Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Haukar 87-113 Elvar Geir Magnússon í Seljaskóla skrifar 24. október 2013 21:15 ÍR-ingar tóku á móti Haukum í 3. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í Seljaskóla í kvöld. Haukar unnu 113-87 útisigur í leik sem náði í raun aldrei að vera spennandi. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Seljaskólanum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Bæði lið höfðu fyrir leikinn unnið annan af tveimur leikjum sínum. ÍR-ingar voru yfir eftir fyrsta fjórðung en sáu ekki til sólar eftir það. Haukar einfaldlega betri á öllum sviðum og áttu glimrandi fínan leik. Terrence Watson var óstöðvandi fyrir Breiðhyltinga, skoraði 29 stig og þá var hinn ungi Kári Jónsson einnig magnaður og skoraði 28 stig. Matthías Örn Sigurðarson átti stórleik fyrir ÍR og skoraði 33 stig.Gátum skorað þegar við vildum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka: "Þetta virkaði vel hjá okkur. ÍR hitti mjög vel í fyrsta leikhluta og voru heitir í þriggja stiga körfunum. Þeir réðu ekkert við okkur varnarlega, við gátum skorað þegar við vildum skora." "Um leið og við skiptum um svæði fórum við að hitta úr auðveldu skotunum okkar. Útlendingurinn okkar var frábær plús það að við fáum sextán ára gutta sem hefur verið að stíga upp í hverjum leik fyrir okkur. Þegar við vorum í smá vandræðum kom hann og skoraði stig." "Ég vissi að ef við myndum spila góða vörn og leggja okkur fram þá myndum við vinna þetta ÍR-lið. Ég tel okkur vera með mun breiðari hóp, eins og kom svo í ljós. Þetta er allt undir okkur sjálfum komið."Sóknin hátíð miðað við vörnina Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR: "Það var bara ekkert að virka. Það var samskiptaleysi og skortur á samstarfsvilja. Það er ekkert flóknara það. Við spiluðum ekki sem lið. Þetta voru bara einstaklingsframtök. Sóknin var hátíð miðað við vörnina. Þetta var alveg hrikalegt." "Það var mikill munur á liðunum í kvöld. Við vorum að rúlla yfir þá í fyrsta leikhluta en svo grípa þeir í svæðisvörn... þetta var bara asnalegt í meira lagi. Við verðum að geta spilað á móti 3-2 svæðisvörn." "Þetta er góður kinnhestur. Deildin er byrjuð og menn verða gjöra svo vel að spila sem lið. Skiptir ekki máli hversu marga við erum með úr unglingaflokki. Við verðum að nota það lið sem við höfum."ÍR-Haukar 87-113 (30-26, 10-28, 22-26, 25-33) ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 33/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 21/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst, Terry Leake Jr. 10/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 7/6 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Birgir Þór Sverrisson 1. Haukar: Terrence Watson 29/11 fráköst/3 varin skot, Kári Jónsson 28/4 fráköst, Haukur Óskarsson 25, Emil Barja 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 7, Kristján Leifur Sverrisson 4, Sigurður Þór Einarsson 3, Hjálmar Stefánsson 3, Alex Óli Ívarsson 3, Svavar Páll Pálsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Leik lokið (87-113): Sigur Hauka eins verðskuldaður og sigrar verða.37. mín (81-103): Haukar hafa rofið 100 stiga múrinn.35. mín (78-94): "ÍR-ingar halda áfram hérna, það er nóg eftir!" heyrist úr stúkunni. Nokkur pirringur í stuðningsmönnum ÍR.33. mín (69-85): Haukar að spila þennan leik af miklu öryggi. 3. leikhluta lokið (62-80): Haukarnir einfaldlega miku betri. Watson er á eldi með 27 stig.29. mín (60-79): Spennan hér er því miður engin þessa stundina. Haukar eiga hrós skilið. Eru að spila þetta vel og sýna stórskemmtileg tilþrif inn á milli.27. mín (56-75): Haukar hafa mest náð 20 stiga forystu.24. mín (43-65): "Afskaplega eru ÍR-ingarnir daprir" segir myndatökumaður Stöðvar 2 sem var að yfirgefa húsið. Hann hefur rétt fyrir sér. Afskaplega daprir.23. mín (43-61): Haukar ekki á þeim buxunum að leyfa ÍR að saxa á forskotið.Hálfleikur (40-54): Sveinbjörn Claessen með 16 stig fyrir ÍR, Friðrik Hjálmarsson 15. Terrence Watson með 21 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson 11 stig.Hálfleikur (40-54): Ýmislegt sem þjálfari ÍR þarf að fara yfir í hálfleik. Annar leikhlutinn hrikalegur hjá heimamönnum.18. mín (37-50): Haukar eiga þennan fjórðung með húð og hári.16. mín (30-37): ÍR-ingar í tómum vandræðum með að hitta körfuna þessa stundina.13. mín (30-33): Haukar skyndilega komnir yfir. Slæmur kafli hjá heimamönnum sem taka leikhlé.1. leikhluta lokið (30-26): Allt stefndi í sjö stiga forystu ÍR-inga eftir fyrsta leikhlutann en Haukar skoruðu þriggja stiga flautukörfu af löngu færi. Kári Jónsson þar á ferðinni.9. mín (20-18): Miklar sveiflur í þessum fyrsta fjórðung. Stuðningsmenn Hauka láta mikið í sér heyra í stúkunni.7. mín (17-9): Fimmtán stig í röð hjá ÍR áður en Haukar svöruðu með því að setja þrist.6. mín (15-6): Þrettán stig í röð hjá Breiðhyltingum!3. mín (4-6): Leikurinn er farinn af stað. Watson byrjaði á að taka troðslu. Er búinn að skora öll sex stig Hauka hér í upphafi.Fyrir leik: Spurning hvernig mætingin verður á þennan leik. Handboltalið ÍR er einnig að leika í kvöld svo stuðningsmenn þurfa að velja á milli.Fyrir leik: Það er höfðinglega tekið á móti fjölmiðlamönnum í Seljaskólanum þar sem byrjað er að spila vinsælustu tónana í Brooklyn um þessar mundir. Kvennaæfingu var að ljúka og liðin eru byrjuð að hita upp. Bæði lið með einn sigur og einn tapleik á bakinu þegar komið er að þessum leik sem er í þriðju umferð Dominos-deildarinnar.Kári JónssonMynd/Valli Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
ÍR-ingar tóku á móti Haukum í 3. umferð Domino's-deildar karla í körfubolta í Seljaskóla í kvöld. Haukar unnu 113-87 útisigur í leik sem náði í raun aldrei að vera spennandi. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Seljaskólanum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Bæði lið höfðu fyrir leikinn unnið annan af tveimur leikjum sínum. ÍR-ingar voru yfir eftir fyrsta fjórðung en sáu ekki til sólar eftir það. Haukar einfaldlega betri á öllum sviðum og áttu glimrandi fínan leik. Terrence Watson var óstöðvandi fyrir Breiðhyltinga, skoraði 29 stig og þá var hinn ungi Kári Jónsson einnig magnaður og skoraði 28 stig. Matthías Örn Sigurðarson átti stórleik fyrir ÍR og skoraði 33 stig.Gátum skorað þegar við vildum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka: "Þetta virkaði vel hjá okkur. ÍR hitti mjög vel í fyrsta leikhluta og voru heitir í þriggja stiga körfunum. Þeir réðu ekkert við okkur varnarlega, við gátum skorað þegar við vildum skora." "Um leið og við skiptum um svæði fórum við að hitta úr auðveldu skotunum okkar. Útlendingurinn okkar var frábær plús það að við fáum sextán ára gutta sem hefur verið að stíga upp í hverjum leik fyrir okkur. Þegar við vorum í smá vandræðum kom hann og skoraði stig." "Ég vissi að ef við myndum spila góða vörn og leggja okkur fram þá myndum við vinna þetta ÍR-lið. Ég tel okkur vera með mun breiðari hóp, eins og kom svo í ljós. Þetta er allt undir okkur sjálfum komið."Sóknin hátíð miðað við vörnina Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR: "Það var bara ekkert að virka. Það var samskiptaleysi og skortur á samstarfsvilja. Það er ekkert flóknara það. Við spiluðum ekki sem lið. Þetta voru bara einstaklingsframtök. Sóknin var hátíð miðað við vörnina. Þetta var alveg hrikalegt." "Það var mikill munur á liðunum í kvöld. Við vorum að rúlla yfir þá í fyrsta leikhluta en svo grípa þeir í svæðisvörn... þetta var bara asnalegt í meira lagi. Við verðum að geta spilað á móti 3-2 svæðisvörn." "Þetta er góður kinnhestur. Deildin er byrjuð og menn verða gjöra svo vel að spila sem lið. Skiptir ekki máli hversu marga við erum með úr unglingaflokki. Við verðum að nota það lið sem við höfum."ÍR-Haukar 87-113 (30-26, 10-28, 22-26, 25-33) ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 33/9 fráköst, Sveinbjörn Claessen 21/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 10/7 fráköst, Terry Leake Jr. 10/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 7/6 fráköst, Friðrik Hjálmarsson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Birgir Þór Sverrisson 1. Haukar: Terrence Watson 29/11 fráköst/3 varin skot, Kári Jónsson 28/4 fráköst, Haukur Óskarsson 25, Emil Barja 7/11 fráköst/9 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 7, Kristján Leifur Sverrisson 4, Sigurður Þór Einarsson 3, Hjálmar Stefánsson 3, Alex Óli Ívarsson 3, Svavar Páll Pálsson 2/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 2.Leik lokið (87-113): Sigur Hauka eins verðskuldaður og sigrar verða.37. mín (81-103): Haukar hafa rofið 100 stiga múrinn.35. mín (78-94): "ÍR-ingar halda áfram hérna, það er nóg eftir!" heyrist úr stúkunni. Nokkur pirringur í stuðningsmönnum ÍR.33. mín (69-85): Haukar að spila þennan leik af miklu öryggi. 3. leikhluta lokið (62-80): Haukarnir einfaldlega miku betri. Watson er á eldi með 27 stig.29. mín (60-79): Spennan hér er því miður engin þessa stundina. Haukar eiga hrós skilið. Eru að spila þetta vel og sýna stórskemmtileg tilþrif inn á milli.27. mín (56-75): Haukar hafa mest náð 20 stiga forystu.24. mín (43-65): "Afskaplega eru ÍR-ingarnir daprir" segir myndatökumaður Stöðvar 2 sem var að yfirgefa húsið. Hann hefur rétt fyrir sér. Afskaplega daprir.23. mín (43-61): Haukar ekki á þeim buxunum að leyfa ÍR að saxa á forskotið.Hálfleikur (40-54): Sveinbjörn Claessen með 16 stig fyrir ÍR, Friðrik Hjálmarsson 15. Terrence Watson með 21 stig fyrir Hauka og Kári Jónsson 11 stig.Hálfleikur (40-54): Ýmislegt sem þjálfari ÍR þarf að fara yfir í hálfleik. Annar leikhlutinn hrikalegur hjá heimamönnum.18. mín (37-50): Haukar eiga þennan fjórðung með húð og hári.16. mín (30-37): ÍR-ingar í tómum vandræðum með að hitta körfuna þessa stundina.13. mín (30-33): Haukar skyndilega komnir yfir. Slæmur kafli hjá heimamönnum sem taka leikhlé.1. leikhluta lokið (30-26): Allt stefndi í sjö stiga forystu ÍR-inga eftir fyrsta leikhlutann en Haukar skoruðu þriggja stiga flautukörfu af löngu færi. Kári Jónsson þar á ferðinni.9. mín (20-18): Miklar sveiflur í þessum fyrsta fjórðung. Stuðningsmenn Hauka láta mikið í sér heyra í stúkunni.7. mín (17-9): Fimmtán stig í röð hjá ÍR áður en Haukar svöruðu með því að setja þrist.6. mín (15-6): Þrettán stig í röð hjá Breiðhyltingum!3. mín (4-6): Leikurinn er farinn af stað. Watson byrjaði á að taka troðslu. Er búinn að skora öll sex stig Hauka hér í upphafi.Fyrir leik: Spurning hvernig mætingin verður á þennan leik. Handboltalið ÍR er einnig að leika í kvöld svo stuðningsmenn þurfa að velja á milli.Fyrir leik: Það er höfðinglega tekið á móti fjölmiðlamönnum í Seljaskólanum þar sem byrjað er að spila vinsælustu tónana í Brooklyn um þessar mundir. Kvennaæfingu var að ljúka og liðin eru byrjuð að hita upp. Bæði lið með einn sigur og einn tapleik á bakinu þegar komið er að þessum leik sem er í þriðju umferð Dominos-deildarinnar.Kári JónssonMynd/Valli
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum