Varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. desember 2022 22:10 Helgi Magnússon var óánægður með varnarleikinn í kvöld. Vísir/Bára Helgi Magnússon þjálfari KR þurfti að mæta í enn eitt viðtalið til að ræða um slaka frammistöðu sinna manna, en KR töpuðu nokkuð örugglega gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld, 99-88. Það er kannski þreyttur frasi að tala um að lið mæti ekki tilbúin til leiks, en leikurinn fór einfaldlega hræðilega af stað fyrir KR sem skoruðu aðeins 10 stig í fyrsta leikhluta en fengu á sig 29. Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál. Subway-deild karla KR Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira
Helgi var sérstaklega ósáttur við varnarleik sinna manna í upphafi leiks. „Við fengum fullt af flottum skotum en við bara gátum ekki hitt og létum það hafa áhrif á varnarleikinn. Mér fannst sum „possession-in“ okkar bara vera fín varnarlega en svo koma smá „breakdown“ sem enda í galopnu skoti undir körfunni, eða sóknarfrákasti eða hvað sem það var og það má ekki vera svo. Númer eitt tvö og þrjú er varnarleikurinn. Sóknin er eitthvað sem þú hittir á og það koma dagar og allt það, en varnarleikurinn, það er eitthvað sem við þurfum að hengja hatt okkar á.“ Eftir þessa hræðilegu byrjun þá var smá lífsmark með KR í þriðja leikhluta og þeir minnkuðu muninn í 9 stig. En holan sem þeir grófu sér í byrjun var djúp og Helgi sagði að það hefði einfaldlega reynst liðinu um megn að elta allan leikinn. „Það er náttúrulega bara erfitt að vera að elta svona svakalega mikið. En það kom allavega einhver karakter og barátta og það sem þarf að gerast til að vinna körfuboltaleiki. Það var fínn kafli hjá okkur en ég ætla ekkert að missa mig í einhverri ánægju með það. En þetta var fínn kafli en svo duttu menn kannski aðeins of mikið í að ætla að fara í heitu skotin til að ná þessu niður í 5 stigin eða hvað það var í staðinn fyrir að halda áfram að gera það sem var að ganga nokkuð vel þarna.“ Talandi um karakter, þá var Matthías Orri Sigurðsson mættur aftur á parketið í úrvalsdeild, eftir rúmlega árs hlé. Það hlýtur að vera fengur fyrir KR að fá leikmann eins og Matta aftur af stað, en er hann kominn til að vera? „Bara frábært að fá Matta. Hann er aðeins með okkur allavega núna til að byrja með og vonandi ílengist hann. Frábær körfuknattleiksmaður og leiðtogi. Gott að fá hann inn í hópinn.“ Sú saga flýgur nú fjöllum hærra að Dagur Kár sé hættur í KR. Hann var ekki með liðinu í kvöld og heldur ekki á bekknum í borgaralegum klæðum. Helgi sagði að á þessu væri ósköp eðlilegar skýringar, hann væri einfaldlega meiddur. „Hann er meiddur. Svo var hann bara fjarverandi í kvöld útaf persónulegum ástæðum.“ Svo mörg voru þau orð. Við spurðum Arnar Guðjónsson þjálfara Stjörnunnar einnig út í þessi tíðindi og hvort eitthvað væri til í þeim orðrómi að Dagur væri á leið í Stjörnuna. Arnar virtist koma af fjöllum þegar sú spurning var borin upp og ljóst að þeir félagar halda spilunum þétt að sér um þetta mál.
Subway-deild karla KR Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Sjá meira