Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-29 | Toppliðið steinlá á heimavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 22. febrúar 2014 15:30 Vísir/Vilhelm Valur gjörsigraði Stjörnuna, 29-21, á heimavelli síðarnefnda liðsins fyrr í dag. Varnarleikur og markvarsla Vals var frábær, en fyrsta tap Stjörnunnar var staðreynd í dag. Það var ekki sjón að sjá Stjörnustúlkur í dag. Stjörnustúlkur virkuðu ákveðnar í byrjun leiks og leiddu fyrsta stundafjórðunginn, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Fyrstu þrjú af fimm mörkum Stjörnunnar voru hraðaupphlaup og lét Stefán Arnarsson, þjálfari, sínar stúlkur heyra það vel fyrir að hlaupa ekki nógu vel til baka. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddi Stjarnan, 9-6. Þá hrökk hins vegar allt í baklás hjá Stjörnunni, þær þurftu að hafa gífurlega mikið fyrir sínum mörkum á meðan Valsstúlkur fengu auðveldu mörkin úr hraðaupphlaupum. Berglind Íris hrökk í gang í markinu og varnarleikurinn var gífurlega sterkur hjá gestunum. Valur breytti stöðunni úr 9-6 í 9-11 og leiddu svo í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Leikurinn var gífurlega jafn, skemmtilegur og hraður. Flestir höfðu þá á tilfinningunnni að síðari hálfleikur myndi verða eins, jafn og spennandi. Sú varð ekki raunin. Valsstúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu yfir Stjörnuna. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 20-13 og Stjörnustúlkur vissu vart sitt rjúkandi ráð. Rauðklæddir gestirnir náðu mest ellefu marka forystu og var þetta engin spurning eftir það. Lokatölur 21-19. Varnarleikur Vals í síðari hálfleik var magnaður. Liðið vann hvern boltann á fætur öðrum og og hraðaupphlaupin tikkuðu inn. Berglind var mögnuð í markinu einnig og var með yfir 50% markvörslu. Liðsheildarsigur þar sem átta leikmenn komust á blað. Það var ekki sjón að sjá Stjörnuna í dag. Liðið spilaði slakan varnarleik og sóknarleik, en skotnýtingin var algjörlega hræðileg. Þær köstuðu þessu algjörlega frá sér með sóknarleiknum, en þó verður ekkert tekið af mögnuðum varnarleik Vals. Stjarnan náði því ekki að tryggja sér deildameistaratitilinn í dag, en þær eiga nú þrjá leiki eftir og þurfa að vinna einn til að tryggja sér titilinn. Valur minnkaði bil Stjörnunnar niður í fjögur stig, en bæði lið eiga næst verðug verkefni í undanúrslitum bikarsins á fimmtudaginn. Valur mætir Haukum og Stjarnan mætir Gróttu.Hrafnhildur Ósk, fyrirliði Vals: Hefðum getað verið svona sautján mörkum yfir ,,Við sýndum gamla takta. Við fórum að spila eins og við höfum oft gert, en kannski ekkert mikið á þessu tímabili. Virkilega góður leikur af okkur hálfu og okkar langbesti leikur í ár, alveg klárlega," sagði Hrafnhildur við Vísi eftir leik, en hún átti virkilega góðan dag. ,,Við náðum vörninni gegn Fram í síðari hálfleik og aftur í dag. Í undanförnum leikjum náum við upp svona góðum köflum þar sem við vinnum t.d. 5-0, 6-1, 7-1 og svo framvegis. Við erum búnar að gera það síðastliðinn þrjú ár og virkilega ánægjulegt að við séum farnar að ná þeim aftur." ,,Í síðari hálfleik þá var bara lokað, vörnin og markvarslan. Við erum að fara með fullt af dauðafærum og á tímabili hugsaði ég bara að við gætum verið svona sautján mörkum yfir. Mér fannst við vera með mikla yfirburði." Hrafnhildi sagði þó leikmennina ekki vera komnar upp í skýinn, en Valur á leik gegn Haukum í undanúrslitum bikarsins á fimmtudag: ,,Við erum búnar að sýna það margoft í vetur að það er mjög stutt í skítinn. Við höfum átt góða leiki og svo dottið niður á fáranlegt plan stundum. Það er enginn að fara lengst upp í ský með þetta, við erum alveg á jörðinni." Aðspurð út í bikarhelgina svaraði Hrafnhildur: ,,Við erum búnar að fara í úrslit fjögur ár í röð og það er freistandi að fara fimmta árið í röð. Við fáum líka Haukana, við erum nýbúnar að tapa fyrir þeim og er mjög ljúft að fá tækifæri til að hefna fyrir það," sagði Hrafnhildur við Vísi eftir leik.Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar: Missum leikinn frá okkur ,,Ég held að þeim hafi bara langað meira en okkur að vinna í dag. Þær eru með gott lið og við líka með mjög gott lið. Við vorum að spila illa í dag. Margt sem gekk ekki upp," sagði Skúli sem var þó brattur í leikslok þrátt fyrir slæmt tap. ,,Við þurfum að nýta okkur það sem fór illa í dag, því það er stutt í næsta stórleik hjá okkur. Við þurfum að nýta okkur næstu daga því það er stutt í stórleikinn í Höllinni. Hann skiptir okkur gífurlega miklu máli og ég ætla rétt að vona að við verðum klár í hann." ,,Mér finnst í fyrri hálfleik svona þrjú til fjögur mörk mjög ódýr ef svo mætti segja. Mörk sem við vorum ótrúlega miklir klaufar og fengum á okkur. Síðan í síðari hálfleik þá kemur Valsstúlkur sterkar inn og við byrjum að klúðra verulega bæði í sókn og vörn." ,,Síðan missum við bara leikinn frá okkur og vorum að spila skelfilega sóknarlega. Vorum ekki að skjóta vel og ekki bara sýna góðan leik á neinu sviði í dag." Skúli var þó brattur þrátt fyrir slæmt tap: ,,Við erum búnar að spila frábærlega í vetur og ég hefði varla trúað því í haust að við myndum vera taplaus í lok febrúar. Við töpuðum í dag, en höfðum ekki tapað hingað til. Við munum klárlega halda áfram að vera góðar," sagði Skúli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Valur gjörsigraði Stjörnuna, 29-21, á heimavelli síðarnefnda liðsins fyrr í dag. Varnarleikur og markvarsla Vals var frábær, en fyrsta tap Stjörnunnar var staðreynd í dag. Það var ekki sjón að sjá Stjörnustúlkur í dag. Stjörnustúlkur virkuðu ákveðnar í byrjun leiks og leiddu fyrsta stundafjórðunginn, fyrir utan fyrstu mínúturnar. Fyrstu þrjú af fimm mörkum Stjörnunnar voru hraðaupphlaup og lét Stefán Arnarsson, þjálfari, sínar stúlkur heyra það vel fyrir að hlaupa ekki nógu vel til baka. Þegar stundarfjórðungur var liðinn leiddi Stjarnan, 9-6. Þá hrökk hins vegar allt í baklás hjá Stjörnunni, þær þurftu að hafa gífurlega mikið fyrir sínum mörkum á meðan Valsstúlkur fengu auðveldu mörkin úr hraðaupphlaupum. Berglind Íris hrökk í gang í markinu og varnarleikurinn var gífurlega sterkur hjá gestunum. Valur breytti stöðunni úr 9-6 í 9-11 og leiddu svo í hálfleik með tveimur mörkum, 13-11. Leikurinn var gífurlega jafn, skemmtilegur og hraður. Flestir höfðu þá á tilfinningunnni að síðari hálfleikur myndi verða eins, jafn og spennandi. Sú varð ekki raunin. Valsstúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og keyrðu yfir Stjörnuna. Eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik var munurinn orðinn sjö mörk, 20-13 og Stjörnustúlkur vissu vart sitt rjúkandi ráð. Rauðklæddir gestirnir náðu mest ellefu marka forystu og var þetta engin spurning eftir það. Lokatölur 21-19. Varnarleikur Vals í síðari hálfleik var magnaður. Liðið vann hvern boltann á fætur öðrum og og hraðaupphlaupin tikkuðu inn. Berglind var mögnuð í markinu einnig og var með yfir 50% markvörslu. Liðsheildarsigur þar sem átta leikmenn komust á blað. Það var ekki sjón að sjá Stjörnuna í dag. Liðið spilaði slakan varnarleik og sóknarleik, en skotnýtingin var algjörlega hræðileg. Þær köstuðu þessu algjörlega frá sér með sóknarleiknum, en þó verður ekkert tekið af mögnuðum varnarleik Vals. Stjarnan náði því ekki að tryggja sér deildameistaratitilinn í dag, en þær eiga nú þrjá leiki eftir og þurfa að vinna einn til að tryggja sér titilinn. Valur minnkaði bil Stjörnunnar niður í fjögur stig, en bæði lið eiga næst verðug verkefni í undanúrslitum bikarsins á fimmtudaginn. Valur mætir Haukum og Stjarnan mætir Gróttu.Hrafnhildur Ósk, fyrirliði Vals: Hefðum getað verið svona sautján mörkum yfir ,,Við sýndum gamla takta. Við fórum að spila eins og við höfum oft gert, en kannski ekkert mikið á þessu tímabili. Virkilega góður leikur af okkur hálfu og okkar langbesti leikur í ár, alveg klárlega," sagði Hrafnhildur við Vísi eftir leik, en hún átti virkilega góðan dag. ,,Við náðum vörninni gegn Fram í síðari hálfleik og aftur í dag. Í undanförnum leikjum náum við upp svona góðum köflum þar sem við vinnum t.d. 5-0, 6-1, 7-1 og svo framvegis. Við erum búnar að gera það síðastliðinn þrjú ár og virkilega ánægjulegt að við séum farnar að ná þeim aftur." ,,Í síðari hálfleik þá var bara lokað, vörnin og markvarslan. Við erum að fara með fullt af dauðafærum og á tímabili hugsaði ég bara að við gætum verið svona sautján mörkum yfir. Mér fannst við vera með mikla yfirburði." Hrafnhildi sagði þó leikmennina ekki vera komnar upp í skýinn, en Valur á leik gegn Haukum í undanúrslitum bikarsins á fimmtudag: ,,Við erum búnar að sýna það margoft í vetur að það er mjög stutt í skítinn. Við höfum átt góða leiki og svo dottið niður á fáranlegt plan stundum. Það er enginn að fara lengst upp í ský með þetta, við erum alveg á jörðinni." Aðspurð út í bikarhelgina svaraði Hrafnhildur: ,,Við erum búnar að fara í úrslit fjögur ár í röð og það er freistandi að fara fimmta árið í röð. Við fáum líka Haukana, við erum nýbúnar að tapa fyrir þeim og er mjög ljúft að fá tækifæri til að hefna fyrir það," sagði Hrafnhildur við Vísi eftir leik.Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar: Missum leikinn frá okkur ,,Ég held að þeim hafi bara langað meira en okkur að vinna í dag. Þær eru með gott lið og við líka með mjög gott lið. Við vorum að spila illa í dag. Margt sem gekk ekki upp," sagði Skúli sem var þó brattur í leikslok þrátt fyrir slæmt tap. ,,Við þurfum að nýta okkur það sem fór illa í dag, því það er stutt í næsta stórleik hjá okkur. Við þurfum að nýta okkur næstu daga því það er stutt í stórleikinn í Höllinni. Hann skiptir okkur gífurlega miklu máli og ég ætla rétt að vona að við verðum klár í hann." ,,Mér finnst í fyrri hálfleik svona þrjú til fjögur mörk mjög ódýr ef svo mætti segja. Mörk sem við vorum ótrúlega miklir klaufar og fengum á okkur. Síðan í síðari hálfleik þá kemur Valsstúlkur sterkar inn og við byrjum að klúðra verulega bæði í sókn og vörn." ,,Síðan missum við bara leikinn frá okkur og vorum að spila skelfilega sóknarlega. Vorum ekki að skjóta vel og ekki bara sýna góðan leik á neinu sviði í dag." Skúli var þó brattur þrátt fyrir slæmt tap: ,,Við erum búnar að spila frábærlega í vetur og ég hefði varla trúað því í haust að við myndum vera taplaus í lok febrúar. Við töpuðum í dag, en höfðum ekki tapað hingað til. Við munum klárlega halda áfram að vera góðar," sagði Skúli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira