Körfubolti

Vladimir Anzulovic látinn fara frá Tindastól

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
​​Vladimir Anzulovic hefur stýrt Tindastól í síðasta sinn.
​​Vladimir Anzulovic hefur stýrt Tindastól í síðasta sinn. Vísir/Diego

Körfuknattleiksdeild Tindastóls Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Tindastóls þar sem Anzulovic er þakkað fyrir samstarfið. Þar kemur einnig fram að þeir Svavar Atli Birgisson og Helgi Freyr Margeirsson, ásamt Ísaki Óla Traustasyni, muni taka við og stýra liðinu til að byrja með.

Anzulovic tók við Tindastól fyrir yfirstandandi tímabil eftir að Baldur Þór Ragnarsson hætti störfum eftir síðasta tímabil eftir þriggja ára starf.

Tindastóll fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á síðasta tímabili, en gengi liðsins hefur ekki staðið undir væntingum í ár. Liðið situr í sjöunda sæti deildarinnar með sex sigra í fyrstu tólf leikjunum og eru enn góðar líkur á því að liðið missi af sæti í úrslitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×