Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 22:10 Helgi Magnússon var óánægður með varnarleikinn í kvöld. Vísir/Bára Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29. Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál. Subway-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál.
Subway-deild karla KR Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira