Jón Arnór: Fyrst og fremst þakklátur Jón Arnór Stefánsson var skiljanlega ekki sáttur við að hafa fallið úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta þegar Valur tapaði fyrir KR 89-86 fyrr í kvöld. Hann var hinsvegar þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í þessu einvígi og að hafa fengið að spila körfubolta en hann tilkynnti að hann væri hættur að spila körfubolta. Hann var spurður að því hvernig tilfinningarnar væru strax eftir leik. Körfubolti 28. maí 2021 22:52
Jón Arnór hættur Jón Arnór Stefánsson er hættur í körfubolta. Þetta staðfesti hann í samtali við Stöð 2 Sport að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 104-72 | Stjarnan í undanúrslit eftir stórsigur Stjarnan er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Grindavík í oddaleik í Garðabæ í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 21:18
Dúi Þór: Ég veit að ég er góður í körfubolta Dúi Þór Jónsson átti draumaleik í kvöld á móti Grindavík. Dúi var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar með 19 stig og var afar sáttur með að vera búinn að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit. Sport 28. maí 2021 20:34
Allt sem gat farið úrskeiðis í kvöld fór úrskeiðis Tímabilinu er lokið hjá Grindavík eftir að hafa látið Stjörnuna valta yfir sig í oddaleik. Leikurinn endaði með 32 stiga sigri Stjörnunnar 104-72. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með sína menn í kvöld Sport 28. maí 2021 20:04
Sjáðu upphitunarmyndband fyrir oddaleikjakvöldið mikla Dagurinn í dag, 28. maí, er eins og aðfangadagur fyrir körfuboltaáhugafólk enda eru tveir oddaleikir á dagskrá. Eftir kvöldið verður ljóst hvaða fjögur lið komast í undanúrslit Domino's deildar karla. Körfubolti 28. maí 2021 15:16
KR-ingar hafa unnið tíu af síðustu ellefu útileikjum sínum í úrslitakeppni Úrslitastund í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta er í kvöld en heimaliðið hefur enn ekki náð að fagna sigri í rimmunni. Körfubolti 28. maí 2021 14:31
Tímalína um rimmu Vals og KR: Loftbrú úr Vesturbænum á Hlíðarenda, Júdas, fasteignapeningar og lúxus körfubolti Eftir umdeild félagaskipti, skeytasendingar og fyrst og síðast frábæran körfubolta nær rimma fjandliðanna Vals og KR hámarki þegar þau mætast í oddaleik um sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 28. maí 2021 11:00
Varnarleikur AkureyrarÞórs ekki í neinum takti við tilefnið Mikill munur var á varnarleik Þórsliðanna í leiknum á Akureyri í gær. Á meðan Adomas Drungilas bætti vörn ÞorlákshafnarÞórsara til muna var vörn AkureyrarÞórsara eins og vængjahurð. Körfubolti 27. maí 2021 14:31
Kallaði fram kjánahroll og minningar um gerviíþrótt í Bandaríkjunum Það hefur verið hart tekist á í úrslitakeppni Domino's deildar karla í körfubolta en leikaraskapurinn er líka til staðar eins og sannaðist í Grindavík í síðasta leik. Körfubolti 27. maí 2021 11:31
„Örlögin ákváðu að þetta færi í oddaleik“ Darri Freyr Atlason var að vonum ekkert sérstaklega ánægður eftir tapið gegn Val á heimavelli í kvöld Körfubolti 26. maí 2021 22:54
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 82-88 | Oddaleikur á Hlíðarenda staðreynd Valur tryggði sér oddaleik með að vinna KR í DHL-höllinni í kvöld. Liðin mætast í oddaleik á föstudag. Körfubolti 26. maí 2021 21:58
Leik lokið: Þór Ak. - Þór Þ. 66-98 | ÞorlákshafnarÞórsarar í undanúrslit Þór Þ. tryggði sér sæti í undanúrslitum Domino's deildar karla með sigri í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Körfubolti 26. maí 2021 19:51
Fimm KR-ingar hafa hitt betur fyrir utan þriggja stiga línuna en innan hennar KR-ingar hafa skotið Valsmenn næstum því í kaf í fyrstu þremur leikjum liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta og vantar bara einn sigur í viðbót til að senda Valsliðið í sumarfrí. Körfubolti 26. maí 2021 14:30
Engin sekt eða bann vegna hnefahögganna í Grindavík „Þó að við beitum ekki sektum eða heimaleikjabanni þá lítum við þetta að sjálfsögðu alvarlegum augum,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, um áflogin í Grindavík í gærkvöld. Körfubolti 26. maí 2021 13:49
Mjög sárt en virðist sem betur fer í fínu lagi Jakob Örn Sigurðarson verður með KR í kvöld þegar liðið mætir Val í Vesturbænum í fjórða og hugsanlega lokakafla einvígis Reykjavíkurliðanna sem vakið hefur mikla athygli. Körfubolti 26. maí 2021 13:32
Frost í Frostaskjóli hjá báðum KR-liðunum í heilt ár Karlalið KR í körfubolta og knattspyrnu hafa bæði verið sigursæl á síðustu árum og því kemur slæmt gengi þeirra á heimavelli undanfarið ár á óvart. Fótbolti 26. maí 2021 12:30
Telja varnarleik Vals í molum án Pavels og að einvígið sé að spilast eins og KR vill KR og Valur mætast í Vesturbænum annað kvöld í leik þar sem Íslandsmeistarar KR geta tryggt sæti sitt í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Liðið vann magnaðan sigur á Hlíðarenda í síðasta leik og leiðir 2-1 í einvíginu. Körfubolti 25. maí 2021 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Heimamenn knúðu fram oddaleik Grindavík knúði fram oddaleik gegn Stjörnunni með sigri í fjórða leik liðanna á heimavelli sínum í kvöld. Það var mikill hasar í HS-Orku höllinni enda sæti í undanúrslitum Domino´s deildarinnar í húfi. Körfubolti 25. maí 2021 23:00
Stuðningsmenn slógust í Grindavík Það var mikill hiti í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík knúði fram oddaleik með naumum sigri, 95-92, en í 3. leikhluta leiksins sauð allt upp úr í stúkunni. Körfubolti 25. maí 2021 22:45
Teitur Örlygsson kosinn í stjórn hjá Njarðvík og Gunnar Örlygs líka Bræðurnir Teitur og Gunnar Örlygssynir eru báðir nýir í stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN en ný stjórn var kosin á aðalfundi deildarinnar í gær. Körfubolti 25. maí 2021 16:30
Öll liðin með þrjátíu stiga liðsfélaga hafa orðið Íslandsmeistarar KR varð á sunnudagskvöldið aðeins fjórða liðið í sögu úrslitakeppninnar sem var með innanborðs tvo þrjátíu stiga leikmenn í venjulegum leiktíma. Það hefur heldur betur boðið gott fyrir þessi lið. Körfubolti 25. maí 2021 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 103-115 | KR-ingar unnu í þriðja sinn á Hlíðarenda KR er komið í 2-1 gegn Val í átta liða úrslitum Domino's deildar karla. Liðin hafa mæst fimm sinnum í vetur og allir leikirnir unnist á útivelli. Körfubolti 23. maí 2021 23:02
Darri: Aðdáendurnir eiga skilið að við vinnum eins og einn leik í Vesturbænum Þjálfari KR var ánægður með leik sina manna í kvöld þegar KR vann Val 103-115 í Origo höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með er KR komið með 2-1 forystu í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Dominos deildar karla. Körfubolti 23. maí 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 109-104 | Þór Þ. tók forystu í einvíginu eftir spennutrylli Þór Þorlákshöfn komast 2-1 yfir í einvíginu á móti Þór Akureyri. Þetta var mikill sóknarleikur og algjör spennutryllir sem endaði með að heimamenn höfðu betur 109 - 104. Körfubolti 23. maí 2021 21:11
Lárus Jónsson: Bæði lið hittu frábærlega úr því var leikurinn frábær skemmtun Þór Þorlákshöfn vörðu heimavöllinn sinn í kvöld þegar þeir unnu nafna sína frá Akureyri 109-104 í miklum sóknarleik. Lárus Jónsson þjálfari Þór Þorlákshafnar var afar sáttur með sigurinn. Sport 23. maí 2021 20:29
Vináttubönd verða sett til hliðar Áþreifanleg spenna er milli liða KR og Vals í körfubolta sem eigast við í þriðja leik sínum í úrslitakeppni Domino's-deildar karla að Hlíðarenda klukkan 20:10 í kvöld. Allt ætlaði upp úr að sjóða eftir síðasta leik liðanna í Vesturbæ á miðvikudag. Körfubolti 23. maí 2021 10:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 87-83 | Keflvíkingar með sópinn á lofti Keflavík er komið í undanúrslit Domino's deildar karla eftir sigur á Tindastól í þriðja leik liðanna suður með sjó. Keflavík snéri leiknum við undir lok leiksins. Körfubolti 22. maí 2021 21:03
„Þetta var í raun bara illa gert hjá mér“ Herði Axel Vilhjálmssyni, leikmanni Keflavík, var gífurlega létt eftir fjögurra stiga sigur Keflavíkur á Tindastóli í kvöld. Um tíma leit út fyrir að Keflavík væri að fara að tapa sínum fyrsta heimaleik í vetur en Stólarnir voru yfir langan part leiksins og voru meðal annars með eins stigs forskot og áttu boltann þegar mínúta var eftir af leiknum. Körfubolti 22. maí 2021 19:42
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 85-69 | Stjörnumenn einum sigri frá undanúrslitunum Stjörnuna vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit Domino‘s deildar karla eftir að hafa unnið Grindavík, 85-69, í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitunum í Ásgarði í dag. Körfubolti 22. maí 2021 17:41