Stjörnulífið: Bahama partý Harðar Björgvins og Ungfrú Ísland gæsuð Sól og hækkandi hitatölur glöddu landsmenn liðna viku með tilheyrandi útiveru og sumarstemmningu. Þar má nefna suðræna afmælisveislu knattspyrnukappans Harðar Björgvins Magnússonar og Viktors Sveinssonar athafnamanns, gæsun og Sjómannadaginn. Lífið 5. júní 2023 08:00
Stjörnulífið: Seðlabankastjóri í sólinni og íslenskur stjörnufans í Flórens Liðin vika á samfélagsmiðlum einkenndist af útlandagleði þjóðþekktra Íslendinga sem skemmtu sér á árshátíðum fyrirtækja, í brúðkaupum eða nærðu hina almennu sólarþrá. Lífið 30. maí 2023 08:00
Stjörnulífið: Tímamót, afmælisveislur og dýflissupartí Liðin vika var sannkölluð partívika þar sem fögnuðir af ýmsum tagi voru áberandi á samfélagsmiðlum. Nafnaveisla, útskrift og afmæli bera þar hæst. Lífið 22. maí 2023 08:09
Stjörnulífið: Gellufrí, Eurovision og Björk fékk sér ís Liðin vika einkenndist af Eurovision, suðrænni skemmtun, skvísulátum og almennri gleði. Þar má nefna árshátíð Þjóðleikhússins sem fór fram í Barcelona og virtist hin glæsilegasta, vinkonuhópar skemmtu sér á tónleikum poppstjörnunnar Beyoncé í Stokkhólmi og þemaafmæli Egils Einarssonar, Gillz, í anda norsku þáttaraðanna Exit á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ. Svo fékk Björk Guðmundsdóttir sér ís. Lífið 15. maí 2023 08:01
Stjörnulífið: Gæsun, GusGus og gleði Reykjavíkurborg iðaði af menningu og lífi um helgina í tilefni af HönnunarMars og áhrifavaldar landsins nutu sín í botn á hinum ýmsu viðburðum. Mikið var um árshátíðir og veisluhöld og hljómsveitin GusGus hélt ferna tónleika á Nasa, þar sem stiginn var trylltur dans. Margir fylgdust svo grant með krýningu Karls III Bretakonungs og klæddu sig upp í tilefni af því. Lífið 8. maí 2023 10:32
Stjörnulífið: Miðaldra stuð, maraþon, tíska og lífvörður í París Það var mikið fjör í miðbænum um helgina en ber þar helst að nefna tónleika Backstreet Boys og útskriftarsýningu fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands. Metnaðarfyllstu borgarar borgarinnar reimuðu sömuleiðis á sig hlaupaskóna og skokkuðu heilt eða hálft maraþon. Lífið 2. maí 2023 12:25
Stjörnulífið: Árshátíð RÚV, frumsýningar og tímamót Sumarið gekk loksins formlega í garð í síðustu viku og af samfélagsmiðlum að dæma tóku landsmenn því fagnandi. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við RÚV og Bestseller héldu stórar árshátíðir. Lífið 24. apríl 2023 12:33
Stjörnulífið: ABBA-dívur, utanlandsferðir og Bubbi í fantaformi Sólarlandaferðir, tónleikar og árshátíðir voru nokkuð áberandi á samfélagsmiðlum í liðinni viku. Veðrið lék við okkur hér á Íslandi en samt sem áður voru fjölmargir sem leituðu út fyrir landsteinana. Lífið 17. apríl 2023 12:00
Stjörnulífið: Bumbumyndir, búbblur og Bubbi í brauðtertugerð Páskahelgin er að baki og nutu vonandi sem flestir sín vel. Fjölmargir nutu páskanna á skíðum, á meðan aðrir skelltu sér til Ísafjarðar á Aldrei fór ég suður eða höfðu það huggulegt uppi í bústað. Lífið 11. apríl 2023 12:02
Stjörnulífið: Ástin, aprílgöbb og afmæli aldarinnar Viðburðarík vika er nú að baki og báru árshátíðir og afmæli þar hæst. Verðlaunavertíðin er ennþá í fullum gangi því Íslensku hljóðbókaverðlaunin voru veitt síðasta miðvikudag. Lífið 3. apríl 2023 12:17
Stjörnulífið: Verðlaun, skíði og lúxus Lóan er komin að kveða burt snjóinn. Í síðustu viku nýttu því margir tækifærið og skelltu sér á skíði áður en snjórinn kveður endanlega. Þá er verðlaunavertíðin ennþá í fullum gangi og voru Íslensku tónlistarverðlaunin veitt nú í vikunni. Lífið 27. mars 2023 11:31
Stjörnulífið: Hlustendaverðlaun, Eddan og rauði dregillinn í Köben Viðburðarík vika er nú að baki. Það er óhætt að segja að helgin hafi verið ein stór uppskeruhátíð fyrir tónlistar-, kvikmynda- og sjónvarpsfólk, því fram fóru bæði Hlustendaverðlaunin og Edduverðlaunin. Lífið 20. mars 2023 11:31
Stjörnulífið: Dívustælar, hversdagsleiki og nístandi kuldi Hversdagsleiki og nístandi kuldi einkenndu liðna viku. Þjóðþekktir einstaklingar gerðu sér dagamun meðal annars með árshátíðum, förðunarnámskeiði og líkamsræktaræfingum, á meðan aðrir flúðu kuldann út fyrir landsteinana. Lífið 13. mars 2023 12:01
Stjörnulífið: Söngvakeppnin, bónorð og tvöföld gleðitíðindi Um helgina völdu Íslendingar fulltrúa sinn í Eurovision. Söngvakeppnin setti því mikinn svip á síðustu viku og hefur keppnin líklega aldrei verið glæsilegri en í ár. Lífið 6. mars 2023 12:01
Stjörnulífið: Skvísuferð, bræður á skíðum og óléttutilkynning Síðasta vika var afar viðburðarrík. Seinni undankeppni Söngvakeppninnar fór fram, tískuvikan var haldin hátíðleg í London og fóru fjölmargir á árshátíðir. Lífið 27. febrúar 2023 10:21
Stjörnulífið: Konudagurinn, frumsýningarpartý og Söngvakeppnin Það var nóg um að vera í síðustu viku og um helgina. Konudagurinn var í gær og fór fyrra undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fram á laugardaginn. Lífið 20. febrúar 2023 10:48
Stjörnulífið: Sambandsafmæli, Idol og óléttubumbur Stór vika er að baki en á föstudaginn eignaðist þjóðin sína fimmtu Idolstjörnu, hana Sögu Matthildi. Idol einkenndi því vikuna hjá mörgum á meðan aðrir flúðu febrúarlægðina og ferðuðust út fyrir landsteinana. Lífið 13. febrúar 2023 13:04
Stjörnulífið: Brúðkaup, flutningar og Kaupmannahöfn Fyrsta vika febrúarmánaðar hér á landi var full af frumsýningum og sýningaropnunum. Íslendingar eru þó alltaf á farandsfæti og voru margar tískuskvísur sem gerðu sér ferð til Kaupmannahafnar í tilefni af tískuvikunni. Lífið 6. febrúar 2023 11:35
Febrúarspá Siggu Kling - Bogmaðurinn Elsku Bogmaðurinn minn, síðustu þrír mánuðir hafa verið eins og veðurfarið á Íslandi. Nóvember var heitasti mánuðurinn síðan 1950, desember sá kaldasti síðan mælingar hófust og núna er bara allskonar. Lífið 3. febrúar 2023 07:00
Stjörnulífið: Chicago, útskrift og Alparnir Það var nóg um að vera um helgina. Þorrablót voru haldin víða um landið og Harpan fylltist af nýútskrifuðum snillingum. Aðeins fjórir keppendur eru eftir í Idol, söngleikurinn Chicago var frumsýndur á Akureyri og lögin í Söngvakeppninni voru kynnt. Lífið 30. janúar 2023 10:03
Stjörnulífið: Þorrablót, bóndadagur og bónorð Það var nóg um að vera í síðustu viku. Á föstudaginn var bóndadagurinn haldinn hátíðlegur og skelltu margir sér á þorrablót um helgina. Lífið 23. janúar 2023 11:27
Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Skemmtikrafturinn Eva Ruza hélt upp á fertugsafmælið sitt um helgina og fór alla leið. Á meðal þeirra sem komu fram voru GDRN, Hreimur og Hjálmar Örn. Lífið 16. janúar 2023 11:19
Stjörnulífið: Íslendingar flýja kuldann og flykkjast í sólina Fallegar vetrarmyndir og sólbrúnir áhrifavaldar á sundfötum einkenna samfélagsmiðla þessa dagana. Lífið 9. janúar 2023 11:07
Stjörnulífið: Bónorð, glimmer og miðnæturkossar Árið 2022 heyrir nú sögunni til og er nýtt ár gengið í garð. Á þessum tímamótum virðist þakklæti vera ofarlega í hugum flestra. Þá voru glimmer og glamúr að sjálfsögðu allsráðandi um helgina. Lífið 2. janúar 2023 12:30
Stjörnulífið: Jólanáttföt, arineldur og snjór Jólin eru tíminn til að njóta og skapa minningar með fjölskyldu og vinum. Ef marka má samfélagsmiðla undanfarna daga hafa Íslendingar svo sannarlega notið jólahátíðarinnar í botn og tekið sér frí frá amstri hversdagsins. Lífið 27. desember 2022 11:28
Stjörnulífið: Jólatónleikar, París og frostið Jólaundirbúningurinn er nú í hámarki hjá flestum. Jólatónleikar, frostið og snjórinn voru áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga. Lífið 19. desember 2022 12:31
Stjörnulífið: Jólaundirbúningur, kvikmyndaverðlaun og rómantík í desember Jólaundirbúningur setti sinn svip á vikuna sem leið. Þá fylltist Harpa af prúðbúnum gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem að þessu sinni voru afhent á Íslandi. Lífið 12. desember 2022 10:31
Stjörnulífið: Jólagleði, bumbumyndir og gleðifréttir Desember er genginn í garð. Í gær var annar sunnudagur í aðventu og er jólahaldið komið á fullt. Vikan einkenndist því af jólatónleikum, jólaboðum og almennri jólagleði sem ætla má að ríki út næstu vikurnar. Lífið 5. desember 2022 11:52
Stjörnulífið: Fyrsti í aðventu, kókoshnetur og „góður dagur með Sönnu Marin“ Fyrsti í aðventu var í gær og það eina sem ætti að vera framundan eru jólaljós, heitt kakó, skreytingar og gleði í hjörtum. Listamenn landsins eru að gíra sig í gang fyrir jólatörnina og er spennan í hámarki. Lífið 28. nóvember 2022 11:32
Stjörnulífið: „Sá sem spottar bjórflöskuna fyrst fær fimmhundruð kall“ Stór tímamót eins og afmæli og edrú afmæli fengu að njóta sín á Instagram síðustu daga. Íslendingar virðast vera orðnir spenntir fyrir jólunum enda fyrsti í aðventu á sunnudaginn. Jólaseríur, skraut og einstaka jólatré eru meira að segja byrjuð að skjóta upp kollinum á samfélagsmiðlum. Lífið 21. nóvember 2022 12:30