Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Þorgerður Anna dregur sig úr landsliðshópnum

    Það er búið að fækka um fjóra í íslenska kvennalandsliðshópnum sem er á leiðinni á EM í Serbíu í desember. Athygli vekur að skyttan unga, Þorgerður Anna Atladóttur, dregur sig úr hópnum vegna persónulegra ástæðna.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK og FH mætast í Símabikarnum

    Bikarkeppni HSÍ fékk nýtt nafn í hádeginu en nú verður keppt í Símabikarnum þar sem að Eimskip, sem hefur verið styrktarðili bikarkeppninnar síðustu ár hélt samstarfi við HSÍ ekki áfram. Dregið var um leið í 16 liða úrslitin hjá bæði körlum og konum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HK upp að hlið FH

    HK-konur komust upp að hlið FH í 4. til 5. sæti N1 deildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Gróttu, 23-19, á Seltjarnarnesi í kvöld. HK-konur náðu þarna að rífa sig upp eftir stórt tap á móti Íslandsmeisturum Vals á þriðjudaginn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hrafnhildur reddaði skóm á allt landsliðið

    Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði Vals og íslenska kvennalandsliðsins, fer fyrir sínu liði jafnt innan sem utan vallar. Hrafnhildur og félagar hennar í landsliðinu eru að fara að keppa á sínu þriðja stórmóti í röð í næsta mánuði en það þurfti einkaframtak frá henni sjálfri til að útvega nýja skó á allar landsliðsstelpurnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Áttundi stórsigur Valskvenna í röð - myndir

    Valskonur eru aftur komnar á topp N1 deildar kvenna í handbolta eftir 23 marka sigur á HK, 44-21, í Digranesi í kvöld en leikurinn var færður til vegna þátttöku Valsliðsins í Evrópukeppninni um síðustu helgi.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Eins og draugar á fyrstu æfingunni

    Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og félagar hennar í kvennaliði Vals voru grátlega nálægt því að komast áfram í Evrópukeppninni um síðustu helgi þegar þær féllu út á móti rúmenska liðinu H.C. Zalau á færri mörkum skoruðum á útivelli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur

    Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin.

    Sport
    Fréttamynd

    Þær eru ógeðslega stórar

    Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Sigur hjá ÍBV í Eyjum

    ÍBV festi stöðu sína í þriðja sæti N1-deildar kvenna í kvöld er liðið vann fjögurra marka sigur, 28-24, gegn Haukum í Vestmannaeyjum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Fram og Valur safna áfram stórsigrum

    Fram og Valur eru áfram með fullt hús á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir stórsigra í dag. Fram hefur unnið alla sjö leiki sína en Valskonur hafa unnið alla sex leiki sína. Það er ekki búist við að liðin tapi stigum fyrr en þau mætast innbyrðis í fyrsta sinn en það verður ekki fyrr en eftir áramót.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 23-26

    Fram er enn taplaust á toppi N1 deildar kvenna eftir þriggja marka sigur á Stjörnunni á útivelli 26-23. Jafnt var í hálfleik 13-13 en Fram náði mest fimm marka forystu eftir hlé og vann nokkuð öruggan sigur.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valur vann í Valencia

    Valsstúlkur gerðu sér lítið fyrir í kvöld og skelltu spænska liðinu Valencia, 27-22, í fyrri leik liðanna í 2. umferð EHF-keppninnar í handknattleik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Búin að brosa mikið þrátt fyrir stórt tap

    Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valskonur tóku aftur toppsætið af Fram

    Íslands- og bikarmeistarar Vals eru komnar aftur á toppinn í N1 deild kvenna eftir 11 marka sigur á Stjörnunni í Mýrinni í dag, 32-21. Fram vann Fylki á fimmtudaginn og komst á toppinn en Valsliðið tók aftur toppsætið með þessum sigri.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Tveir sigrar í röð hjá bæði Haukum og FH

    Kvennalið Hauka í handboltanum fagnaði sigri á móti Gróttu í 4. umferð N1 deild kvenna í handbolta í dag. Haukaliðið tapaði illa á móti Val í fyrsta leik en hefur nú unnið tvo síðustu leiki sína. FH-liðið sótti tvö stig á Selfoss og er einnig búið að vinna tvo leiki í röð.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Engir leikir hjá Eyjamönnum í dag

    Handknattleikssambandið hefur þurft að fresta tveimur leikjum í meistaraflokki karla og kvenna í dag þar sem ófært er frá Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ en vonir stóðu til að nóg væri að seinka leikjunum fram á kvöld.

    Handbolti
    Fréttamynd

    HSÍ færir bikarúrslitaleikina eftir að mótið er byrjað

    Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að færa bikarúrslitaleiki HSÍ frá 23. febrúar til 9.mars 2013 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá HSÍ. Bikarúrslitaleikurinn hefur farið fram í febrúar undanfarin ár en nú verður breyting á því.

    Handbolti