Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Hann hefur ekki farið fram hjá kjósendum loforðaflaumur framboðanna þegar kemur að húsnæðismálum, „brjótum land, útrýmum lóðaskorti, einföldum byggingarreglugerð ...“ allt kunnugleg stef svona korteri fyrir kosningar. Skoðun 26. nóvember 2024 08:13
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Ísland er í fararbroddi meðal þjóða þegar kemur að jöfnuði í menntakerfinu. Félags- og efnahagslegir þættir hafa mun minni áhrif á námsárangur íslenskra barna en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi staða er ekki sjálfsögð; hún er ávöxtur kerfis sem hefur lagt áherslu á jafnt aðgengi að gæðum í menntun og traustan stuðning við öll börn, óháð bakgrunni þeirra. Skoðun 26. nóvember 2024 07:40
Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Enn og aftur stöndum við frammi fyrir manngerðum hörmungum sem dynja yfir skuldsett heimili og leigumarkaðinn. Atburðarrás sem virðist vera hönnuð af gæslufólki fjármagns og sérhagsmuna til að komast yfir sem mest af eignum og tekjum almennings. Skoðun 26. nóvember 2024 07:12
Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Vinstri græn leggja höfuðáherslu á umbætur í húsnæðismálum fyrir ungt fólk fyrir þessar kosningar. Þótt ýmislegt hafi gengið vel á Íslandi, þá er einn hópur sem hefur setið eftir umfram aðra. Kaupmáttur fólks á aldrinum 30-39 ára hefur staðið í stað í tuttugu ár. Skoðun 26. nóvember 2024 07:00
Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. Innlent 26. nóvember 2024 00:09
Tvær á toppnum Flestir vilja fá formann Samfylkingarinnar sem næsta forsætis- eða fjármálaráðherra þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Formaður Viðreisnar er í öðru sæti en tvöfalt fleiri, en í síðustu könnun, telja hana besta kostinn í stól forsætisráðherra. Sífellt færri vilja sjá formenn ríkisstjórnarflokkanna sem næsta leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Innlent 25. nóvember 2024 21:01
Willum Þór – fyrir konur Í tíð Willums Þórs Þórssonar sem heilbrigðisráðherra hefur hann unnið markvisst að kvenheilsumálum, sem hafa oft verið vanrækt í heilbrigðisumræðunni. Þrátt fyrir að kvenheilsa sé grundvallaratriði í lýðheilsu hafa þessi mál ekki fengið þá athygli sem þau eiga skilið. Skoðun 25. nóvember 2024 20:42
Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Við lifum á tímum áskorana þar sem mismunur á aðstæðum fólks getur haft djúpstæð áhrif á lífsgæði þess. Það er ekki nóg að bjóða upp á yfirborðskenndar lausnir eða frasa heldur er þörf á stefnu sem miðar að raunverulegum og varanlegum breytingum. Skoðun 25. nóvember 2024 20:22
Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu er að ala upp komandi kynslóðir. Að uppalendur og þeir sem eiga samskipti við börn og unglinga reyni að vera góðar fyrirmyndir og kappkosti að eiga góð samskipti við þau, allt með því markmiði að þau þroskist og dafni svo þeim farnist sem best í lífi og starfi. Skoðun 25. nóvember 2024 20:01
Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Það stefnir í mjög spennandi kosningar, en einhvern veginn finnst mér málefni barna og ungs fólks, ásamt öðrum tengdum málum, ekki vera nægilega áberandi í umræðunni eða rædd á markvissan hátt. Skoðun 25. nóvember 2024 18:42
„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. Innlent 25. nóvember 2024 18:05
Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Öll börn eiga að njóta fullra réttinda í samfélaginu óháð því hvernig þau skilgreina sig. Ofbeldi, útskúfun og áreitni í garð barna á aldrei að líðast. Skoðun 25. nóvember 2024 16:51
Ég á ‘etta, ég má ‘etta Nýlega varð 9 bókstafa orðskrípi óvænt fleiri-hundruð-og-fimmtíu-milljón króna virði. Ákveðið stórfyrirtæki vildi eignast orðið fyrir slikk en fékk ekki. Fram að þessu hafði enginn sýnt þessu „óíslenska orði” neinn áhuga, hvað þá að reyna að stela því. Skoðun 25. nóvember 2024 16:40
Viljum við sósíalisma? Ef á að koma á sjálfbæru þjóðfélagi þarf að koma böndum á kapítalismann, setja honum skorður og hverfa frá þessu öfga neyslusamfélagi sem hann hefur leitt til. Eina farsæla leiðin til minnkandi neyslu í þjóðfélaginu er aukin jöfnuður og aukið réttlæti í skiptingu gæða, sem er sósíalismi. Sósíalismi er samfélagskerfi sem leggur áherslu á aukið sameiginlegt eignarhald á framleiðslutækjum og jafnan aðgang að auðlindum og þjónustu. Skoðun 25. nóvember 2024 16:20
Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Snorri Másson, það er stundum erfitt að spá fyrir um áhrif nýrra aðstæðna sem maður kemur sér í. Þær aðstæður sem hafa reynst mér erfiðastar og hafa haft með öllu ófyrirsjáanleg áhrif eru nýir skór. Ég hef farið í bestu skóbúðir landsins og fest kaup á fallegustu og gerðarlegustu skóm sem hægt er að ímynda sér og ætlað mér að brúka þá á alls konar sigurgöngum á lífsleiðinni. Skoðun 25. nóvember 2024 16:12
Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land Suðurkjördæmi er með víðfemari kjördæmum landsins og það býr við hvað mestu umferðina. Við í Miðflokknum sjáum að staða þjóðvegakerfisins er orðin grafalvarleg vegna viðvarandi viðhaldsleysis og aukningar á umferð. Það er augljóst að mikilvægt er að verja raunverulegum skatttekjum af akstri og ökutækjum til uppbyggingar vegakerfisins og rjúfa kyrrstöðuna á landsbyggðinni þegar kemur að vegamálum. Skoðun 25. nóvember 2024 16:02
Lýðheilsa bænda Bændastéttin er hópur sem hefur gleymst í umræðum um kjaramál. Bændur hafa líka alveg týnst hvað varðar lýðheilsumál, veikinda- og orlofsrétt. Skoðun 25. nóvember 2024 15:51
Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Viðbrögð við hugmyndum um að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði eru kostulegar, en koma auðvitað ekki á óvart. Það má auðvitað ekki tala um lífeyrissjóðina í þessum kosningum, þeir eru heilagir, eins og alltaf. Skoðun 25. nóvember 2024 15:31
Glasið er hálffullt Í kosningabaráttu er ákveðnum hópum tíðrætt um að allt sé ómögulegt á Íslandi. Ég er mjög bjartsýn að eðlisfari og langar til þess að láta gott af mér leiða í þágu allra landsmanna. Síðustu daga hef ég velt mikið fyrir mér hvort glasið sé hálftómt líkt og haldið er fram hvort það sé hálffult og rúmlega það, heilt á litið. Skoðun 25. nóvember 2024 15:21
Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Einföldun regluverks og skilvirkari stjórnsýsla hefur verið leiðarljós í mínum störfum frá því ég tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um áramótin koma að fullu til framkvæmda umtalsverðar einfaldanir á stofnanakerfi ráðuneytisins en nú tek ég næsta skref með framlagningu frumvarps sem miðar að því að einfalda, samræma og stytta afgreiðslutíma leyfisumsókna í umhverfis- og orkumálum. Skoðun 25. nóvember 2024 15:13
Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Ég þekki það af eigin raun að vera hommi í samfélagi þar sem hinsegin fyrirmyndir voru fáar og réttarstaða okkar bág. Sem betur fer hefur margt breyst til hins betra frá því ég var ungur maður. En baráttan er ekki unnin. Skoðun 25. nóvember 2024 14:50
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Innlent 25. nóvember 2024 14:49
Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Lýðræðisflokkurinn vill að Ísland verði áfram sjálfstætt ríki í góðu samstarfi við umheiminn og stuðli að friði í heiminum, að hreinna umhverfi og velsæld allra þjóðfélagshópa. Þess vegna setjum við stórt spurningamerki við aðild að ESB og viljum jafnvel endurskoða EES samninginn. Ástæðan er einföld: Það sem er gott og gilt í stóru löndunum í Evrópu á oft ekki við hér á landi. Skoðun 25. nóvember 2024 14:21
Eitt lag enn með Lilju Í vikunni birtist greinin Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? eftir Magnús Loga Kristinsson myndlistarmann. Skoðun 25. nóvember 2024 14:12
Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Hér á Íslandi hafa talsmenn vindorkuvera reynt að hafa áhrif á sveitarfélög og stjórnmálaflokka. Ríkistjórnin okkar er ginnkeypt fyrir slíkum áhrifum. Búið er að samþykkja að reisa vindtúrbínuver við Búrfell og í Garpsdal á Vesturlandi. Skoðun 25. nóvember 2024 14:01
Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Svarið er einfalt: Viðreisn er ekki jafnaðarflokkur. Skoðun 25. nóvember 2024 13:51
Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Hægrimenn hafa óskaplega gaman af því að vitna í Margréti Thatcher sem einhvern tímann mun hafa sagt að gallinn við sósíalisma væri að á endanum verði maður uppiskroppa með annarra manna peninga til að sólunda. Skoðun 25. nóvember 2024 13:20
Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. Innlent 25. nóvember 2024 13:04
Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Undanfarna áratugi hafa framfarir á sviði lækninga verið gríðarlegar. Sjúkdómar sem áður voru nánast dauðadómur eru meðhöndlaðir í dag og batalíkur hafa stóraukist. Lyfjameðmerðir eiga m.a. þarna stóran þátt og sjúklingar finna að batalíkur aukast sem er stór þáttur í baráttunni við að fást við alvarleg veikindi. Skoðun 25. nóvember 2024 12:50
Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. Skoðun 25. nóvember 2024 12:33