Stjörnulífið

Stjörnulífið

Fréttir af því helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að deila á samfélagsmiðlum síðustu daga.

Fréttamynd

Stjörnulífið: Óvænt gæsun, Afríkuferð og rauð viðvörun

Febrúar er farinn af stað með hvelli, lægð gekk yfir landið og metfjöldi í smittölunum í þessari viku. Þetta var stór vika hjá Sólborgu Guðbrandsdóttur, en hún afhjúpaði leyniverkefnið sitt í vikunni, sem er þáttaröðin Fávitar sem fara í sýningu hjá okkur á Stöð 2+ þann 16. febrúar.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Ég tek hatt minn ofan og nær öll föt líka“

Breytingar á samkomutakmörkunum glöddu marga um helgina og iðaði miðbærinn af lífi. Bankastræti Club var til dæmis troðfullur af fólki og er ljóst að margir hafa saknað djammsins. Birgitta Líf eigandi staðarins var auðvitað sjálf á staðnum, nýkominn úr skíðaferð í Ölpunum. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Tenerife, afmæli og fallhlífarstökk

Söngkonan og lagahöfundurinn Þórunn Clausen nýtti sunnudagskvöldið í að horfa á nýjasta þátt Svörtu Sanda. Hún sýndi frá þessu í hringrásinni sinni á Instagram. Birna María, stundum kölluð MCBibba, átti dekurdag og skellti sér í Bláa lónið.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Jólakúlur, glimmer og Disney World

Það styttist í jólin og er ljóst að Íslendingar eru flestir að komast í smá jólaskap. Þeir sem ekki eru búnir að finna jólaandann geta skoðað allt jólaefnið okkar hér á Lífinu, en við birtum daglega jólalög, jólaviðtöl og fleira skemmtilegt.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Leikhúslífið, langhlaup og marblettir

Það var nóg um að vera hjá Íslendingum síðustu daga og er sérstaklega skemmtilegt að haustdagskrá leikhúsanna er komin á fullt. Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem þekktir Íslendingar deildu með fylgjendum sínum síðustu daga. 

Lífið