Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er Árskógsströnd heimsótt. Þar eru systurþorpin Hauganes og Árskógssandur, sem bæði byggðust upp á fiskveiðum, en aðeins þriggja kílómetra loftlína er á milli þeirra.
Á Hauganesi eru hefðbundnar fiskveiðar orðnar hverfandi og bundnar við landanir tveggja smábáta yfir sumartímann. Þar er rótgróin saltfiskverkun búin að taka vinnsluhúsið undir ferðamannakynningu samhliða verkun.
„Það fer minnkandi, öll þessi fiskvinnsla. Það þarf bara að vera í nýjustu tísku og nýta sér þessa ferðastarfsemi. Það þarf alltaf að finna upp á nýjum leiðum til að halda starfinu gangandi,“ segir starfsmaður Ektafisks, Sigmar Ágúst Reykjalín Hjelm, fimmta kynslóð saltfiskverkenda á Hauganesi.
Hér má sjá myndskeið úr þættinum: