Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap „Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. Körfubolti 13. október 2011 21:53
Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 13. október 2011 21:48
Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Körfubolti 13. október 2011 21:12
Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik. Körfubolti 13. október 2011 20:58
Það var kominn tími á búning sem vekti athygli Karlalið KR mun frumsýna nýjan og endurbættan búning í kvöld er liðið tekur á móti sínum gamla þjálfara, Benedikt Guðmundssyni, og lærisveinum hans í Þór Þorlákshöfn. Breytingarnar koma þó ekki af góðu einu því aðalstjórn KR fór meðal annars fram á breytingar. Körfubolti 13. október 2011 08:30
Gamall skólabróðir og besti vinur Bartolotta verður með ÍR í vetur Karlalið ÍR í körfubolta hefur fundið eftirmann Brandon Bush sem var látinn fara á dögunum. Nýi bandaríski leikmaðurinn hjá liðinu heitir Williard Johnson, er 204 sm á hæð og spilar sem framherji. Körfubolti 11. október 2011 16:45
Sigurkarfa Páls Axels hefði ekki átt að standa Mikið hefur verið rætt og ritað um sigurkörfu Grindavíkur gegn KR í Meistarakeppni KKÍ. Hana skoraði Páll Axel Vilbergsson er 0,57 sekúndur voru eftir á klukkunni. Körfubolti 11. október 2011 16:00
KR ver titilinn samkvæmt spánni KR mun verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta karla samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna. Grindavík er spáð öðru sæti og Stjarnan kemur þar rétt á eftir. Körfubolti 11. október 2011 12:20
Eiríkur tekur slaginn með ÍR í vetur Gamla brýnið Eiríkur Önundarson, eða herra ÍR, er ekkert á því að leggja skóna á hilluna því hann hefur boðað komu sína á völlinn með ÍR í vetur. Körfubolti 11. október 2011 11:30
Páll Axel: Ég þarf ekki meiri tíma en þetta „Það var bara betra að það var búið að færa þriggja stiga línuna utar. Miðað við hvað ég var að flýta mér hefði ég annars örugglega þrumað boltanum í spjaldið,“ sagði Páll Axel hetja Grindvíkinga í leikslok. Körfubolti 9. október 2011 22:28
Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. Körfubolti 9. október 2011 22:26
Nýi Grindavíkurkaninn reyndi fyrir sér hjá NFL-liði Grindavík hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamanninn J'Nathan Bullock um að leika með liðinu í Iceland Express-deild karla í vetur. Bullock er greinilega margt til lista lagt en hann hefur æft með NFL-liðinu New York Jets. Körfubolti 9. október 2011 14:00
Cameron Echols kominn aftur til Íslands - spilar með Njarðvík í vetur Njarðvíkingar hafa samið við Bandaríkjamanninn Cameron Echols sem mun spila með liðinu í Iceland Express karla í körfubolta í vetur. Echols hefur spilað á Íslandi áður því hann var með KR-ingum veturinn 2004-2005. Körfubolti 6. október 2011 13:30
James Bartolotta kemur aftur til ÍR-inga ÍR-ingar hafa ákveðið að semja ekki við bakvörðinn Andrew Brown sem var til reynslu hjá liðinu í haust. Í stað hans kemur hinsvegar James Bartolotta sem lék með liðinu í síðari hluti tímabilsins í fyrra. ÍR-ingar mæta því sterkir til leiks í Iceland Express deildina í körfubolta í vetur. Körfubolti 29. september 2011 11:45
Teitur búinn að finna bandarískan bakvörð við hlið Justin Stjarnan hefur samið við bandaríska bakvörðinn Keith Cothran um að leika með liðinu í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð og mun hann því leika við hlið leikstjórnandans Justin Shouse sem fékk íslenskan ríkisborgarétt í sumar. Körfubolti 27. september 2011 12:18
Keflavík komið með tvo Kana Keflvíkingar hafa samið við annan bandarískan leikmann en þegar var búið að ganga frá samningum við miðherjann Jarryd Cole. Nýi maðurinn heitir Charles Parker og er bakvörður. Körfubolti 9. september 2011 22:47
Ráku Kanann sinn 37 dögum fyrir fyrsta leik Eryk Watson mun ekki spilað með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls ákvað að segja upp samningi sínum við Watson þrátt fyrir að það séu enn 37 dagar í fyrsta deildarleik liðsins. Kapinn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Körfubolti 9. september 2011 15:00
Blóðtaka hjá Fjölni: Magni tekur sér frí frá körfubolta Ingvaldur Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta vegna vinnur sinnar. Hann leikur því ekki með Fjölni í vetur. Karfan.is greinir frá þessu. Körfubolti 31. ágúst 2011 11:30
Watson spilar með Grindavík í vetur Bakvörðurinn Giordan Watson mun spila með Grindavík í vetur en hann lék sex leiki með liði Njarðvíkur á síðasta tímabili. Körfubolti 27. ágúst 2011 12:15
Keflvíkingar töpuðu gegn bandarískum leikmönnum í samningsleit Karlalið Keflavíkur í körfuknattleik beið lægri hlut gegn liði On-Point frá Bandaríkjunum 97-69 í æfingaleik í Keflavík í gær. Körfubolti 26. ágúst 2011 19:00
Ægir byrjar tímabilið með Fjölni - náði ekki SAT prófinu Ægir Þór Steinarsson fer ekki strax út til Bandaríkjanna í nám eins og planað var. Hann mun því spila með Fjölni í fyrstu umferðunum á komandi tímabili en Fjölnismenn eru sem fyrr í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta kemur fram á karfan.is. Körfubolti 19. ágúst 2011 16:00
Yngvi rekinn frá Val - Ágústi boðið starfið Yngvi Gunnlaugsson hefur verið rekinn frá karlaliði Val í körfuboltanum þótt að tímabilið sé ekki byrjað. Yngvi staðfesti þetta í samtali við karfan.is og segir að Ágústi Björgvinssyni hafi verið boðið að taka við karlaliði Vals en hann þjálfar kvennalið félagsins. Körfubolti 18. ágúst 2011 09:49
Njarðvíkingar missa þriðja stóra strákinn Körfuknattleikslið Njarðvíkur í karlaflokki hefur orðið fyrir enn einni blóðtökunni. Miðherjinn Egill Jónasson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfuknattleik í vetur. Körfubolti 15. ágúst 2011 14:00
Hafþór Ingi gengur til liðs við Snæfell Körfuknattleikskappinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur gengið til liðs við Snæfell. Hafþór skrifaði undir eins árs samning en hann kemur til félagsins frá Skallagrími sem leikur í 1. deild. Körfubolti 11. ágúst 2011 14:45
Snæfell fær til sín annan Kana Snæfellingar hafa samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Cotton. Hann hittir fyrir landa sinn Quincy Hankins Cole sem gekk til liðs við Snæfell fyrir skemmstu. Körfubolti 10. ágúst 2011 10:45
Arnar Freyr samdi við Keflavík Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku. Körfubolti 28. júlí 2011 11:00
Hrafn Kristjánsson þjálfari KR: KR leitar að nýjum leikstíl Bakvörðurinn Emil Þór Jóhannsson gekk í gær frá tveggja ára samningi við KR. Emil hefur verið lykilmaður í liði Snæfells undanfarin tvö tímabil. Körfubolti 19. júlí 2011 06:00
Emil Þór: Berjumst um alla titla "Ég er bara helvíti spenntur. Þetta verður hörkuvetur. Bara gaman,“ sagði nýjasti liðsmaður KR í körfunni Emil Þór Jóhannsson. Emil Þór var kynntur til leiks í KR-heimilinu eftir að hafa skrifað undir samning við félagið. Körfubolti 18. júlí 2011 13:30
Emil Þór farinn frá Snæfelli yfir í KR Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuboltanum en hann skrifar undir við Vesturbæjarfélagið nú í hádeginu samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Emil er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga sem hafa misst tvo lykilmenn frá því á síðasta tímabili. Körfubolti 18. júlí 2011 10:31
Nýr Bandaríkjamaður á leiðinni í Hólminn Körfuknattleiksdeild, Snæfells í Stykkishólmi, hefur gengið frá samningi við bandaríska leikmanninn, Quincy Hankins Cole fyrir næstkomandi tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Körfubolti 16. júlí 2011 20:30