
Elías Már: Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður
Elías Már Halldórsson var ekki sáttur við Gerði Arinbjarnar, leikmann Vals, í leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. Gerður braut á Bertu Rut Harðardóttur í leiknum og hlaut beint rautt spjald fyrir brot sitt. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum.