Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 93-94 | Marvin með ótrúlega sigurkörfu Árni Jóhannsson í TM-höllinni í Keflavík skrifar 28. mars 2014 14:38 Marvin Valdimarsson. Vísir/Getty Stjarnan er komin í undanúrslit Dominos-deildar karla eftir að hafa sópað Keflavík, 3-0, í átta liða úrslitunum. Stjarnan vann magnaðan eins stigs sigur í Sláturhúsinu í kvöld. Keflavík var lengstum með nokkuð gott forskot en lokakaflinn var ótrúlegur. Síðustu 70 sekúndur leiksins fóru 10-2 fyrir Stjörnuna. Það var Marvin Valdimarsson sem tryggði Stjörnunni sigur með þriggja stiga körfu þrem sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan mun mæta deildarmeisturum KR í undanúrslitunum. Leikurinn í TM-höllinni í Keflavík byrjaði með látum og var staða 6-5 fyrir heimamenn að tveimur mínútum liðnum og hafði ein skrímslatroðsla litið dagsins ljós frá Junior Hairston. Keflvíkingar tóku fyrstu almennilegu forystu kvöldsins þegar þeir komust í fimm stiga forystu 10-5. Stjarnan skoraði þá næstu 11 stig og voru þeir þá komnir með sex stiga forskot. Heimamenn náðu að jafna leikinn með góðum leikkafla og skiptust liðin síðan á að skora þangað til að leiktíminn rann út í fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti í öðrum leikhluta og skoruðu fyrstu 10 stig fjórðungsin og voru rúmar fjórar mínútur liðnar þegar Stjarnan komst loks á blað. Gestirnir náðu þá góðum leikkafla og náðu að minnka muninn í tvö stig en þá kom aftur sprettur hjá heimamönnum sem hljóðaði upp á 11-5 á lokamínútum fyrri hálfleiks og gengu þeir til búningsklefa með átta stiga forskot. Það sem skilaði heimamönnum forskotinu var gífurleg barátta í sóknarfráköstum og stolnir boltar í vörninni. Því til dæmis voru heimamenn með 12 sóknarfráköst og sjö stolna bolta. Craion stal sex af þeim. Stigahæstir í hálfleik voru Darrel Lewis og Craion með 12 stig fyrir heimamenn. Hjá Stjörnunni var Shouse með 13 stig og fimm stoðsendingar. Í stuttu máli sagt, var seinni hálfleikurinn svakalegur körfuboltaleikur. Heimamenn byrjuðu betur og komust þeir í níu stiga forystu þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Stjarnan gerði þá sitt áhlaup og náðu þeir að koma muninum niður í fjögur stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Keflvíkingar enduðu þó fjórðunginn sterkara og þegar þriðja leikhluta lauk var Keflavík með átta stiga forystu. Keflavík hóf seinasta leikhlutann af svipuðum toga og þeir enduðu þann þriðja, af mikilli hörku og juku þeir jafnt og þétt við forskot sitt og voru þeir komnir í 14 stiga forystu þegar 5:09 voru eftir af leiknum og örugglega margir í stúkunni farnir að skipuleggja ferð í Garðabæinn á mánudagskvöldið. Þá tóku Stjörnumenn við sér, bitu í skjaldarendur og neituðu að gefast upp. Þeir nöguðu forskotið niður jafnt og þétt seinustu fimm mínúturnar. Keflavík náði ekki að skora nema þrjú stig á þessum fimm mínútum og gestirnir gengu á lagið. Þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 93-91 Keflvíkingum í vil og Stjarnan átti boltann. Boltanum var kastað inn á Shouse sem náði ekki skoti en náði að koma boltanum á Marvin Valdimarsson sem skaut þriggja stiga skoti sem söng í netinu og um leið og allt súrefni hvarf úr Keflavíkur hlutanum í stúkunni gjörsamlega ærðist allt Stjörnumegin. Það var þó ein sekúnda eftir og Keflvíkingar fengu tækifæri til að stela sigrinum en skot Þrastar Jóhannessonar dansaði á hringnum áður en hann rúllaði út af og lokaflautan gall. Það verður að minnast á hlut Justin Shouse í leiknum en kappinn fann heldur betur fjölina sína í Keflavík í kvöld. Hann endaði með 37 stig og 10 stoðsendingar og skoraði hann 24 stig í seinni hálfleik. Hann reyndi 12 þriggja stiga skot í leiknum og rötuðu sjö þeirra rétta leið. Þvílíkur leikmaður. Stjörnumenn, sem enduðu í 7. sæti deildarinnar, eru því komnir í undanúrslit með því að sópa út Keflvíkingum sem enduðu í öðru sæti og eru vel að því komnir. Þeir munu mæta KR í undanúrslitum.Teitur: Skemmtilegt ferðalag að fá að vera aðeins lengur í körfubolta Fyrsta spurning sem blaðamaður bar upp fyrir Teit Örlygsson þjálfara Stjörnumanna var hvað hann hafi sagt við sína menn fyrir fjórða leikhlutann. „Við vorum búnir að vera að ná forystunni niður í þrjú til fjögur stig nokkrum sinnum áður en misstum þá alltaf frá okkur. Þetta var versti leikur okkar í seríunni hingað til. Ég veit ekki hvað við leyfðum þeim að taka mörg sóknarfráköst, í fyrri hálfleik tóku þeir 16 skotum fleiri en við. Samt var bara átta stiga munur og við hugsuðum bara að við ættum að laga þetta aðeins. Um leið og við fórum að taka varnarfráköst þá fengum við nokkrar hraðaupphlaupskörfur og minnkuðum muninn niður, það var reyndar full lengi að gerast.“ „Ég hugsa alltaf, ef þú ert inn í leiknum þegar það eru 2-3 mínútur eftir þá áttu alltaf möguleika. Þessi leikur er bara þannig gerður.“ Teitur var minntur á að Snæfell vann eitt sinn Íslandsmeistaratitil eftir að hafa endað í sjötta sæti deildarinnar og var spurður hvort það gæfi ekki góð fyrirheit upp á framhaldið að hafa klárað svona rimmu. „Það er náttúrulega geggjað að vera á meðal fjögurra bestu liða landsins eins og veturinn þróaðist hjá okkur. Hann var fullur af vonbrigðum, meiðslin hjá okkur hafa verið meiri núna í ár heldur en öll mín ár hjá Stjörnunni. Við erum samt að fara að mæta KR, sem eru búnir að vera rótsterkasta liðið í vetur þannig að við fögnum þessu bara. Við berum rosalega virðingu fyrir Keflavík og fórum þannig inn í seríuna. Við berum einnig virðingu fyrir KR en við erum ekki hræddir. Þetta er bara skemmtilegt ferðalag að fá að vera aðeins lengur í körfubolta.“Andy Johnston: Við spiluðum ekki af fullri getu „Ef maður tapar leik með þessum hætti, þá fylgir því ógleði nánast“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Keflavíkur eftir leik. Hann hélt áfram: „Sérstaklega þar sem þetta er í úrslitakeppninni í þriðja leik og höfum við nú lokið keppni. Ég er samt stoltur af strákunum mínum. Ég sagði þeim að við höfum spilað í kvöld eins og við höfum gert í allan vetur en ekki eins og seinustu leiki. Við verðum samt að hrósa andstæðingum okkar, þeir hittu úr erfiðum skotum.“ Andy var spurður hvort hann hefði útskýringu á því hvað hafi gerst fyrir Keflavík í úrslitakeppninni. „Ef ég vissi það þá myndi ég setja lausnina á flöskur og selja það og dvelja á sólarströnd allt árið. Tímabilið getur tekið á sig ýmsar myndir og nú er ég að svara spurningu þinni og fólk mun halda því fram að ég sé að koma með afsakanir. En ég segi að við spiluðum ekki af fullri getu undanfarnar vikur.“ Hann var þá spurður hvað væri næst á dagskrá hjá sér. „Ég þarf að jafna mig á þessari viðureign því ég er með unglingalið sem ég á enn eftir að þjálfa í vetur. Við áttum mjög gott tímabil og verðum við að byggja á því. Við enduðum tímabilið samt sem áður ekki eins og við höfðum ráðgert.“Keflavík-Stjarnan 93-94 (23-23, 29-21, 25-25, 16-25)Keflavík: Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Michael Craion 18/11 fráköst/8 stolnir, Magnús Þór Gunnarsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0.Stjarnan: Justin Shouse 37/6 fráköst/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Matthew James Hairston 5/4 varin skot, Jón Sverrisson 4, Sæmundur Valdimarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Keflavík - Stjarnan - Leikur þrjú í TM-höllinni - Textalýsing:4. leikhluti | 93-94:Keflavík náði lokaskoti og dansaði boltinn á hringnum áður en hann skoppaði út af. Stjarnan sópar Keflavík út í svakalegum leik, JESÚS.4. leikhluti | 93-94: Lokasókn taka tvö hjá gestunum og Marvin Valdimarsson dúndraði niður þrist þegar eins sekúnda er eftir. Lekhlé. Rosalegt!!!!!!4. leikhluti | 93-91: Stjarnan fór í lokasókn. Stjörnumenn voru nærrum því búnir að missa boltann og leikhlé tekið 5 sek. eftir.4. leikhluti | 93-91: Brotið á Arnari Frey og hann fór á línuna. Annað vítið ofan í. Leikhlé tekið þegar 6 sek eru eftir.4. leikhluti | 92-91: Shouse minnkar muninn í eitt stig þegar 8 sek. eru eftir!!!4. leikhluti | 92-88: Fannar Helga. bætir við tveimur stigum og Keflavík reynir langa sókn.4. leikhluti | 92-86: Shouse bætir við tveimur stigum og Keflavík reyndi að taka langa sókn en fengu dæmda á sig sóknarvillu og þá lýkur Guðmundur Jónsson hefur lokið leik og það er tekið leikhlé þegar 49 sek. eru eftir.4. leikhluti | 92-84: Darryl Lewis bætir við tveimur stigum af línunni. 1:12 eftir.4. leikhluti | 90-84: Afsakið, jú það var dæmd villa á Craion og hefur hann lokið leik.4. leikhluti | 90-84: Það hlaut að koma að því, það hefur soðið upp úr hérna í TM-höllinni. Craion, Shouse og Fannar Helgason fóru í baráttu um boltann og úr varð rosalegur troðningur. Fannar stóð upp úr og var ekki sáttur og þurfti þrjá liðsfélaga til að stoppa manninn áður en hann rauk í einhvern. Shouse lá eftir og hafði fengið högg. Stjarnan á boltann og ekkert dæmt nema uppkast. 1:35 eftir.4. leikhluti | 90-84: Jón Sverrisson hefur lokið leik fyrir Stjörnuna með fimm villur. 2 mín eftir.4. leikhluti | 90-84: Marvin Valdimarsson bætir við 1 stigi af línunni. 2:38 eftir.4. leikhluti | 90-83: Það er tekið leikhlé þegar 2:38 eru eftir.4. leikhluti | 90-83: Heimamenn eru ekki að ná að skorar körfur, það er nóg eftir og Stjarnan er að ganga á lagið. 3:10 eftir.4. leikhluti | 90-81: Fannar Helgason hefur sýnt það að þegar á þarf að halda getur hann neglt niður þristum. 4:08 eftir.4. leikhluti | 90-78: Shouse bætti við tveimur stigum af vítalínunni og tapaði Keflavík svo boltanum en Shouse skrefaði og Keflavík á boltann þegar 4:38 eru eftir.4. leikhluti | 90-76: Magnús Þór Gunnarsson svarar í sömu mynt, þristur að hætti hússins. 5:09 eftir.4. leikhluti | 87-76: Darryl Lewis eykur forskotið í 14 stig en Shouse heldur áfram að hitta úr þristum. 5:38 eftir.4. leikhluti | 85-73: Hairston hefur lokið leik þegar 6:07 eru eftir af leiknum. Slæmar fréttir fyrir gestina.4. leikhluti | 85-73: Guðmundur Jónsson, Hairston og Jón Sverrisson eru allir komnir með fjórar villur. Það er verið að dæma dálítið mikið á bæði lið núna. 6:21 eftir.4. leikhluti | 83-73: Heimamenn hafa verið að leggjast í gólfið en eru ekki að fá neina samúð frá dómurunum. 7:27 eftir.4. leikhluti | 83-73: Shouse skorar fyrstu fjögur stig gestanna í fjórða leikhluta. Annars eru liðin að skiptast á að skora. 8:11 eftir.4. leikhluti | 79-69: Fjórði leikhluti er hafinn og heimamenn bæta tveimur stigum við. 9:15 eftir.3. leikhluti | 77-69: Valur bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Justin Shouse er orðinn sjóðandi heitur og þá meina ég bullandi heitur. Enn einn þristurinn frá honum og leikhlutanum lýkur. Átta stiga forskot heimamanna þegar 3/4 eru búnir.3. leikhluti | 73-66: Valur Valsson skorar þrist og það verður allt vitlaust á pöllunum. 40 sek eftir.3. leikhluti | 70-66: Magnús Þór og Fannar Helgason eitthvað að hnýta í hvorn annan, eins og þeirra er von og vísa. Þetta er ákveðið þema í viðureignum þessara liða. 56 sek. eftir.3. leikhluti | 70-66: Átta stig í röð núna frá Shouse, hann elskar að spila við Keflavík. Þvílíkar frammistöður sem við erum að fá frá leikmönnum hér í kvöld. 1:31 eftir.3. leikhluti | 70-61: Shouse svarar með þrist, hann var skilinn aleinn eftir fyrir utan. 2:40 eftir.3. leikhluti | 70-58: Átta stig í röð frá Magnúsi Gunn. 3:01 eftir.3. leikhluti | 68-58: Aftur er Magnús Þór á ferðinni og kemur muninum í 10 stig. Í tvígang núna hefur Keflavík einnig fiskað ruðning á Stjörnuna. 3:25 eftir.3. leikhluti | 63-58: Frábærlega varið skot frá Hairston sem skilar sér í tveimur stigum hinum megin. 4:20 eftir.3. leikhluti | 63-56: Magnús Þór Gunnarsson skorar rosalegann þrist með Shouse alveg ofan í sér og hleypir lífi í áhorfendur. 4:47 eftir.3. leikhluti | 60-56: Marvin Valdimarsson skorar góðann þrist, Stjarnan stal síðan boltanum og aftur skoraði Marvin. Keflavík tekur leikhlé þegar 5:47 eru eftir.3. leikhluti | 58-51: Liðin skiptast á körfum en Sjarnan er að vinna sig inn í þetta aftur. 7 mín. eftir.3. leikhluti | 56-47: Seinni hálfleikur er byrjaður og heimamenn skora fyrstu fjögur stigin áður en Dagur Kári skorar þrist. 8:41 eftir.2. leikhluti | 52-44: Shouse fékk tvö víti þegar sjö sek. voru eftir. Hann nýtti bæði, Keflavík fékk seinasta skotið sem geigaði. Átta stiga forskot heimamanna í hálfleik. Það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.2. leikhluti | 52-42: Tvö sóknarfráköst hjá Keflavík og Craion skilar boltanum í hús og 10 stiga munur. 12 sek. eftir.2. leikhluti | 50-42: Guðmundur Jónsson fær dæmda á sig óíþróttamannslega vill. Junior Hairston klúðrar vítunum og Stjarnan tapar síðan boltanum og Guðmundur Jónsson skorar þriggja stiga körfu. 1:05 eftir.2. leikhluti | 47-42: Fannar Helgason skorar þriggja stiga körfu og þjálfari heimamanna kallar strax til leikhlés, það eru 1:56 eftir.2. leikhluti | 47-39: Heimamenn skora næstu sex stig og ná að auka forskot sitt. Stjarnan neyðist til að taka leikhlé þegar 2:07 eru eftir. Stigin sex hafa komið eftir sóknarfrákast og tvo stolna bolta.2. leikhluti | 41-39: Tveggja stiga munur, Fannar Helgason var að minnka muninn af vítalínunni. 3:26 eftir.2. leikhluti | 41-37: Góður kafli hjá Stjörnunni núna, þeir hafa hægt og rólega saxað á forskot heimamanna. 3:50 eftir.2. leikhluti | 38-32: 0-5 sprettur hjá gestunum, þar af rosalegur þristur frá Degi Kára, hendin á varnarmanninum var nánast ofan í kokinu á honum. 5:08 eftir.2. leikhluti | 38-27: Heimamenn komust í 10-0 sprett í upphafi áður en Stjarnan komst á blað. Darryl Lewis skoraði síðan og komst á vítalínuna, vítið fór rétta leið og það er 11 stiga munur. 5:55 eftir.2. leikhluti | 31-23: Magnús Þór Gunnarsson er kominn inn á og stimplar sig inn með þrist. Á hinum enda vallarins eru heimamenn búnir að læsa búllunni. Stjarnan kemst hvorki lönd né strönd. 7:072. leikhluti | 28-23: Leikhlé tekið þegar 8:26 eru eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 28-23: Heimamenn skora fyrstu fimm stigin í leikhlutanum og eru því fimm stigumyfir. 8:48 eftir.2. leikhluti | 23-23: Annar leikhluti byrjaður og heimamenn klúðra boltanum, Valur Valsson skrefaði. 9:46 eftir.1. leikhluti | 23-23: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni og halda þau til leikhlés jöfn að stigum. Það er harka í þessu og megi það lengi halda áfram. 1/4 búinn.1. leikhluti | 21-21: Það er rosaleg barátta núna í heimamönnum, ná í fjögur sóknarfráköst í röð en koma samt boltanum ekki í. 1:07 eftir.1. leikhluti | 19-19: Guðmundur Jónsson jafnar leikinn af vítalínunni. 2:26 eftir.1. leikhluti | 17-19: Darryl Lewis með þrist og minnkar muninn í tvö stig. 2:40 eftir.1. leikhluti | 14-19: Stjörnumenn eru að ná að leysa vörn Keflvíkinga auðveldlega og eru þeir að fá mikið af auðveldum körfum í teignum, ásamt því að setja niður langskotin sín. 3:12 eftir.1. leikhluti | 12-16: Spretturinn var orðinn 0-11 hjá Stjörnunni áður en Craion náði að svara. 4 mín. eftir.1. leikhluti | 10-13: Stjörnumenn jöfnuðu og komust síðan yfir með þrist frá Marvin Valdimarssyni. 0-8 sprettur. 5:33 eftir.1. leikhluti | 10-8: Shouse skoraði þriggja stiga körfu til að minnka muninn í tvö stig. 6:40 eftir.1. leikhluti | 10-5: Craion bætti við tveimur stigum áður en heimamenn unnu boltann af Stjörnunni og var Craion aftur á ferðinni og jók muninn í fimm stig. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 6-5: Skrímslatroðsla frá Hairston. Þetta byrjar með látum. 8 mín. eftir.1. leikhluti | 6-3: Arnar Freyr Jónsson skorar fyrir Keflavík og fékk villu að auki. Vítið ratar heim. 8:25 eftir.1. leikhluti | 3-3: Stjörnumenn bættu við einu víti en heimamenn svöruðu með þrist og það er jafnt. 9:03 eftir.1. leikhluti | 0-2: Þetta er byrjað og gestirnir hefja leikinn í sókn og skora fyrstu stigin. 9:56 eftir.Fyrir leik: Seinustu upphitunarhringirnir eru teknir og það byrjar að heyrast í áhorfendum þegar liðin birtast í salnum. Ég ætla að lofa því að þetta verður rosalegt.Fyrir leik: Justin Shouse hefur farið mikinn í báðum leikjunum gegn Keflavík og hefur skorað 28 stig að meðaltali og gefið 9 stoðsendingar að meðaltali. Hjá Keflavík hefur Michael Craion skorað 23 stig að meðaltali ásamt því að taka 10 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Seinasti leikur liðanna í Ásgarði endaði með 98-89 sigri Stjörnumanna, þar sem Keflvíkingar virkuðu áhugalitlir. Heimamenn í kvöld hafa væntanlega lítinn áhuga á að fara í sumarfrí í kvöld og gera allt sem þeir geta til að fá allavega einn leik í viðbót. Stjarnan hefur samt spilað eins og þeir sem valdið hafa í seríunni og ætla þeir sér að klára einvígið í kvöld.Fyrir leik: Stjörnumenn geta slegið Keflavík út þriðja árið í röð í átta liða úrslitum vinni þeir í Keflavík í kvöld. Stjarnan hefur unnið í oddaleik undanfarin tvö ár.Fyrir leik: Síðastir til að sópa Keflvíkingum út úr úrslitakeppninni voru KR-ingar í undanúrslitunum 2009 en KR varð Íslandsmeistari það vor. KR-liðið þurfti þá fjórar framlengingar til að landa sigri númer þrjú. Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Stjarnan er komin í undanúrslit Dominos-deildar karla eftir að hafa sópað Keflavík, 3-0, í átta liða úrslitunum. Stjarnan vann magnaðan eins stigs sigur í Sláturhúsinu í kvöld. Keflavík var lengstum með nokkuð gott forskot en lokakaflinn var ótrúlegur. Síðustu 70 sekúndur leiksins fóru 10-2 fyrir Stjörnuna. Það var Marvin Valdimarsson sem tryggði Stjörnunni sigur með þriggja stiga körfu þrem sekúndum fyrir leikslok. Stjarnan mun mæta deildarmeisturum KR í undanúrslitunum. Leikurinn í TM-höllinni í Keflavík byrjaði með látum og var staða 6-5 fyrir heimamenn að tveimur mínútum liðnum og hafði ein skrímslatroðsla litið dagsins ljós frá Junior Hairston. Keflvíkingar tóku fyrstu almennilegu forystu kvöldsins þegar þeir komust í fimm stiga forystu 10-5. Stjarnan skoraði þá næstu 11 stig og voru þeir þá komnir með sex stiga forskot. Heimamenn náðu að jafna leikinn með góðum leikkafla og skiptust liðin síðan á að skora þangað til að leiktíminn rann út í fyrsta leikhluta. Heimamenn byrjuðu af miklum krafti í öðrum leikhluta og skoruðu fyrstu 10 stig fjórðungsin og voru rúmar fjórar mínútur liðnar þegar Stjarnan komst loks á blað. Gestirnir náðu þá góðum leikkafla og náðu að minnka muninn í tvö stig en þá kom aftur sprettur hjá heimamönnum sem hljóðaði upp á 11-5 á lokamínútum fyrri hálfleiks og gengu þeir til búningsklefa með átta stiga forskot. Það sem skilaði heimamönnum forskotinu var gífurleg barátta í sóknarfráköstum og stolnir boltar í vörninni. Því til dæmis voru heimamenn með 12 sóknarfráköst og sjö stolna bolta. Craion stal sex af þeim. Stigahæstir í hálfleik voru Darrel Lewis og Craion með 12 stig fyrir heimamenn. Hjá Stjörnunni var Shouse með 13 stig og fimm stoðsendingar. Í stuttu máli sagt, var seinni hálfleikurinn svakalegur körfuboltaleikur. Heimamenn byrjuðu betur og komust þeir í níu stiga forystu þegar rúmar fjórar mínútur voru liðnar af þriðja leikhluta. Stjarnan gerði þá sitt áhlaup og náðu þeir að koma muninum niður í fjögur stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta. Keflvíkingar enduðu þó fjórðunginn sterkara og þegar þriðja leikhluta lauk var Keflavík með átta stiga forystu. Keflavík hóf seinasta leikhlutann af svipuðum toga og þeir enduðu þann þriðja, af mikilli hörku og juku þeir jafnt og þétt við forskot sitt og voru þeir komnir í 14 stiga forystu þegar 5:09 voru eftir af leiknum og örugglega margir í stúkunni farnir að skipuleggja ferð í Garðabæinn á mánudagskvöldið. Þá tóku Stjörnumenn við sér, bitu í skjaldarendur og neituðu að gefast upp. Þeir nöguðu forskotið niður jafnt og þétt seinustu fimm mínúturnar. Keflavík náði ekki að skora nema þrjú stig á þessum fimm mínútum og gestirnir gengu á lagið. Þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum var staðan 93-91 Keflvíkingum í vil og Stjarnan átti boltann. Boltanum var kastað inn á Shouse sem náði ekki skoti en náði að koma boltanum á Marvin Valdimarsson sem skaut þriggja stiga skoti sem söng í netinu og um leið og allt súrefni hvarf úr Keflavíkur hlutanum í stúkunni gjörsamlega ærðist allt Stjörnumegin. Það var þó ein sekúnda eftir og Keflvíkingar fengu tækifæri til að stela sigrinum en skot Þrastar Jóhannessonar dansaði á hringnum áður en hann rúllaði út af og lokaflautan gall. Það verður að minnast á hlut Justin Shouse í leiknum en kappinn fann heldur betur fjölina sína í Keflavík í kvöld. Hann endaði með 37 stig og 10 stoðsendingar og skoraði hann 24 stig í seinni hálfleik. Hann reyndi 12 þriggja stiga skot í leiknum og rötuðu sjö þeirra rétta leið. Þvílíkur leikmaður. Stjörnumenn, sem enduðu í 7. sæti deildarinnar, eru því komnir í undanúrslit með því að sópa út Keflvíkingum sem enduðu í öðru sæti og eru vel að því komnir. Þeir munu mæta KR í undanúrslitum.Teitur: Skemmtilegt ferðalag að fá að vera aðeins lengur í körfubolta Fyrsta spurning sem blaðamaður bar upp fyrir Teit Örlygsson þjálfara Stjörnumanna var hvað hann hafi sagt við sína menn fyrir fjórða leikhlutann. „Við vorum búnir að vera að ná forystunni niður í þrjú til fjögur stig nokkrum sinnum áður en misstum þá alltaf frá okkur. Þetta var versti leikur okkar í seríunni hingað til. Ég veit ekki hvað við leyfðum þeim að taka mörg sóknarfráköst, í fyrri hálfleik tóku þeir 16 skotum fleiri en við. Samt var bara átta stiga munur og við hugsuðum bara að við ættum að laga þetta aðeins. Um leið og við fórum að taka varnarfráköst þá fengum við nokkrar hraðaupphlaupskörfur og minnkuðum muninn niður, það var reyndar full lengi að gerast.“ „Ég hugsa alltaf, ef þú ert inn í leiknum þegar það eru 2-3 mínútur eftir þá áttu alltaf möguleika. Þessi leikur er bara þannig gerður.“ Teitur var minntur á að Snæfell vann eitt sinn Íslandsmeistaratitil eftir að hafa endað í sjötta sæti deildarinnar og var spurður hvort það gæfi ekki góð fyrirheit upp á framhaldið að hafa klárað svona rimmu. „Það er náttúrulega geggjað að vera á meðal fjögurra bestu liða landsins eins og veturinn þróaðist hjá okkur. Hann var fullur af vonbrigðum, meiðslin hjá okkur hafa verið meiri núna í ár heldur en öll mín ár hjá Stjörnunni. Við erum samt að fara að mæta KR, sem eru búnir að vera rótsterkasta liðið í vetur þannig að við fögnum þessu bara. Við berum rosalega virðingu fyrir Keflavík og fórum þannig inn í seríuna. Við berum einnig virðingu fyrir KR en við erum ekki hræddir. Þetta er bara skemmtilegt ferðalag að fá að vera aðeins lengur í körfubolta.“Andy Johnston: Við spiluðum ekki af fullri getu „Ef maður tapar leik með þessum hætti, þá fylgir því ógleði nánast“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Keflavíkur eftir leik. Hann hélt áfram: „Sérstaklega þar sem þetta er í úrslitakeppninni í þriðja leik og höfum við nú lokið keppni. Ég er samt stoltur af strákunum mínum. Ég sagði þeim að við höfum spilað í kvöld eins og við höfum gert í allan vetur en ekki eins og seinustu leiki. Við verðum samt að hrósa andstæðingum okkar, þeir hittu úr erfiðum skotum.“ Andy var spurður hvort hann hefði útskýringu á því hvað hafi gerst fyrir Keflavík í úrslitakeppninni. „Ef ég vissi það þá myndi ég setja lausnina á flöskur og selja það og dvelja á sólarströnd allt árið. Tímabilið getur tekið á sig ýmsar myndir og nú er ég að svara spurningu þinni og fólk mun halda því fram að ég sé að koma með afsakanir. En ég segi að við spiluðum ekki af fullri getu undanfarnar vikur.“ Hann var þá spurður hvað væri næst á dagskrá hjá sér. „Ég þarf að jafna mig á þessari viðureign því ég er með unglingalið sem ég á enn eftir að þjálfa í vetur. Við áttum mjög gott tímabil og verðum við að byggja á því. Við enduðum tímabilið samt sem áður ekki eins og við höfðum ráðgert.“Keflavík-Stjarnan 93-94 (23-23, 29-21, 25-25, 16-25)Keflavík: Darrel Keith Lewis 20/7 fráköst, Michael Craion 18/11 fráköst/8 stolnir, Magnús Þór Gunnarsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5/5 fráköst, Andri Daníelsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0.Stjarnan: Justin Shouse 37/6 fráköst/10 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 19/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 17/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 12/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Matthew James Hairston 5/4 varin skot, Jón Sverrisson 4, Sæmundur Valdimarsson 0, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Keflavík - Stjarnan - Leikur þrjú í TM-höllinni - Textalýsing:4. leikhluti | 93-94:Keflavík náði lokaskoti og dansaði boltinn á hringnum áður en hann skoppaði út af. Stjarnan sópar Keflavík út í svakalegum leik, JESÚS.4. leikhluti | 93-94: Lokasókn taka tvö hjá gestunum og Marvin Valdimarsson dúndraði niður þrist þegar eins sekúnda er eftir. Lekhlé. Rosalegt!!!!!!4. leikhluti | 93-91: Stjarnan fór í lokasókn. Stjörnumenn voru nærrum því búnir að missa boltann og leikhlé tekið 5 sek. eftir.4. leikhluti | 93-91: Brotið á Arnari Frey og hann fór á línuna. Annað vítið ofan í. Leikhlé tekið þegar 6 sek eru eftir.4. leikhluti | 92-91: Shouse minnkar muninn í eitt stig þegar 8 sek. eru eftir!!!4. leikhluti | 92-88: Fannar Helga. bætir við tveimur stigum og Keflavík reynir langa sókn.4. leikhluti | 92-86: Shouse bætir við tveimur stigum og Keflavík reyndi að taka langa sókn en fengu dæmda á sig sóknarvillu og þá lýkur Guðmundur Jónsson hefur lokið leik og það er tekið leikhlé þegar 49 sek. eru eftir.4. leikhluti | 92-84: Darryl Lewis bætir við tveimur stigum af línunni. 1:12 eftir.4. leikhluti | 90-84: Afsakið, jú það var dæmd villa á Craion og hefur hann lokið leik.4. leikhluti | 90-84: Það hlaut að koma að því, það hefur soðið upp úr hérna í TM-höllinni. Craion, Shouse og Fannar Helgason fóru í baráttu um boltann og úr varð rosalegur troðningur. Fannar stóð upp úr og var ekki sáttur og þurfti þrjá liðsfélaga til að stoppa manninn áður en hann rauk í einhvern. Shouse lá eftir og hafði fengið högg. Stjarnan á boltann og ekkert dæmt nema uppkast. 1:35 eftir.4. leikhluti | 90-84: Jón Sverrisson hefur lokið leik fyrir Stjörnuna með fimm villur. 2 mín eftir.4. leikhluti | 90-84: Marvin Valdimarsson bætir við 1 stigi af línunni. 2:38 eftir.4. leikhluti | 90-83: Það er tekið leikhlé þegar 2:38 eru eftir.4. leikhluti | 90-83: Heimamenn eru ekki að ná að skorar körfur, það er nóg eftir og Stjarnan er að ganga á lagið. 3:10 eftir.4. leikhluti | 90-81: Fannar Helgason hefur sýnt það að þegar á þarf að halda getur hann neglt niður þristum. 4:08 eftir.4. leikhluti | 90-78: Shouse bætti við tveimur stigum af vítalínunni og tapaði Keflavík svo boltanum en Shouse skrefaði og Keflavík á boltann þegar 4:38 eru eftir.4. leikhluti | 90-76: Magnús Þór Gunnarsson svarar í sömu mynt, þristur að hætti hússins. 5:09 eftir.4. leikhluti | 87-76: Darryl Lewis eykur forskotið í 14 stig en Shouse heldur áfram að hitta úr þristum. 5:38 eftir.4. leikhluti | 85-73: Hairston hefur lokið leik þegar 6:07 eru eftir af leiknum. Slæmar fréttir fyrir gestina.4. leikhluti | 85-73: Guðmundur Jónsson, Hairston og Jón Sverrisson eru allir komnir með fjórar villur. Það er verið að dæma dálítið mikið á bæði lið núna. 6:21 eftir.4. leikhluti | 83-73: Heimamenn hafa verið að leggjast í gólfið en eru ekki að fá neina samúð frá dómurunum. 7:27 eftir.4. leikhluti | 83-73: Shouse skorar fyrstu fjögur stig gestanna í fjórða leikhluta. Annars eru liðin að skiptast á að skora. 8:11 eftir.4. leikhluti | 79-69: Fjórði leikhluti er hafinn og heimamenn bæta tveimur stigum við. 9:15 eftir.3. leikhluti | 77-69: Valur bætir við tveimur stigum af vítalínunni og Justin Shouse er orðinn sjóðandi heitur og þá meina ég bullandi heitur. Enn einn þristurinn frá honum og leikhlutanum lýkur. Átta stiga forskot heimamanna þegar 3/4 eru búnir.3. leikhluti | 73-66: Valur Valsson skorar þrist og það verður allt vitlaust á pöllunum. 40 sek eftir.3. leikhluti | 70-66: Magnús Þór og Fannar Helgason eitthvað að hnýta í hvorn annan, eins og þeirra er von og vísa. Þetta er ákveðið þema í viðureignum þessara liða. 56 sek. eftir.3. leikhluti | 70-66: Átta stig í röð núna frá Shouse, hann elskar að spila við Keflavík. Þvílíkar frammistöður sem við erum að fá frá leikmönnum hér í kvöld. 1:31 eftir.3. leikhluti | 70-61: Shouse svarar með þrist, hann var skilinn aleinn eftir fyrir utan. 2:40 eftir.3. leikhluti | 70-58: Átta stig í röð frá Magnúsi Gunn. 3:01 eftir.3. leikhluti | 68-58: Aftur er Magnús Þór á ferðinni og kemur muninum í 10 stig. Í tvígang núna hefur Keflavík einnig fiskað ruðning á Stjörnuna. 3:25 eftir.3. leikhluti | 63-58: Frábærlega varið skot frá Hairston sem skilar sér í tveimur stigum hinum megin. 4:20 eftir.3. leikhluti | 63-56: Magnús Þór Gunnarsson skorar rosalegann þrist með Shouse alveg ofan í sér og hleypir lífi í áhorfendur. 4:47 eftir.3. leikhluti | 60-56: Marvin Valdimarsson skorar góðann þrist, Stjarnan stal síðan boltanum og aftur skoraði Marvin. Keflavík tekur leikhlé þegar 5:47 eru eftir.3. leikhluti | 58-51: Liðin skiptast á körfum en Sjarnan er að vinna sig inn í þetta aftur. 7 mín. eftir.3. leikhluti | 56-47: Seinni hálfleikur er byrjaður og heimamenn skora fyrstu fjögur stigin áður en Dagur Kári skorar þrist. 8:41 eftir.2. leikhluti | 52-44: Shouse fékk tvö víti þegar sjö sek. voru eftir. Hann nýtti bæði, Keflavík fékk seinasta skotið sem geigaði. Átta stiga forskot heimamanna í hálfleik. Það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.2. leikhluti | 52-42: Tvö sóknarfráköst hjá Keflavík og Craion skilar boltanum í hús og 10 stiga munur. 12 sek. eftir.2. leikhluti | 50-42: Guðmundur Jónsson fær dæmda á sig óíþróttamannslega vill. Junior Hairston klúðrar vítunum og Stjarnan tapar síðan boltanum og Guðmundur Jónsson skorar þriggja stiga körfu. 1:05 eftir.2. leikhluti | 47-42: Fannar Helgason skorar þriggja stiga körfu og þjálfari heimamanna kallar strax til leikhlés, það eru 1:56 eftir.2. leikhluti | 47-39: Heimamenn skora næstu sex stig og ná að auka forskot sitt. Stjarnan neyðist til að taka leikhlé þegar 2:07 eru eftir. Stigin sex hafa komið eftir sóknarfrákast og tvo stolna bolta.2. leikhluti | 41-39: Tveggja stiga munur, Fannar Helgason var að minnka muninn af vítalínunni. 3:26 eftir.2. leikhluti | 41-37: Góður kafli hjá Stjörnunni núna, þeir hafa hægt og rólega saxað á forskot heimamanna. 3:50 eftir.2. leikhluti | 38-32: 0-5 sprettur hjá gestunum, þar af rosalegur þristur frá Degi Kára, hendin á varnarmanninum var nánast ofan í kokinu á honum. 5:08 eftir.2. leikhluti | 38-27: Heimamenn komust í 10-0 sprett í upphafi áður en Stjarnan komst á blað. Darryl Lewis skoraði síðan og komst á vítalínuna, vítið fór rétta leið og það er 11 stiga munur. 5:55 eftir.2. leikhluti | 31-23: Magnús Þór Gunnarsson er kominn inn á og stimplar sig inn með þrist. Á hinum enda vallarins eru heimamenn búnir að læsa búllunni. Stjarnan kemst hvorki lönd né strönd. 7:072. leikhluti | 28-23: Leikhlé tekið þegar 8:26 eru eftir af fjórðungnum.2. leikhluti | 28-23: Heimamenn skora fyrstu fimm stigin í leikhlutanum og eru því fimm stigumyfir. 8:48 eftir.2. leikhluti | 23-23: Annar leikhluti byrjaður og heimamenn klúðra boltanum, Valur Valsson skrefaði. 9:46 eftir.1. leikhluti | 23-23: Liðin skiptust á körfum á lokamínútunni og halda þau til leikhlés jöfn að stigum. Það er harka í þessu og megi það lengi halda áfram. 1/4 búinn.1. leikhluti | 21-21: Það er rosaleg barátta núna í heimamönnum, ná í fjögur sóknarfráköst í röð en koma samt boltanum ekki í. 1:07 eftir.1. leikhluti | 19-19: Guðmundur Jónsson jafnar leikinn af vítalínunni. 2:26 eftir.1. leikhluti | 17-19: Darryl Lewis með þrist og minnkar muninn í tvö stig. 2:40 eftir.1. leikhluti | 14-19: Stjörnumenn eru að ná að leysa vörn Keflvíkinga auðveldlega og eru þeir að fá mikið af auðveldum körfum í teignum, ásamt því að setja niður langskotin sín. 3:12 eftir.1. leikhluti | 12-16: Spretturinn var orðinn 0-11 hjá Stjörnunni áður en Craion náði að svara. 4 mín. eftir.1. leikhluti | 10-13: Stjörnumenn jöfnuðu og komust síðan yfir með þrist frá Marvin Valdimarssyni. 0-8 sprettur. 5:33 eftir.1. leikhluti | 10-8: Shouse skoraði þriggja stiga körfu til að minnka muninn í tvö stig. 6:40 eftir.1. leikhluti | 10-5: Craion bætti við tveimur stigum áður en heimamenn unnu boltann af Stjörnunni og var Craion aftur á ferðinni og jók muninn í fimm stig. 7 mín. eftir.1. leikhluti | 6-5: Skrímslatroðsla frá Hairston. Þetta byrjar með látum. 8 mín. eftir.1. leikhluti | 6-3: Arnar Freyr Jónsson skorar fyrir Keflavík og fékk villu að auki. Vítið ratar heim. 8:25 eftir.1. leikhluti | 3-3: Stjörnumenn bættu við einu víti en heimamenn svöruðu með þrist og það er jafnt. 9:03 eftir.1. leikhluti | 0-2: Þetta er byrjað og gestirnir hefja leikinn í sókn og skora fyrstu stigin. 9:56 eftir.Fyrir leik: Seinustu upphitunarhringirnir eru teknir og það byrjar að heyrast í áhorfendum þegar liðin birtast í salnum. Ég ætla að lofa því að þetta verður rosalegt.Fyrir leik: Justin Shouse hefur farið mikinn í báðum leikjunum gegn Keflavík og hefur skorað 28 stig að meðaltali og gefið 9 stoðsendingar að meðaltali. Hjá Keflavík hefur Michael Craion skorað 23 stig að meðaltali ásamt því að taka 10 fráköst að meðaltali í leik.Fyrir leik: Seinasti leikur liðanna í Ásgarði endaði með 98-89 sigri Stjörnumanna, þar sem Keflvíkingar virkuðu áhugalitlir. Heimamenn í kvöld hafa væntanlega lítinn áhuga á að fara í sumarfrí í kvöld og gera allt sem þeir geta til að fá allavega einn leik í viðbót. Stjarnan hefur samt spilað eins og þeir sem valdið hafa í seríunni og ætla þeir sér að klára einvígið í kvöld.Fyrir leik: Stjörnumenn geta slegið Keflavík út þriðja árið í röð í átta liða úrslitum vinni þeir í Keflavík í kvöld. Stjarnan hefur unnið í oddaleik undanfarin tvö ár.Fyrir leik: Síðastir til að sópa Keflvíkingum út úr úrslitakeppninni voru KR-ingar í undanúrslitunum 2009 en KR varð Íslandsmeistari það vor. KR-liðið þurfti þá fjórar framlengingar til að landa sigri númer þrjú.
Dominos-deild karla Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira