Umfjöllun: Stjarnan tók Snæfell í kennslustund Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfell, 94-80, í Iceland-Exrpess deild karla í kvöld en leikurinn var hluti af 20.umferð Iceland-Express deild karla. Stjarnan hafði yfirhöndina allan leikinn og því var sigurinn aldrei í hættu. Justin Shouse og Renato Lindmets voru frábærir fyrir Stjörnuna. Körfubolti 4. mars 2011 21:36
Stjarnan lagði topplið Snæfells - KFÍ fallið Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80. Körfubolti 4. mars 2011 21:04
Tröllatroðsla í túrbóútgáfu - myndband Fjölnismaðurinn Brandon Brown hefur byrjað frábærlega með Grafarvogsliðinu í Iceland Express deild karla í körfubolta en hann er með 24,5 stig og 12,5 fráköst að meðaltali í tveimur fyrstu leikjum sínum sem hafa báðir unnist. Körfubolti 4. mars 2011 10:45
Myndasyrpa úr leik KR og Grindavíkur Grindavík vann í gær nauman eins stigs sigur á KR í Iceland Express-deild karla. Þar með náðu Grindvíkingar að hefna fyrir tapið í bikarúrslitunum. Körfubolti 4. mars 2011 08:30
Ólafur Ólafs: Bradford er alveg ótrúlegur Grindvíkingurinn Ólafur Ólafsson átti magnaðan leik í kvöld þegar Grindavík varð fyrst allra liða til þess að leggja KR í Vesturbænum í vetur. Körfubolti 3. mars 2011 21:59
Ólafur Ægisson: Ekki hægt að þagga niður í Bradford Ólafur Már Ægisson átti frábæra innkomu í lið KR í fjórða leikhluta gegn Grindavík í kvöld. Skoraði hverja glæsikörfuna á fætur annarri en það dugði ekki til. Körfubolti 3. mars 2011 21:45
Dýrmæt stig hjá Fjölni - ÍR vann Hamar Fjölnir hafði betur gegn Tindastóli í hörkuspennandi leik í Grafarvoginum í kvöld, 88-83. Þá vann ÍR sigur á Hamar á útivelli, 103-90. Körfubolti 3. mars 2011 21:05
Umfjöllun: Soskic tryggði Grindavík sigur á KR Grindvíkingar hefndu í kvöld fyrir tapið í úrslitum bikarkeppninnar er þeir fóru í Vesturbæinn og lögðu KR með einu stigi, 104-105. Körfubolti 3. mars 2011 21:00
Höllin hans Nicks fyrir tveimur árum Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Grindavík í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 3. mars 2011 06:00
Fannar þumalfingurbrotinn - missir líklega af 8 liða úrslitunum Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, þumalfingurbrotnaði á æfingu í síðustu viku og verður að taka sér hvíld í fjórar til sex vikur á meðan hann er að náð sér. Fannar spilaði á brotnum putta á móti Tindastól en ætlar að hlusta á lækninn og taka sér hvíld næstu vikurnar. Körfubolti 1. mars 2011 14:15
KR-ingar áfram ósigraðir á árinu 2011 - unnu á Króknum Marcus Walker átti stórleik þegar nýkrýndir bikarmeistarar KR-inga fóru á Krókinn og unnu ellefta sigurinn í röð á árinu 2011. KR vann leikinn 85-82 en þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á móti heimamönnum í Tindastól. Walker skoraði 38 stig í leiknum og hitti úr 65 prósent skota sinna (15 af 23). Körfubolti 25. febrúar 2011 21:11
Bradford og Helgi Jónas spiluðu með Grindavík sem vann Hamar Nick Bradford og Helgi Jónas Guðfinsson spiluðu báðir stórt hlutverk í 87-76 sigri Grindavíkur á Hamar í Iceland Express deild karla í Grindavík í kvöld. Nick er nýkominn til liðsins og þjálfarinn Helgi Jónas spilaði með í kvöld en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur. Saman skoruðu þeir þrettán stig í lokaleikhlutanum þar sem Grindavík tryggði sér sigurinn með því að vinna fjórða leikhlutann 28-15. Körfubolti 25. febrúar 2011 21:01
ÍR-ingar stöðvuðu sigurgöngu Stjörnunnar í Seljaskóla ÍR-ingar fóru á kostum í seinni hálfleik í 19 stiga sigri á Stjörnunni, 100-81, í leik liðanna í Seljaskóla í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjörnumenn voru búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir leikinn en fengum slæman skell í Breiðholtinu í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2011 20:43
Guðjón : Grófum okkar eigin holu "Við klúðruðum þessum leik alveg sjálfir,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir tapið í kvöld. Keflvíkingar töpuðu fyrir erkifjendunum í Njarðvík 104-102 eftir framlengdan leik. Körfubolti 24. febrúar 2011 22:03
Einar Árni: Getum endað tímabilið með stæl ,,Þetta var kærkomin sigur og gríðarlega mikilvægur,“ sagði Einar Árni Jóhannsson, annar þjálfari Njarðvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Njarðvík vann magnaði sigur gegn Keflvíkingum 104-102 eftir framlengdan leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Körfubolti 24. febrúar 2011 22:01
Fjölnir vann á Ísafirði og sendi Hamar niður í fallsæti Fjölnismenn unnu dýrmætan 101-94 sigur á KFÍ á Ísafirði í Iceland Express deild karla í kvöld en tapið þýðir að Ísfirðingar þurfa nú kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli úr deildinni. Fjölnir er hinsvegar i betri málum því liðið komst upp fyrir Hamar og upp úr fallsæti með þessum sigri. Körfubolti 24. febrúar 2011 21:29
Níu þristar Magnúsar ekki nóg - Njarðvík vann Keflavík í framlengingu Njarðvík vann 104-102 sigur á nágrönnum sínum í Keflavík eftir framlengdan leik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús Þór Gunnarsson hjá Keflavík skoraði níu þriggja stiga körfur í leiknum á móti sínum gömlu félögum en það dugði ekki til og heimamenn unnu seiglusigur eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins. Körfubolti 24. febrúar 2011 21:07
Snæfellingar rúlluðu Haukum upp og náðu 4 stiga forskoti á toppnum Snæfell náði fjögurra stiga forskot á toppi Iceland Express deildar karla eftir 42 stiga stórsigur á Haukum, 119-77, í Stykkishólmi í kvöld. Snæfell hefur unnið alla tíu heimaleiki sína í deildinni í vetur og sigurinn í kvöld var aldrei í hættu. Snæfell hefur fjögurra stiga forskot á KR sem á leik inni á móti Tindastól á Sauðárkróki á morgun. Körfubolti 24. febrúar 2011 20:35
Nýi Kani Fjölnismanna er nafni þess gamla Fjölnismenn hafa gert enn eina breytinguna á bandarískum leikmanni liðsins. Grafarvogsliðið lét Brandon Springer fara og fékk í staðinn nafna hans Brandon Brown. Brandon Brown spilar sinn fyrsta leik með Fjölni þegar liðið sækir KFÍ heim á Ísafjörð í kvöld. Körfubolti 24. febrúar 2011 15:45
Ingibjörg tryggði Keflavík sigur Ingibjörg Jakobsdóttir var hetja Keflvíkinga er liðið vann KR í Iceland Express-deild kvenna í kvöld, 63-61. Körfubolti 23. febrúar 2011 20:54
Nick Bradford staðfestir að hann sé á leiðinni Nick Bradford hefur staðfest það á twitter-síðu sinni að hann sé búinn að semja við Grindvíkinga í Iceland Express deild karla í körfubolta og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford leysir af bakvörðinn Kevin Sims sem var látinn fara fyrr í dag. Körfubolti 22. febrúar 2011 22:47
Nick Bradford aftur til Grindavíkur Víkurfréttir segja frá því á vefsíðu sinni í kvöld að Nick Bradford sé á leiðinni til Grindavíkur og muni klára tímabilið með liðinu. Bradford fór á kostum með Grindavíkurliðinu veturinn 2008 til 2009 en hann þekkir allt körfuboltaáhugafólk á Íslandi endaer Bradford búinn að spila hér mörgum sinnum á síðasta áratug. Körfubolti 22. febrúar 2011 20:13
Njarðvíkingar búnir að finna sér bandarískan leikstjórnanda Njarðvíkingar hafa fengið bandaríska leikstjórnandann Giordan Watson til liðs við sig á reynslu og ætti kappinn að leika sinn fyrsta leik gegn Keflvíkingum á fimmtudagskvöld. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 21. febrúar 2011 17:38
Leikmaður Grindavíkur þurfti að klæðast KR-treyjunni í vinnunni Grindvíkingurinn Björn Steinar Brynjólfsson hefur ekki átt auðveldan dag í vinnunni. Hann vinnur hjá DHL og hefur mátt gera sér það að góðu að vera í KR-treyjunni í vinnunni í dag. Körfubolti 21. febrúar 2011 15:30
KFÍ vann Hamar - Aðeins einn Íslendingur spilaði fyrir KFÍ í leiknum Útlendingahersveit KFÍ vann afar mikilvægan sigur gegn Hamri í kvöld í hörkuleik. KFÍ því komið með átta stig og aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:59
Tómas jafnaði ótrúlegt heimsmet Tómas Heiðar Tómasson, leikmaður hjá körfuboltaliði Fjölnis, gerði sér lítið fyrir og jafnaði heimsmet í Grafarvoginum á dögunum. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:50
Helgi Jónas: Þetta er leikurinn til þess að snúa við blaðinu KR og Grindavík mætast í úrslitum bikarkeppni karla á morgun. KR hefur verið á mikilli siglingu eftir áramót á meðan Grindavík hefur verið að gefa eftir. Körfubolti 18. febrúar 2011 21:45
Hrafn: Þetta er svolítið óraunverulegt Hrafn Kristjánsson, þjálfari karla- og kvennaliðs KR í körfubolta, mun standa í ströngu á morgun er hann stýrir báðum liðum sínum í úrslitum bikarkeppninnar. Körfubolti 18. febrúar 2011 19:20
Topptilþrif frá þeim stigahæsta í deildinni - myndband Haukamaðurinn Semaj Inge er stigahæsti leikmaður Iceland Express deildarinnar í körfubolta en hann hefur skorað 23,3 stig að meðaltali í leik það sem af er í vetur. Semaj er mikill tilþrifakarl eins og sást vel í síðsta leik Hauka á móti Keflavík. Körfubolti 17. febrúar 2011 17:30
Myndasyrpa af sigri Stjörnumanna Stjarnan vann í gær sigur á Grindavík í Iceland Express-deild karla í gær en þetta var fjórða tap Grindvíkinga í röð í deildinni. Körfubolti 15. febrúar 2011 12:15