Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Sam­töl við kjós­endur standa upp úr

Jóhannes Loftsson, stofnandi Ábyrgrar framtíðar segir það sérstakt að kjósa en geta ekki veitt sjálfum sér atkvæði, þar sem hann býr í Reykjavík suður en flokkurinn býður fram í Reykjavík norður.

Innlent
Fréttamynd

Heiðar­leiki er ó­frá­víkjan­leg krafa

Samtölin sem ég hef fengið að eiga í þessari kosningabaráttu eru bæði fjölmörg og gífurlega dýrmæt. Við Píratar höfum lagt mikla áherslu á að eiga hreinskilin og innihaldsrík samskipti við kjósendur. Samtölin hafa veitt okkur ómetanlega innsýn í þau málefni sem brenna helst á fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir út­sendara skipu­lagðra glæpa­sam­taka hér á landi?

Það var frétt á Dv.is sem ég las föstudaginn 29.11.2024 með fyrirsögninni: Mohamed og Sunneva hljóta þunga dóma fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot – bræður undir lögaldri sóttu pakkann. Í dómnum kom fram að Mohamed var í september 2019 dæmdur í áfrýjunarrétti Vestur-Svíþjóðar í átján mánaða fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl og jafnframt vísað frá Svíþjóð og bönnuð endurkoma fyrir 7. október 2024.

Skoðun
Fréttamynd

Tekist að opna alla kjör­staði í Norðaustur­kjör­dæmi

Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu.

Innlent
Fréttamynd

Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist bjartsýn fyrir daginn, þó flokkurinn hafi ekki verið að koma vel út úr könnunum en hann hefur þó bætt við sig í síðustu könnunum. Hún segist finna fyrir því að fólk sé að snúa aftur til VG.

Innlent
Fréttamynd

Sam­vinna er leiðin til hag­sældar

Frjálsar kosningar eru hornsteinn þess lýðræðissamfélags við búum í og blessunarlega er virk lýðræðisþátttaka er eitt af því sem hefur einkennt íslenskt samfélag. Í dag fara fram afar mikilvægar kosningar og skera um í hvað átt samfélagið okkar þróast á næstu árum.

Skoðun
Fréttamynd

Á sér langa sögu eld­fimra um­mæla

Oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sem kærður hefur verið fyrir ummæli gagnvart trans fólki á sér langa sögu slíkra ummæla. Þá hafa mótframbjóðendur hans orðið fyrir barðinu á ummælum hans. 

Innlent
Fréttamynd

Auð­velt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir valið hafa verið auðvelt á kjörstað í morgun, þó hann sé í þeirri skrítnu stöðu að geta ekki kosið sjálfan sig.

Innlent
Fréttamynd

„Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“

Sanna Magdalena Mörtudóttir, leiðtogi Sósíalistaflokksins í Alþingiskosningunum, greiddi atkvæði í Vesturbæjarskóla á slaginu níu í morgun, þar sem hún var fyrst til að kjósa. Í samtali við fréttastofu sagðist Sanna vongóð fyrir daginn. Hún sagðist ánægð með alla þá sem hafa komið að framboði Sósíalistaflokksins undanfarin misseri.

Innlent
Fréttamynd

Við­varanir komnar í gildi og orðið ó­fært sums staðar

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú.

Veður
Fréttamynd

Það er komið að þér

Flokkur fólksins berst fyrir því að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, og að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eiga ekki að vera einkaréttur útvalinna. Það segir okkur nokkuð um samfélag okkar og kerfi þegar í einu ríkasta samfélagi heims að stofna þurfi nýja stjórnmálaflokk til að berjast gegn fátækt, Flokk fólksins.

Skoðun
Fréttamynd

Lang­þreyttir kjó­sendur hafa tæki­færi til breytinga

Það hefur vakið athygli mína og áhyggjur hversu marga ég hef hitt á þeim stutta tíma síðan ég bauð mig fyrst fram til Alþingis, sem nenna ekki að kjósa lengur því það „breytist hvort eð er aldrei neitt“. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir síðustu kosningar en minna nú, enda liggja breytingar í loftinu, hvort sem þær verða raunverulegar þegar á reynir eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Í dag kýs ég Sjálf­stæðis­flokkinn

Kjörtímabilið sem lýkur nú í dag, hefur ekki alltaf verði mér einhver gleðiganga eða dans á rósum. Ég var einn af mörgum efasemdamönnum um það stjórnarsamstarf sem slitið var fyrir stuttu og boðað til þeirra kosninga sem við göngum til nú í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Við þurfum Grím á þing

Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

Kosninga­vaktin: Sögu­legar kosningar að baki

Eftir snarpa baráttu eru sögulegar Alþingiskosningar að baki. Sjálfstæðisflokkur fékk sína verstu kosningu frá upphafi og Samfylkingin er stærsti flokkur landsins í annað sinn í sögunni. Þá eru bæði Vinstri græn og Píratar dottin af þingi á meðan Viðreisn og Flokkur fólksins uppskáru ríkulega.

Innlent
Fréttamynd

Mestu flokkaflakkararnir

Minnkandi flokkshollusta í íslenskri pólitík og lítill munur á stefnumálum hefur gert það að verkum að stjórnmálamenn eru farnir að flakka í meiri mæli á milli flokka. En spurningin er hver er mesti flokkaflakkarinn?

Innlent
Fréttamynd

Að refsa eða treysta VG?

Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­kost­leg tíma­skekkja

Ég hef verið svo heppin að kynnast Svandís Svavarsdóttur á síðustu árum sem matvælaráðherra og svo innviðaráðherra. Hún hefur nefnilega verið stórkostlega hlustandi og auðmjúkur ráðherra allan tímann, á sama tíma og hún er einhver mesti nagli og vinnuþjarkur sem ég hef kynnst. Svokallaður grjótharður femínisti.

Skoðun
Fréttamynd

„Án okkar verður ekki til miðjustjórn“

Sindri Sindrason leit við á hliðarheimili Sigurðar Inga Jóhannssonar í vikunni og fékk sér morgunbolla með formanni Framsóknarflokksins. Ráðherra í dag, en það gæti breyst í kosningunum á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkis­stjórn

Ég væri til í að geta deilt innsýninni sem ég hef fengið undanfarin nokkur ár. Bæði utan flokks sem áhorfandi og svo eftir að ég skráði mig í starf Ungra Vinstri Grænna (UVG). Ég hef lengi brunnið í skinninu fyrir jafnrétti af öllu tagi og er róttæk í minni afstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Tæp­lega helmingi líst vel á Sam­fylkingu og Við­reisn í ríkis­stjórn

Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Auðir og ó­gildir með kosningakaffi

Kosningakaffi fyrir auða og ógilda verður haldið í Tjarnarbíó á morgun frá fjögur til sex. Boðið verður upp á vöfflur og barmmerki eins og um alvöru stjórnmálahreyfingu sé að ræða.

Lífið