vann Njarðvík stórsigur á Breiðabliki, lokatölur í Kópavogi 76-100. Körfubolti 7. desember 2022 22:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grindavík 73-63 | Valskonur áfram á sigurbraut Valur vann sterkan sigur á Grindavík í 12. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Lokatölur 73-63 heimaliðinu í vil sem eltir þannig Keflavík og Hauka eins og skugginn. Körfubolti 7. desember 2022 20:00
„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Körfubolti 4. desember 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. Körfubolti 4. desember 2022 22:31
Auðvelt hjá Njarðvík gegn ÍR | Góð ferð Hauka til Grindavíkur Meistaralið Njarðvíkur átti ekki í neinum vandræðum með botnlið ÍR þegar liðin áttust við í Subway deildinni í kröfubolta í kvöld. Körfubolti 4. desember 2022 21:10