Innlent

Ræddu undan­þágu losunarheimilda

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kristrún og Ursula funduðu í dag.
Kristrún og Ursula funduðu í dag. Stjórnarráðið

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fundaði í dag með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópráðsins. Fjöldi mála var á dagskrá.

Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að Kristrún og von der Leyen hafi meðal annars rætt stöðu alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, efnahags- og tollamál, málefni Evrópska efnahagssvæðisins og samstarf Íslands við ESB.

„Við ræddum meðal annars losunarheimildir í flugi og sérstaka undanþágu Íslands sem rennur út í lok árs. Þetta er afar mikilvægt hagsmunamál fyrir íslenska flugrekendur og við áttum uppbyggilegt samtal um hugsanlegar lausnir fyrir Ísland,” er haft eftir Kristrúnu.

Fyrr í mánuðinum ræddi Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, forstöðumaður hjá Icelandair, reglugerð Evrópusambandsins sem felldi niður fríar losunarheimildir. Ísland fékk sérstaka undanþágu sem rennur í lok árs 2026. 

Kristrún og von der Leyen árétta einnig afdráttarlausan stuðning sinn við Grænland og Danmörku.

„Samskipti ESB og Íslands standa á afar traustum grunni og í ljósi aðstæðna er mikilvægt að halda áfram öflugri hagsmunagæslu við forsvarsmenn framkvæmdastjórnarinnar og aðildarríkja ESB,“ segir Kristrún.

Vinnufundur þeirra er liður í samtali um samstarf Íslands og Evrópusambandsins. Kristrún hefur tvisvar sinnum fundað með forsetanum, annars vegar í Brussel í apríl og á Íslandi í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×