Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 10:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur ekkert getað spilað handbolta í vetur. vísir/valli Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér. Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér.
Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira