IWF kærir MAST til ÚU Jakob Bjarnar skrifar 23. febrúar 2021 13:07 The Icelandic Wildlife Fund (IWF) hefur kært Matvælastofnun (MAST) til úrskurðarnefndar um upplýsingamál (ÚU) og krefst þess að nefndin hlutist til um að MAST birti upplýsingar um eftirlit með sjókvíaeldisfyrirtækjum í samræmi við lög og reglur. „Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“ Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
„Við hjá IWF fögnum því að úrskurðarnefndin hefur brugðist hratt við erindi okkar, en staðan er þó sú að þann 2. og 3. mars renna út umsagnafrestir, hjá MAST annars vegar og Umhverfisstofnun hins vegar, vegna breytinga á leyfum Fiskeldis Austfjarða án þess að þessar lögbundnu upplýsingar séu aðgengilegar,“ segir Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins eða The Icelandic Wildlife Fund (IWF). ÚU hefur tekið málið til meðferðar og kallað eftir gögnum frá aðilum máls. Ný reglugerð um fiskeldi gildi 1. júní 2020 en frá þeim tíma hefur MAST aldrei birt þær upplýsingar sem stofnuninni er skylt að gera. Reglugerðin byggir á lögum sem voru samþykkt á Alþingi 2019 og tóku gildi 1. janúar 2020. Málið er liður í langvarandi baráttu IWF við fiskeldisfyrirtækin en ítrekað hafa samtökin bent á þá umhverfisvá sem þeir telja að fylgi einkum sjókvíaeldinu. Ber lögum samkvæmt að birta upplýsingar „Við höfum ítrekað óskað eftir því við MAST að fá aðgang að þessum upplýsingum,“ segir Jón Kaldal, talsmaður IWF. „Það er fráleit staða að þurfa að leita til úrskurðarnefndarinnar til að fá aðgang að upplýsingum sem MAST er skylt að birta. Sjókvíaeldi á laxi er mengandi iðnaður og þetta eru mikilvægar upplýsingar um þessa starfsemi.“ Meðal þeirra upplýsinga sem IWF hefur óskað eftir eru skýrslur með lýsingu á því sem fram kom í nýjustu eftirlitsheimsóknum MAST til þeirra fyrirtækja sem stunda sjókvíaeldi hér við land og hvort starfsemin sé í samræmi við rekstrarleyfisskilyrði, en samkvæmt reglugerðinni skal Matvælastofnun „leitast við að birta ofangreint innan tveggja mánaða frá eftirlitsheimsókn.“ Og niðurstöðum vöktunar á viðkomu sníkjudýra og MAST skal birta innan tuttugu daga eftir skil frá sjókvíaeldisfyrirtækjunum samkvæmt reglugerðinni. Segir um óásættanleg lausatök að ræða Jón bendir á að í greinargerð sem fylgdi með drögum að frumvarpinu um breytingar á lagaákvæðum um fiskeldi, og var samþykkt á Alþingi í júní 2019, var sérstakur kafli um bætt eftirlit og upplýsingaskyldu opinberra stofnana um sjókvíaeldisiðnaðinn. Þar kemur fram að því sé ætlað að ætlað að leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirliti með fiskeldi. Og krafa gerð um aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi. Jón segir að MAST hafi þessi fyrirmæli að engu. „Þetta ástand er í raun lýsandi fyrir óásættanleg lausatök opinberra stofnana með þessum mengandi iðnaði sem skaðar umhverfið og lífríkið.“
Stjórnsýsla Fiskeldi Félagasamtök Lax Umhverfismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira