Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. Innlent 19. júní 2019 22:01
Samþykktu gjaldtöku vegna fiskeldis Frumvarpið felur einnig í sér að stofnaður verði fiskeldissjóðir og að Fiskistofa annist framkvæmd laganna. Innlent 19. júní 2019 17:41
ISI ræður Kviku og Lex fyrir skráningu á aðalmarkað Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Iceland Seafood International hefur ráðið Kviku banka og lögmannsstofuna Lex sem ráðgjafa í tengslum við skráningu fyrirtækisins á aðalmarkað Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 19. júní 2019 09:30
Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. Innlent 19. júní 2019 06:00
22 tonna skip strand við Stykkishólm Björgunarsveitir á norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út skömmu eftir hádegi í dag vegna skips sem hafði strandað fyrir utan Stykkishólm. Innlent 18. júní 2019 13:36
Kröfu um ógildingu leyfis til sjókvíaeldis í Dýrafirði hafnað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur kveðið upp úrskurð og hafnað kröfu um að ógilda ákvörðun Matvælastofnunar frá 22. desember 2017 um að veita Artic Sea Farm hf. rekstrarleyfi fyrir 4.000 tonna ársframleiðslu á laxi eða regnbogasilungi í sjókvíum í Dýrafirði. Innlent 18. júní 2019 11:24
Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi. Innlent 17. júní 2019 07:15
Óttast að frestun frumvarpsins veiti fiskeldisöflunum byr undir báða vængi Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og samtökin Iceland Wildlife Fund leggjast bæði gegn fiskeldisfrumvarpi sjávarútvegsráðherra. Innlent 14. júní 2019 13:30
„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. Innlent 13. júní 2019 18:30
Hafró leggur til þriggja prósenta aukningu á aflamarki þorsks Aflamark ýsu lækkar um 28 prósent. Innlent 13. júní 2019 10:43
Laxeldi í Ísafjarðardjúpi er skurðpunktur átakanna Atvinnuveganefnd Alþingis er að fara höndum um frumvarp Sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Skoðun 13. júní 2019 10:28
Barist fyrir norskum hagsmunum Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) heyja nú harða baráttu fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtækin á Íslandi greiði sem allra minnst fyrir nýtingu hafsvæða í eigu þjóðarinnar. Helst vilja samtökin að þau greiði ekki neitt, eins og má til dæmis sjá í nýlegri umsögn þeirra til Alþingis vegna fyrirhugaðrar lagasetningar. Skoðun 13. júní 2019 09:45
Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári. Viðskipti innlent 12. júní 2019 08:00
Fleiri leggjast á árarnar gegn fiskeldi í opnum sjókvíum Fyrirtæki og umhverfissamtök lýsa yfir stuðningi við baráttuna gegn fiskeldi í opnum sjókvíum. Veitingamaður sem rekur fjóra veitingastaði í miðborginni segir erlenda viðskiptavini vilja hreina framleiðslu á matvælum og segir orðspor landsins í húfi. Það skipti máli hvaðan hráefnið kemur. Innlent 12. júní 2019 06:15
Ráðuneytið snýr við ákvörðun Fiskistofu vegna Kleifabergs Fiskistofa svipti skipið veiðileyfi í þrjá mánuði á grundvelli myndbanda sem sýndi áhöfnina kasta burt afla. Innlent 11. júní 2019 17:38
Hafnfirðingar fá 150 manna vinnustað og útgerð í bónus Fimm hæða nýbygging Hafrannsóknastofnunar er komin í fulla hæð við Hafnarfjarðarhöfn. Byggingin þykir framúrstefnuleg og sögð verða eitt af kennileitum Hafnarfjarðar. Innlent 6. júní 2019 21:44
Þrettán milljarða króna söluhagnaður Hvals Hvalur, sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, bókfærði liðlega 13 milljarða króna hagnað af sölu hlutabréfa á síðasta rekstrarári, frá október árið 2017 til september árið 2018, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins, en hagnaðurinn skýrist að mestu af sölu dótturfélagsins Vogunar á þriðjungshlut í HB Granda. Viðskipti innlent 5. júní 2019 07:15
Hvalvertíðin blásin af, veiðileyfi kom of seint Engar hvalveiðar verða þetta sumarið hjá Hval hf. Skýringin er sögð sú að veiðileyfi hafi komið of seint til að nægur tími gæfist til að ljúka nauðsynlegu viðhaldi á hvalbátunum. Innlent 4. júní 2019 21:23
Bálreiðir netverjar herja á sjómennina tvo: „Er allt í lagi að limlesta börnin mín og drekkja þeim af því að ég er svo ógeðslegur?“ Leikarinn Jason Momoa birti á Instagram nöfn skipverjanna sem skáru sporðinn af hákarli og slepptu aftur út í sjó. Síðan þá hafa þeir orðið fyrir miklu níði á samfélagsmiðlum. Innlent 3. júní 2019 20:34
Einn nýjasti togari HB Granda seldur til Rússlands Aðeins tvö ár eru síðan Engey RE 1 kom til landsins. Viðskipti innlent 3. júní 2019 13:52
Jason Momoa lætur skipverjana á Bíldsey heyra það Leikarinn Jason Momoa er harðorður í garð skipverjanna á bátnum Bíldsey SH-65. Innlent 2. júní 2019 22:15
Rís upp til varnar skipverjum á Bíldsey Ólafur Arnberg sjómaður til áratuga segir til skammar að sjómennirnir hafi verið reknir. Innlent 31. maí 2019 15:30
Formlegt samstarf um eldsvoða á sjó ekki til staðar Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir ramma skorta utan um eldsvoða úti á rúmsjó í íslenskri landhelgi. Innlent 31. maí 2019 08:15
Heiðveig tekur annan formannsslag Heiðveig María Einarsdóttir hefur tilkynnt um framboð sitt til formanns Sjómannafélags Íslands á ný. Innlent 31. maí 2019 06:30
Heiðveig María býður fram til stjórnar Sjómannafélagsins Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur ákveðið að bjóða fram til stjórnar Sjómannafélags Íslands. Innlent 30. maí 2019 09:57
Hákarl skorinn úr línu án þess að skera sporðinn Mikið hefur verið rætt um skipverjana á Bíldsey SH 65 sem skárðu sporð af hákarli sem flæktist í línu í bátnum nýverið. Innlent 29. maí 2019 16:00
Þriðja skipverjanum sagt upp Stjórn Sæfells hf. hefur sagt upp þriðja skipverjanum á Bíldsey SH eftir að myndbandsbrot þar sem sjá má skipverja skera sporð af hákarli og sleppa honum lausum komst í birtingu. Innlent 29. maí 2019 11:47
Búið að ræða við skipverjann sem bíður sektar eða kæru til lögreglu Fulltrúi Matvælastofnunar hefur rætt við skipverja á Bíldsey SH sem skar sporð af hákarli sem hafði fest sig í línu bátsins. Innlent 29. maí 2019 10:58
Sjómenn miður sín vegna hákarlsmálsins Gæti reynst erfitt fyrir sjómennina sem uppvísir urðu af dýraníði að finna sér nýtt pláss. Innlent 29. maí 2019 10:36
Skipverjunum sem skáru sporð af hákarli sagt upp Stjórn Sæfells hf., hafa sagt upp skipverjunum tveimur sem skáru sporð af hákarli og slepptu honum svo lausum. Innlent 28. maí 2019 17:09