Körfubolti

„Guð minn almáttugur, hvað er ég búinn að gera?“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ragnar Örn Bragason kemur við sögu.
Ragnar Örn Bragason kemur við sögu. Vísir/Skjáskot

Fyrri þáttur heimildaþáttaraðarinnar Hamingjan er hér var frumsýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Í þáttunum er farið yfir sögu Þórs frá Þorlákshöfn. Síðari þátturinn er á nýársdag.

Að neðan má sjá stiklu úr þættinum þar sem Þórsarar mættu Tindastóli í oddaleik í Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar árið 2019.

Stólarnir mættu afar ákveðnir til leiks og voru Þórsarar samkvæmt Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara liðsins, barðir í klessu.

Klippa: Hamingjan er hér: Oddaleikur 2019

Tindastóll leiddi 52-35 í hálfleik og voru með pálmann í hendi sér. En þá „eins og hendi væri veifað gerist eitthvað“ segir Davíð Tómas Tómasson, dómari leiksins.

Ragnar Örn Bragason klúðaði sniðskoti fyrir Þórsara á ögurstundu en í kjölfarið kom frægt leikhlé Baldurs Þórs undir lok leiks og við tók afar dramatísk atburðarrás.

Rætt er við marga sem að leiknum komu og farið í gegnum allt saman í stiklunni sem má sjá í heild sinni að ofan.

Þátt gærdagsins má nálgast í heild sinni í sjónvarpsappi Stöðvar 2. Síðari þátturinn er á dagskrá á nýársdag klukkan 20:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×