Valskonur bikarmeistarar þriðja árið í röð - Viðtöl og myndir Guðmundur Marinó Ingvarsson í Laugardalshöllinni skrifar 1. mars 2014 00:01 Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í bikarkeppni kvenna í handbolta í dag þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 24-19, í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Valskonur hafa þar með unnið bikarinn þrjú ár í röð og alls sex sinnum frá upphafi. Frábær vörn Valsliðsins í seinni hálfleiknum lagði öðrum fremur grunninn að sigrinum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir byrjuðu ekki tímabilið með Val en þær áttu báðar frábæran leik í dag. Anna var frábær í vörninni og skoraði að auki átta mörk. Berglind varði 22 skot í markinu og yfir 55 prósent skota sem á hana komu. Stjörnuliðið var 10-9 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir, 13-10, í upphafi seinni háfleiksins. Valsvörnin fór þá í gang fyrir alvöru og þær unnu síðustu 25 mínútur leiksins 14-6. Valsliðið tók öll völd í leiknum um miðjan hálfleikinn þegar þær skoruðu fimm mörk í röð, fengu ekki á sig mark í tíu mínútur og komust yfir í 21-17. Eftir það var leikurinn í höndum Hlíðarendakvenna. Eins og oft vill verða í hröðum spennandi leikjum var mikið um mistök en Valur náði fyrr tökum á spennustiginu og seigt hægt en örugglega fram úr í seinni hálfleik með frábæra vörn og markvörslu að vopni auk þess sem reynslu miklir leikmenn liðsins stjórnuðu leiknum af öryggi. Stjarnan náði aldrei að brjóta frábæra vörn Vals á bak aftur á sama tíma og Valur fann lausnir á vörn Stjörnunnar sem gaf eftir er leið á leikinn.Anna Úrsúla: Hátindur ferilsins að vera bikarmeistari „Það er svakalega góður árangur og við erum hrikalega sátt við okkur,“ sagði Anna Úrsúla um þá staðreynd að Valur hefur unnið bikarinn þrjú ár í röð. „Maður verður aldrei saddur og heldur alltaf áfram. Maður vill vera sigurvegari. „Markmaðurinn er magnaður. Hún er nýkomin aftur eftir tveggja ára frí. Hún er ótrúleg. Hún átti þessa vörn með okkur. „Við náum okkar styrkleikum inn í seinni hálfleiks sem voru ekki alveg inni í fyrri hálfleik og svo kom markvarslan með. Þá vissum við að þetta var að koma. „Það er alltaf mjög skemmtilegt að koma hingað og spila í Höllinni. Það er fullt af fólki og þetta er hátindur ferilsins, að vera bikarmeistari,“ sagði Anna Úrsúla.Berglind Íris: Gaman að fá að taka þátt í þessu „Ég var og er hætt í raun og veru. Ég kem bara inn þegar Jenný (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) meiðist alvarlega og það er gaman að fá að taka þátt í þessu, lyfta bikar,“ sagði Berglind Íris Guðmundsdóttir sem fór á kostum í marki Vals í dag. „Mér leið vel og það er frábært að spila fyrir aftan þessar stelpur sem gefa allt í þetta og hjálpa manni svo mikið. Það er ómetanlegt,“ sagði Berglind Íris sem skartaði vænu glóðurauga eftir leikinn. „Ég fékk skot í hausinn úr horninu. Þetta er hluti af þessu. Stefán er líka með glóðurauga þannig að við erum í stíl,“ sagði Berglind og átti þá við Stefán Arnarsson þjálfara Vals.Skúli: Náum ekki að keyra á þær „Við skorum 19 mörk í leiknum og þá gefur augað leið að miðað við fjölda sókna þá er það of lítið til að klára svona leik,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við náum ekki að keyra nóg á þær og keyra hraðaupphlaupin okkar. Við vorum ekki nógu grimmar í seinni hluta seinni hálfleiks. Klikkum á færum og skutum ekki eins og við ætluðum að skjóta. „Þær fengu meira af ódýrum mörkum eins og eftir fráköst. „Við erum með frábært lið og förum í alla leiki til að vinna og hugsum ekki öðruvísi en það er mjög breytt aldursbil í liðinu og við látum þetta bara efla okkur. „Þeir segja það þessir allra bestu að maður þarf að tapa áður en maður vinnur,“ sagði Skúli.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Valskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í bikarkeppni kvenna í handbolta í dag þegar þær unnu fimm marka sigur á Stjörnunni, 24-19, í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalshöllinni og tók þessar myndir hér fyrir ofan og neðan. Valskonur hafa þar með unnið bikarinn þrjú ár í röð og alls sex sinnum frá upphafi. Frábær vörn Valsliðsins í seinni hálfleiknum lagði öðrum fremur grunninn að sigrinum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og markvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir byrjuðu ekki tímabilið með Val en þær áttu báðar frábæran leik í dag. Anna var frábær í vörninni og skoraði að auki átta mörk. Berglind varði 22 skot í markinu og yfir 55 prósent skota sem á hana komu. Stjörnuliðið var 10-9 yfir í hálfleik og komst þremur mörkum yfir, 13-10, í upphafi seinni háfleiksins. Valsvörnin fór þá í gang fyrir alvöru og þær unnu síðustu 25 mínútur leiksins 14-6. Valsliðið tók öll völd í leiknum um miðjan hálfleikinn þegar þær skoruðu fimm mörk í röð, fengu ekki á sig mark í tíu mínútur og komust yfir í 21-17. Eftir það var leikurinn í höndum Hlíðarendakvenna. Eins og oft vill verða í hröðum spennandi leikjum var mikið um mistök en Valur náði fyrr tökum á spennustiginu og seigt hægt en örugglega fram úr í seinni hálfleik með frábæra vörn og markvörslu að vopni auk þess sem reynslu miklir leikmenn liðsins stjórnuðu leiknum af öryggi. Stjarnan náði aldrei að brjóta frábæra vörn Vals á bak aftur á sama tíma og Valur fann lausnir á vörn Stjörnunnar sem gaf eftir er leið á leikinn.Anna Úrsúla: Hátindur ferilsins að vera bikarmeistari „Það er svakalega góður árangur og við erum hrikalega sátt við okkur,“ sagði Anna Úrsúla um þá staðreynd að Valur hefur unnið bikarinn þrjú ár í röð. „Maður verður aldrei saddur og heldur alltaf áfram. Maður vill vera sigurvegari. „Markmaðurinn er magnaður. Hún er nýkomin aftur eftir tveggja ára frí. Hún er ótrúleg. Hún átti þessa vörn með okkur. „Við náum okkar styrkleikum inn í seinni hálfleiks sem voru ekki alveg inni í fyrri hálfleik og svo kom markvarslan með. Þá vissum við að þetta var að koma. „Það er alltaf mjög skemmtilegt að koma hingað og spila í Höllinni. Það er fullt af fólki og þetta er hátindur ferilsins, að vera bikarmeistari,“ sagði Anna Úrsúla.Berglind Íris: Gaman að fá að taka þátt í þessu „Ég var og er hætt í raun og veru. Ég kem bara inn þegar Jenný (Guðný Jenný Ásmundsdóttir) meiðist alvarlega og það er gaman að fá að taka þátt í þessu, lyfta bikar,“ sagði Berglind Íris Guðmundsdóttir sem fór á kostum í marki Vals í dag. „Mér leið vel og það er frábært að spila fyrir aftan þessar stelpur sem gefa allt í þetta og hjálpa manni svo mikið. Það er ómetanlegt,“ sagði Berglind Íris sem skartaði vænu glóðurauga eftir leikinn. „Ég fékk skot í hausinn úr horninu. Þetta er hluti af þessu. Stefán er líka með glóðurauga þannig að við erum í stíl,“ sagði Berglind og átti þá við Stefán Arnarsson þjálfara Vals.Skúli: Náum ekki að keyra á þær „Við skorum 19 mörk í leiknum og þá gefur augað leið að miðað við fjölda sókna þá er það of lítið til að klára svona leik,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar. „Við náum ekki að keyra nóg á þær og keyra hraðaupphlaupin okkar. Við vorum ekki nógu grimmar í seinni hluta seinni hálfleiks. Klikkum á færum og skutum ekki eins og við ætluðum að skjóta. „Þær fengu meira af ódýrum mörkum eins og eftir fráköst. „Við erum með frábært lið og förum í alla leiki til að vinna og hugsum ekki öðruvísi en það er mjög breytt aldursbil í liðinu og við látum þetta bara efla okkur. „Þeir segja það þessir allra bestu að maður þarf að tapa áður en maður vinnur,“ sagði Skúli.Vísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/DaníelVísir/Daníel
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira