„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 23:00 Darri Freyr Atlason hélt langa ræðu um hringavitleysuna í kringum Stjörnuna og Ahmad Gilbert. Vísir/Stöð 2 Sport Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. „Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira