Þrjú félög hafa unnið sinn fyrsta titil í Keflavík og Þór getur bæst í hópinn í kvöld Þór getur í kvöld orðið fjórða félagið til að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á gólfinu í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Körfubolti 22. júní 2021 13:00
Miðakerfið hrundi á þriðja leik Keflavíkur og Þórs en Þórsarar eiga enn inni 52 miða Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna sölu miða á þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fer fram annað kvöld. Körfubolti 21. júní 2021 15:57
Lárus hrósar Styrmi og „litáíska ljúfmenninu“ Lárus Jónsson var í settinu í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld eftir 88-83 sigur liðs hans Þórs Þorlákshafnar á Keflavík. Þór leiðir einvígið nú 2-0. Körfubolti 20. júní 2021 11:00
„Kannski ekki maðurinn sem við bjuggumst við að myndi skjóta á sig nýtt rassgat hérna“ Finnur Jónsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, sagði að það hafi reynst liðinu erfitt að lenda undir í fyrri hálfleik gegn Þór Þorlákshöfn í kvöld og þurfa að klóra sig til baka. Keflavík er 2-0 undir í úrslitaeinvíginu og með bakið upp við vegg. Körfubolti 19. júní 2021 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 88-83 | Þórsarar stóðust áhlaupið og eru einum sigri frá titlinum Þór Þ. vann fimm stiga sigur á Keflavík, 88-83, í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Þórsarar geta tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á þriðjudaginn. Körfubolti 19. júní 2021 22:50
Ragnar Bragason: „Kannski erum við það vitlausir að trúa því að við getum unnið“ Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var valinn meður leiksins þegar liðið mætti Keflavík í fyrstu viðureign liðanna í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. Þórsarar unnu stórsigur, 91-73 og Ragnar Örn mætti í settið eftir leik. Körfubolti 17. júní 2021 17:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 73-91 | Þórsarar með forystu í einvíginu eftir frábæran útisigur Þór frá Þorlákshöfn er komið í 1-0 í einvíginu við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Sigur þeirra var öruggur og deildarmeistarar Keflavíkur áttu einn sinn slakasta leik á tímabilinu. Körfubolti 16. júní 2021 22:40
Möguleiki Þórs lítill en felst í hröðum leik Til að Þór Þ. eigi möguleika gegn Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn þarf liðið að eiga sinn besta leik og vonast til að Keflvíkingar spili undir pari. Þetta segir Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfara Hattar. Körfubolti 16. júní 2021 13:31
Keflvíkingar geta skrifað sögu úrslitakeppninnar í körfubolta í kvöld Keflavík getur í kvöld orðið fyrsta liðið í sögu úrslitakeppni karla í körfubolta til að vinna sjö fyrstu leiki sína í úrslitakeppni. Ekkert lið í 37 ára sögu úrslitakeppninnar hefur byrjað úrslitakeppni á svo mörgum sigrum í röð. Körfubolti 16. júní 2021 12:01
Táningurinn með hæsta framlag Þórsara í undanúrslitunum Þórsarar eru komnir alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild karla í körfubolta sem er eitthvað sem mjög fáir bjuggust við fyrir tímabili. Þeir hinir sömu sáu heldur ekki fyrir sér uppkomu hins nítján ára gamla Styrmis Snæs Þrastarsonar. Körfubolti 14. júní 2021 13:00
„Þegar Dabbi kóngur setur einn úr horninu þá er þetta búið“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, mætti í settið til strákanna í Körfuboltakvöldi eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitum Domino's deildar karla. Lárus var eðlilega kampakátur með 18 stiga sigur, en segir að hann og strákarnir í liðinu séu langt frá því að vera saddir. Körfubolti 13. júní 2021 11:59
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 92-74 | Þórsarar komnir í úrslit Það verða Þór Þorlákshöfn og Keflavík sem mætast í úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta vaðr ljóst þegar Þórsarar sigruðu Stjörnuna í oddaleik liðanna í Þorlákshöfn í kvöld. Körfubolti 12. júní 2021 23:20
Arnar: Þeir voru bara betri en við í seríunni Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega svekktur að sjá sína menn detta út í oddaleik undanúrslitaeinvígisins gegn Þór Þorlákshöfn. Lokatölur 92-74 þar sem frábær seinni hálfleikur heimamanna sigldi sigrinum í höfn. Körfubolti 12. júní 2021 22:45
Styrmir Snær: Þetta er bara körfubolti Styrmir Snær Þrastarson spilaði stórt hlutverk þegar Þór frá Þorlákshöfn sagraði Stjörnuna í oddaleik undanúrslitaeinvígis liðanna. Styrmir skoraði 21 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann var eðlilega virkilega sáttur með 18 stiga sigur liðsins í kvöld. Körfubolti 12. júní 2021 22:29
Vestri í úrvalsdeildina Vestri mun leika í deild þeirra bestu í íslenskum körfubolta karla á næstu leiktíð. Körfubolti 11. júní 2021 21:43
Vestri einum sigri frá Dominos og gömlu þjálfararnir hjálpa til bak við tjöldin Vestri er 2-1 yfir í úrslitaeinvígi 1. deildar karla í körfubolta og þarf því bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í Domino's deildinni eftir sjö ára fjarveru. Körfubolti 11. júní 2021 11:32
Framlag Þórsara lækkaði um 69 prósent á milli leikja Ekkert lið hefur spilað betur og ekkert lið hefur spilað verr í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta í ár en Þórsarar á síðustu fimm dögum. Körfubolti 10. júní 2021 16:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 78-58 | Oddaleikur á laugardag Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitaeinvígnu gegn Þór Þorlákshöfn í Ásgarði í kvöld. Leikurinn einkenndist af hörðum varnarleik og þar voru heimamenn ofan á en leikar enduðu 78-58 Stjörnunni í vil. Oddaleikurinn fer fram á laugardag. Körfubolti 9. júní 2021 23:00
Gunnar Óla.: Ekki séns að ég sleppi leikjum á þessum tímapunkti Stjarnan tryggði sér oddaleik í undanúrslitarimmunni við Þór frá Þorlákshöfn með því að leggja þá að velli í fjórða leik liðanna 78-58. Það er mál manna að þeir hafi mætt af meiri hörku í leikinn og náð að setja sitt fingrafar á leikinn. Gunnar Ólafsson átti lykilkörfur sem komu hans mönnum á bragðið en hann var sáttur eftir leikinn. Körfubolti 9. júní 2021 22:19
Stjörnumenn þurfa að laga vandræða leikhlutann sinn ætli þeir í oddaleik Stjörnumenn berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppni Domino's deild karla í körfubolta í kvöld en Þórsarar geta þá sent Garðbæinga í sumarfrí og tryggt sér sæti í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 9. júní 2021 14:31
„Frábær ferill og algjör fagmaður“ Eftir leikinn gegn Keflvíkingum í gær tilkynnti KR-ingurinn Jakob Örn Sigurðarson að hann væri hættur í körfubolta. KR tapaði leiknum, féll úr leik og því er ljóst að annað lið verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2014. Körfubolti 8. júní 2021 23:01
Hörður Axel með miklu fleiri stoðsendingar en skot í einvíginu á móti KR Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, stjórnaði leik liðsins í einvíginu á móti KR og var heldur betur óeigingjarn í leikjunum þremur. Körfubolti 8. júní 2021 16:01
Sungu hátt og kröftuglega fyrir Deane Williams í beinni Deane Williams mætti á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöldi eftir þriðja sigur Keflvíkinga á KR en Keflavíkurliðið var þá fyrsta liðið í átta ár til að slá KR út úr úrslitakeppninni. Körfubolti 8. júní 2021 11:31
Opinberuðu góðan liðsstyrk eftir að hafa sópað KR út Deildarmeistarar Keflavíkur tilkynntu um góðan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í gærkvöld, um leið og þeir höfðu tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 8. júní 2021 11:01
Teitur Örlygs í aðalhlutverki þegar KR-ingum var síðast sópað í sumarfrí Keflvíkingar enduðu ekki bara sjö ára sigurgöngu KR-inga í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta í gærkvöldi heldur sópuðu þeir Íslandsmeisturum líka í sumarfrí. Það var langt síðan slíkt gerðist. Körfubolti 8. júní 2021 10:30
„Bjuggumst kannski ekki við að ná 14 stiga forskoti strax í byrjun“ Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var glaður yfir sigri á KR í kvöld, sigri sem fleytti Keflavík í úrslita rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Sport 7. júní 2021 23:53
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 88-70 | Einokun KR á enda Keflvíkingar sendu KR-inga í sumarfrí með sigri í þriðja leik liðanna í Reykjanesbæ í kvöld. Þar með lýkur sjö ára yfirburðum KR. Körfubolti 7. júní 2021 23:49
„Búinn að ákveða að þetta yrði mitt síðasta tímabil“ Frábærum ferli Jakobs Arnar Sigurðarsonar, leikmanns KR, er formlega lokið eftir 3-0 tap gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos deildarinnar í kvöld. Skórnir eru á leið upp í hillu. Körfubolti 7. júní 2021 23:39
Fimm hundruð dagar síðan Keflavík tapaði síðast á heimavelli KR-ingar berjast í kvöld fyrir lífi sínu á gólfinu þar sem aðeins eitt lið hefur fagnað sigri undanfarna sextán mánuði. Körfubolti 7. júní 2021 16:00
Styrmir Snær í fámennan úrvalshóp með frammistöðu sinni í gær Styrmir Snær Þrastarson komst í frábæran hóp með þremur af öflugustu körfuboltamönnum Íslandssögunnar þegar hann skoraði 22 stig í sigri Þórs á Stjörnunni í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvígi Domino's deild karla í körfubolta. Körfubolti 7. júní 2021 13:00