Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2014 18:03 Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. Fyrr í dag unnu Haukar afar óvæntan sigur á Val eins og lesa má um hér neðst í fréttinni og þess fyrir utan náðu Fylkisstúlkur að standa í Íslandsmeisturum Fram í Árbænum. HK hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-7, en leikar jöfnuðust í síðari hálfleik. Stjarnan komst svo yfir, 17-16, þegar fimm mínútur eftir en þá tóku HK-ingar sig til og skoruðu tvö mörk í röð. Lokamínútan var svo æsispennandi. Stjarnan náði að fiska víti og tvo leikmenn HK út af í sömu sókninni en Garðbæingar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin. HK-ingar héldu í sókn en töpuðu boltanum. Stjarnan tók þá leikhlé og höfðu sjö sekúndur til að tryggja sér sigur. Hanna G. Stefánsdóttir kom sér í færi í horninu en lét góðan markvörð HK, Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur, verja frá sér.Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, var ánægður með úrslitin. „Við erum auðvitað pínulítið svekkt að hafa ekki klárað leikinn eftir að hafa verið í svo góðri stöðu en að sama skapi hefði Stjarnan vel getað unnið leikinn,“ sagði Hilmar við Vísi í dag. Það var ekki mikið skorað í dag en báðir markverðir liðanna, Ólöf Kolbrún og Florentina Stanciu hjá Stjörnunni, áttu góðan dag. „Við spiluðum frábæra 3-2-1 vörn í dag og þegar Stjarnan skipti yfir í 4-2 vörn í seinni hálfleik komust þær inn í leikinn.“ HK er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig en átta lið komast í úrslitakeppni deildarinnar í vor. KA/Þór er í níunda sæti með tíu stig eftir jafntefli gegn FH, 21-21. ÍBV og Grótta unnu svo örugga sigra í sínum leikjum.Úrslit dagsins:ÍBV - Afturelding 37-24 (18-11)Mörk ÍBV: Vera Lopes 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Amado 2, Bryndís Jónsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 9, Telma Frímannsdóttir 5, Sara Kristjánsdóttir 4, Monika Budai 3, Tanja Þorvaldsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Dagný Birgisdóttir 1.Valur - Haukar 27-31 (14-16)Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4, Karólína B. Lárudóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3.Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.KA/Þór - FH 21-21 (11-11)Mörk KA/Þórs: Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Klara Fanney Stefánsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1.Fylkir - Fram 21-23 (10-8)Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 4, Vera Pálsdóttir 3, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Júlíja Zukovska 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.Grótta - Selfoss 35-18 (15-9)Mörk Gróttu: Lene Burmo 12, Unnur Ómarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 4, Tinna Laxdal 3, Sigrún Birna Arnarsdóttir 2, Anett Köbli 1, Elín Helga Lárusdóttir 1.Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 6, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1, Heiða Björk Eiríksdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.HK - Stjarnan 18-18 (11-7) Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. Fyrr í dag unnu Haukar afar óvæntan sigur á Val eins og lesa má um hér neðst í fréttinni og þess fyrir utan náðu Fylkisstúlkur að standa í Íslandsmeisturum Fram í Árbænum. HK hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 11-7, en leikar jöfnuðust í síðari hálfleik. Stjarnan komst svo yfir, 17-16, þegar fimm mínútur eftir en þá tóku HK-ingar sig til og skoruðu tvö mörk í röð. Lokamínútan var svo æsispennandi. Stjarnan náði að fiska víti og tvo leikmenn HK út af í sömu sókninni en Garðbæingar skoruðu úr vítinu og jöfnuðu metin. HK-ingar héldu í sókn en töpuðu boltanum. Stjarnan tók þá leikhlé og höfðu sjö sekúndur til að tryggja sér sigur. Hanna G. Stefánsdóttir kom sér í færi í horninu en lét góðan markvörð HK, Ólöfu Kolbrúnu Ragnarsdóttur, verja frá sér.Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, var ánægður með úrslitin. „Við erum auðvitað pínulítið svekkt að hafa ekki klárað leikinn eftir að hafa verið í svo góðri stöðu en að sama skapi hefði Stjarnan vel getað unnið leikinn,“ sagði Hilmar við Vísi í dag. Það var ekki mikið skorað í dag en báðir markverðir liðanna, Ólöf Kolbrún og Florentina Stanciu hjá Stjörnunni, áttu góðan dag. „Við spiluðum frábæra 3-2-1 vörn í dag og þegar Stjarnan skipti yfir í 4-2 vörn í seinni hálfleik komust þær inn í leikinn.“ HK er í áttunda sæti deildarinnar með tólf stig en átta lið komast í úrslitakeppni deildarinnar í vor. KA/Þór er í níunda sæti með tíu stig eftir jafntefli gegn FH, 21-21. ÍBV og Grótta unnu svo örugga sigra í sínum leikjum.Úrslit dagsins:ÍBV - Afturelding 37-24 (18-11)Mörk ÍBV: Vera Lopes 8, Guðbjörg Guðmannsdóttir 6, Ester Óskarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Telma Amado 2, Bryndís Jónsdóttir 1, Selma Sigurbjörnsdóttir 1, Kristrún Hlynsdóttir 1.Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 9, Telma Frímannsdóttir 5, Sara Kristjánsdóttir 4, Monika Budai 3, Tanja Þorvaldsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Dagný Birgisdóttir 1.Valur - Haukar 27-31 (14-16)Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 10, Rebekka Rut Skúladóttir 4, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 4, Karólína B. Lárudóttir 3, Aðalheiður Hreinsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3.Mörk Hauka: Marija Gedroit 11, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.KA/Þór - FH 21-21 (11-11)Mörk KA/Þórs: Birta Fönn Sveinsdóttir 8, Katrín Vilhjálmsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Laufey Lára Höskuldsdóttir 1, Klara Fanney Stefánsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1.Mörk FH: Ingibjörg Pálmadóttir 7, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 3, Rakel Sigurðardóttir 3, Elín Anna Baldursdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1.Fylkir - Fram 21-23 (10-8)Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 9, Patricia Szölösi 4, Vera Pálsdóttir 3, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1, Júlíja Zukovska 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hildur Marín Andrésdóttir 3, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Marthe Sördal 3, María Karlsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Karólína Vilborg Torfadóttir 1.Grótta - Selfoss 35-18 (15-9)Mörk Gróttu: Lene Burmo 12, Unnur Ómarsdóttir 7, Eva Björk Davíðsdóttir 5, Ásthildur Embla Friðgeirsdóttir 4, Tinna Laxdal 3, Sigrún Birna Arnarsdóttir 2, Anett Köbli 1, Elín Helga Lárusdóttir 1.Mörk Selfoss: Kara Rún Árnadóttir 6, Hildur Öder Einarsdóttir 4, Carmen Palamariu 4, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1, Helga Rún Einarsdóttir 1, Heiða Björk Eiríksdóttir 1, Perla Ruth Albertsdóttir 1.HK - Stjarnan 18-18 (11-7)
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56