Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Bakgarðshlaupið
Bakgarðshlaupið byrjaði á laugardagsmorgun og stendur enn yfir. Þrjú standa eftir, þau Mari Jaersk, Andri Guðmundsson og Elísa Kristinsdóttir.
Sonurinn skírður
Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson skírður frumburðinn, Birni Boða, við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði um helgina.
Loksins maí
Gummi kíró fagnar að maí mánuður sé genginn í garð.
Ást í útlöndum
Aron Can tónlistarmaður birti fallega paramynd af sér og kærustunni, Ernu Maríu Björnsdóttur, á ferðalagi erlendis.
Nadine gæsuð
Nadine Guðrún Yaghi forstöðumaður samskipta hjá flugfélaginu Play var gæsuð um helgina. „Besti dagur lífs mín,“ skrifar Nadine við mynd af gæsahópnum.
Listasýning í sólinni
Pattra Sryionge markarðsstjóri Sjáðu fór á listasýningu í Gallerí Port.
Blár og blíða
Elísabet Gunnars tískudrottning klæddist bláum fötum í stíl við umhverfið.
Menningarleg
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir spókaði sig um Chicago-borg og kíkti meðal annars á listasöfn milli tónleikahalds.
Telur niður dagana í dótturina
Leikkonan Þórdís Björk Þórfinnsdóttir birti fallegar óléttumyndir.
Systkinahlaupið 2024
Áslaug Arna fór í Systkinahlaupið ásamt fjölda fólks þar sem hlaupið var til styrktar Einstökum börnum.
Brúðkaup í sólinni
Tara Sif Birgisdóttir þjálfari og fasteignasali fagnaði ástinni í brúðkaupi ásamt eiginmanni sínum Elfari Elí um helgina.
Söngkeppni Samfés
Júlí Heiðar Halldórsson tónlistarmaður var í dómanefnd á söngkeppni Samfés 2024 ásamt Idolstjörnunni Sögu Matthildi og Birgi Steini Stefánssyni tónlistarmanni.
Byggir upp hárið eftir flétturnar
Aldís Amah Hamilton leikkona lét setja í sig fléttur sem gáfu henni betri innsýn í líf sem manneskju af tveimur kynþáttum.
Saknar Barre-tímanna
Sandra Björg Helgadóttir þjálfari saknar þess að fara í Barre-tíma sem hún hefur ekki stundað frá því að hún varð ólétt.
Húðflúr til minningar um gleðina í glimmerkjólnum
Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur fékk sér húðflúr á úlnliðinn. „Þegar ég verð gömul ætla ég að horfa á þessa kórónu og hugsa um tímana sem ég var á fullu í glimmerkjólunum mínum fræsandi um bæinn,“ skrifar Eva.
Glæsileg og geislandi
Jóhanna Helga Jensdóttir áhrifavaldur birti fallega óléttumynd af sér.
Stafræn listakona
Listakonan María Guðjohnsen lenti í þriðja sæti í keppni í stafrænni list í Bandaríkjunum um helgina.
Mæðgur í stíl
Móeiður Lárusdóttir athafnakona klæddi sig og dætur sínar í hvít og blá dress í stíl við grísku eyjuna Sifnos.
Konur í framboði
Ásdís Rán Gunnarsdóttir forsetaframbjóðandi birti mynd af sér ásamt Helgu Þórisdóttur og Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur frá Kappræðunum á Rúv.
Tónleikar í Salnum
Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör kom fram á tónleikum í Salnum í Kópavogi.