„Sýnir bara hvað við viljum og að okkur langar að vinna“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. febrúar 2024 22:08 Hjalti er sáttur með sínar konur þessa dagana Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson þjálfari Vals hafði ærna ástæðu til að brosa í leikslok eftir góðan sigur á Þór í Subway-deild kvenna. Lokatölur á Hlíðarenda 90-84. Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Liðin voru jöfn í efsta sæti B-deildarinnar fyrir leikinn og fyrri hálfleikur var einnig hnífjafn. Í seinni hálfleik sigu Valskonur hægt og bítandi fram úr og lönduðu að lokum nokkuð sanngjörnum sigri. Hjalti sagði að lykillinn að sigrinum hefði verið að halda áfram. „Við í rauninni bara héldum áfram. Byggðum á því sem við gerðum í fyrri hálfleik jú og skutum aðeins betur. Þær náttúrulega byrjuðu að hitta vel og héldu í við okkur. Í seinni hálfleik voru þær ekki að setja þessi skot í byrjun og við náðum strax forystunni.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að hann hefði smá áhyggjur af sóknarfráköstum Þórs, en þegar öllu var á botninn hvolft tóku Valskonur aðeins einu sóknarfrákasti minna en gestirnir en bæði lið voru með 13 stig eftir sóknarfráköst. „Ég hafði miklar áhyggjur af sóknarfráköstunum okkar megin, þær voru með 17 en kom mér smá á óvart að við náðum 16 á móti þeim. Það er bara frábært. Það sýnir bara hvað við viljum og okkur langar að vinna. Við förum á eftir sigrinum með því að ná í lausu boltana og molana sem eru til staðar.“ Eydís Eva Þórisdóttir átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði stig í öllum regnbogans litum. Hún endaði með 18 stig en það kom Hjalta ekkert á óvart. „Eydís er náttúrulega bara frábær leikmaður. Frábært skotmaður og frábær sóknarmaður. Flott varnarmlega líka. Það hefur verið bara eitthvað hik á henni undanfarið, í undarförnum leikjum. Nú bara lét hún vaða. Þetta er bara það sem hún á að gera í þessu liði, bara láta vaða og hún setur þetta niður.“ Það er kannski lykillinn að breyttu gengi liðsins, að leikmenn eru hættir að hika og láta bara vaða? „Algjörlega. Mér fannst þetta bara mjög gott mestmegnis sóknarlega í dag. Vorum rosalega ákveðnar og réðumst á þær. Sérstaklega í seinni hálfleik, þá fórum við að henda honum út og fá opnu skotin. Við endum náttúrulega bara með frábæra skotnýtingu eftir leikinn en í hálfleik vorum við ekki að skjóta vel.“ Hjalti talaði um það fyrir leik að það myndi kannski ekki skipta öllu máli hvort liðið endaði í 1. eða 2. sæti B-deildarinnar, en viðurkenndi þó fúslega að sigurinn væri sætur og mikilvægur fyrir sjálfstraust leikmanna. „Það er alltaf skemmtilegra að vinna, það er bara svoleiðis. Það er alltaf léttara yfir öllu ef maður vinnur. Þetta var náttúrulega rosalega þungt orðið í vetur. Maður fann það bara, gleðina vantaði ekki, en maður fann hvað það var orðið þungt í leikmönnum. Það er allt annað að vinna, einn sigur og tveir og þrír. Það gerir rosalega mikið fyrir íþróttamenn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum