Körfubolti

Pavel Ermolinskij: Hugsaði um að skipta mér inn á

Dagur Lárusson skrifar
Pavel Ermolinskij ræðir við sína menn í leik kvöldsins.
Pavel Ermolinskij ræðir við sína menn í leik kvöldsins. Vísir/Bára

Pavel Ermolinskij, nýráðinn þjálfari Tindastóls, var eðlilega kátur eftir sigur sinna manna gegn ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

„Já það má segja að þessi leikur hafi verið algjör rússíbani,“ byrjaði Pavel Ermolinskij, nýr þjálfari Tindastóls, að segja eftir sinn fyrsta leik með liðið.

„Þetta var góður leikur hjá báðum liðum, bæði lið að spila virkilega vel. Þetta var í fyrsta sinn sem ég er ekki að taka þátt í þessu og ég hugsaði oft um það að vilja skipta mér inn á en maður er kominn með öðruvísi ábyrgð núna,“ hélt Pavel áfram.

„Ég finn það strax að þetta er ótrúlega gefandi. Við fórum yfir nokkra hluti í vikunni, eitthvað sem ég vildi sjá frá liðinu og ég sá mikið af því. Ég sá hluti frá liðinu sem ég veit að er í þessum strákum en við höfum kannski ekki fengið að sjá nógu mikið af í vetur og ég er virkilega ánægður með það. Karakterinn í þessum strákum er rosalega mikill.“

Pavel talaði að lokum um stuðninginn úr stúkunni sem var til fyrirmyndar.

„“Það er ekki hægt að segja neitt annað en að stuðningurinn hafi verið til fyrirmyndar og hann er það alltaf hjá þessu liði. Það mögulega hægt að segja að þetta sé einsdæmi í íþróttum á Íslandi og ég fæ núna að upplifa þessa hlið af þessu eftir að hafa upplifað hina hliðina í mörg ár og það er frábært,“ endaði Pavel á að segja.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×