

Olís-deild kvenna
Leikirnir

Elías Már: Hún stökk með báðar fætur á undan sér og klippti Bertu niður
Elías Már Halldórsson var ekki sáttur við Gerði Arinbjarnar, leikmann Vals, í leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld. Gerður braut á Bertu Rut Harðardóttur í leiknum og hlaut beint rautt spjald fyrir brot sitt. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum.

Þjálfari Hauka vill fá þriggja leikja bann fyrir þetta brot
Snemma í seinni hálfleik leiks Vals og Hauka í udnanúrslitum Olís deildar kvenna var Gerði Arinbjarnar vikið af velli fyrir ljótt brot á Bertu Rut Harðardóttur. Bera þurfti Bertu af velli á sjúkrabörum.

Seinni bylgjan: Koma Haukar á óvart gegn deildarmeisturunum?
Umræða um einvígi Vals og Hauka í undanúrslitum Olís-deildar kvenna sem hefst í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 32-27 | Sigur hjá Fram í fyrsta leik
Fram vann 32-27 sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en leikurinn fór fram í Safamýrinni í kvöld. Fram leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í úrslit.

Stefán: Mér gæti ekki verið meira sama
„Ég er fyrst og fremst ánægður með að ná í sigur, það er það mikilvægasta. Þær eru með mjög vel mannað og gott lið og það sýnir styrk okkar að vinna í dag. Ég er mjög ánægður að vinna jafn gott lið og ÍBV,“ sagði Stefán Arnarson þjálfari Fram eftir sigur hans liðs á ÍBV í Safamýrinni í kvöld.

Ragnheiður best í Olís-deildinni: „Ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður“
Ragnheiður Júlíusdóttir bar af í Olís-deild kvenna að mati Seinni bylgjunnar en hún tók við verðlaunum sínum í beinni útsendingu í gær.

Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram?
Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni.

Tölfræðin ekki með ÍBV í liði
Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka.

Tímabilið gert upp í Seinni bylgjunni í kvöld
Risastór uppgjörsþáttur á deildarkeppninni í Seinni bylgjunni í kvöld þar sem hitað er um leið upp fyrir úrslitakeppnina.

Hætt'essu: Hvað þarf marga Valsmenn til að hífa upp körfu?
Pikkföst karfa tók yfir "Hætt'essu“ innslag Seinni bylgjunnar í gær.

Seinni bylgjan: „Ég held að þær eigi ekki séns í Fram“
Seinni bylgjan ræddi möguleika ÍBV-liðsins á móti Íslands- og bikarmeisturum Fram og sumir þeirra eru ekki bjartsýnir fyrir hönd Eyjakvenna.

Vildum njóta þess að spila á ný
Eftir að hafa misst af úrslitakeppninni í fyrra urðu Valskonur deildarmeistarar um helgina eftir fimm ára bið. Litlar væntingar voru gerðar til Valsliðsins sem reyndi að einblína á að njóta handboltans á nýjan leik.

Höndin stökkbólgin og fjólublá en ekki brotin
Meiðsli lykilmanna í ÍBV stuttu fyrir úrslitakeppni Olísdeildar kvenna gætu sett strik í reikninginn.

Ragnheiður langmarkahæst í Olís deildinni
Framarinn Ragnheiður Júlíusdóttir er markadrottning Olís deildar kvenna í handbolta en lokaumferðin fór fram um helgina.

Svona verða undanúrslitin í Olísdeild kvenna
Sömu lið og mættust í lokaumferð deildarinnar í dag mætast í undanúrslitum úrslitakeppni deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 28-23 | Fram fer inn í úrslitakeppnina með sigri
Bikarmeistararnir í Fram luku deildarkeppninni í 2. sæti eftir fimm marka sigur á ÍBV í dag, 28-23.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 28-22 | Valskonur deildarmeistarar
Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna með 28-22 sigri á Haukum í dag.

Valur spilar úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í Víkinni vegna árshátíðar
Mikil spenna ríkir fyrir loka umferðina í Olís deild kvenna þar sem þrjú lið geta orðið deildarmeistari. Tvö þeirra, Valur og Haukar, mætast á laugardaginn í sannkölluðum stórleik þar sem úrslitin geta ráðist. Leikurinn er heimaleikur Vals en fer þó ekki fram í Valsheimilinu þar sem það er upptekið.

Framkonur klúðruðu bókstaflega titlinum | Geta ekki orðið deildarmeistarar
Spennan er rosaleg fyrir lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta en Íslands- og bikarmeistarar Fram fá þó ekki tækifæri til að fagna um komandi helgi.

Haukar náðu fram hefndum gegn Fram
Haukar hefndu fyrir bikartapið gegn Fram um helgina er þær unnu Fram í leik liðanna í Olís-deild kvenna í kvöld, en leikið var á Ásvöllum. Lokatölur 25-21, en ein umferð er eftir af deildinni og mikil spenna hvernig úrslitakeppnin raðast niður.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 37-23 | Eyjakonur völtuðu yfir Stjörnuna
ÍBV rúllaði yfir andlaust lið Stjörnunnar í næst síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta í Vestmannaeyjum í kvöld

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 30-16 | Fimmtándi bikartitill Fram í höfn
Íslandsmeistarar Fram höfðu ekki unnið bikarmeistaratitil í sjö ár fyrir úrslitaleikinn gegn Haukum í dag. Þær tryggði sér fimmtánda bikartitil kvennaliðs félagsins með yfirburðum og fjórtán marka sigri.

Framkonur hafa „stoppað“ Ester tvisvar í vetur og unnið ÍBV í bæði skiptin
Ester Óskarsdóttir hefur verið óstöðvandi í vetur nema í leikjunum á móti Fram. Breytist það í Laugardalshöllinni í dag?

Mýta að íslenskir handboltamenn séu ekki í nógu góðu formi
Leikmenn í Olís deildunum í handbolta eru í miklu betra formi en menn halda fram samkvæmt einum færasta íslenska þjálfaranum.

Svona var bikarfundurinn fyrir úrslitahelgi Coca-Cola bikarsins
Bikarúrslit handboltans eru framundan og Handknattleikssamband Íslands var með blaðamannafund vegna úrslitahelgar Coca-Cola bikarsins.

Hrafnhildur í stuði gegn Gróttu eftir meiðsli
Selfoss vann góðan sigur á Gróttu í nítjándu umferð Olís-deildar kvenna, 26-21, en liðin berjast í neðri hluta deildarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 25-21 │ Nágrannarnir gerðu Haukum erfitt fyrir í toppbaráttunni
Haukastúlkur misstígu sig í toppbaráttu Olís-deildar kvenna þegar þær töpuðu fyrir Stjörnunni í Garðabæ í kvöld, 25-21.

Umfjöllun og viðtöl: Fram 23-19 Valur | Fram með sterkan sigur á Val
Fram bar sigur úr bítum gegn Val í Olísdeild kvenna í kvöld en þessi úrslit halda mikilli spennu á toppi deildarinnar.

Karen Knúts: Verð ekki ég sjálf fyrr en á næsta tímabili
Handknattleikskonan Karen Knútsdóttir er mætt aftur til leiks í Olís deild kvenna aðeins rúmum fimm mánuðum frá því hún sleit hásin. Hún segist þó enn vera nokkuð frá sínu besta

Sjáðu Bertu skora flautumark frá miðju
Haukakonan Berta Rut Harðardóttir skoraði glæsilegt mark í leik Hauka og Fjölnis í Olís deild kvenna í handbolta í vikunni.