Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð, hefur tekið við sem nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann var kjörinn á fundi stjórnar Sambandsins í kjölfar landsþings í gær.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er auð­vitað al­var­legt mál“

„Þetta er auðvitað alvarlegt mál en ég verð að segja að ég auðvitað veit ekkert meira en hinn almenni maður. Það er að segja ég var ekki viðstödd þegar þessi samskipti áttu sér stað fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan.“

Innlent
Fréttamynd

Lokun Janusar er svikið kosninga­lof­orð um geð­heil­brigði

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 21. desember 2024 segir að sérstök áhersla verði lögð á að auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og að áfram verði stuðst við fjölbreytt rekstrarform. Þetta loforð hefur nú verið svikið með því að stjórnvöld hyggjast skera niður endurhæfingu fyrir ungt fólk með geðræna erfiðleika.

Skoðun
Fréttamynd

Hersir til Símans

Hersir Aron Ólafsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, og Steindór Emil Sigurðsson hafa verið ráðnir til Símans. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Símanum

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkis­stjórn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir Flokk fólksins ekki hafa breytt afstöðu sinni til sölunnar á Íslandsbanka, þó svo að fjármálaráðherra hafi í vikunni mælt fyrir frumvarpi þess efnis í vikunni. Það sem hafi hins vegar breyst sé að flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Að toga í sömu átt

Í rúman áratug hefur geðheilbrigðisþjónusta barna og þjónusta við börn með fjölþættan vanda verið föst í reiptogi á milli ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

„Við bara byrjum að moka“

Þjónusta við börn með fjölþættan vanda flyst frá sveitarfélögum til ríkisins samkvæmt samkomulagi stjórnvalda. Þá tekur ríkið alfarið yfir uppbyggingu hjúkrunarheimila . Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að kallað hafi verið eftir þessu í fimmtán ár. Félagsmálaráðherra vill byrja að moka.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent
Fréttamynd

„Það er að raun­gerast sem við óttuðumst“

Íbúi í Grindavík og formaður hollvinasamtaka um framtíðaruppbyggingu í bænum varð fyrir vonbrigðum með þær breytingar ríkisstjórnin mun gera á stuðningsaðgerðum við Grindvíkinga. Breytingarnar geri endurreisnarstarfið mun erfiðara og þyngra.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af öllum kröfum níu mótmælenda vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan hálf tólf.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð óperunnar á Ís­landi

Menning er undirstaða hvers samfélags og hefur djúpstæð áhrif á sjálfsmynd, tengsl og samheldni fólks. Menningin er spegill á þjóðarsál nútímans, fortíðar og í einhverjum tilfellum gluggi inn í framtíðina.

Skoðun
Fréttamynd

Nefndin skoði lög­reglu en ekki blaða­menn

Blaðamannafélagið hefur sent bréf til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fram kemur að ef nefndin ákveði að taka fyrir mál í tengslum við fjölmiðlaumfjöllun um framferði starfsfólks Samherja á árinu 2021 þurfi nefndin að beina sjónum sínum að viðbrögðum lögreglu í málinu og rannsókn hennar á þeim sex blaðamönnum sem fengu réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent
Fréttamynd

Lýð­ræði, gagn­sæi og vald­dreifing í Sósíal­ista­flokknum

Nýlega skrifaði Oddný Eir grein þar sem hún gagnrýnir þá sem hafa kallað eftir breytingum innan Sósíalistaflokksins og sakar okkur um að vinna gegn lýðræði. Þessar ásakanir eru bæði ósanngjarnar og rangar. Við sem höfum talað fyrir umbótum gerum það af einni ástæðu: að styrkja flokkinn okkar með auknu lýðræði, valddreifingu og gagnsæi.

Skoðun
Fréttamynd

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis- og varnar­mál

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 2014 og hernámu Krímskaga brugðust vestræn ríki með léttvægum viðskiptaþvingunum og hneykslan. En með hernáminu brutu Rússar nokkra samninga sem þeir höfðu undirritað.

Skoðun