Segir Valsmenn í djúpum andlegum dal Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja Valsmenn ekki eiga sér neinar málsbætur eftir tapið slæma gegn Stjörnunni í gær, í Olís-deild karla í handbolta. Valur hefur nú tapað gegn Fram, Selfossi og Stjörnunni eftir að keppni hófst að nýju undir lok janúar, en unnið Þór Akureyri og Gróttu. Handbolti 16. febrúar 2021 17:00
Með sex sinnum fleiri mörk en næsti markvörður Sóknarleikur FH-inga byrjar hjá markverðinum Phil Döhler en hann hefur komið að langflestum mörkum af markvörðum Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 16. febrúar 2021 16:31
Varði jafn mörg skot og markverðir FH til samans Ísak Rafnsson átti góðan leik í vörn FH í jafnteflinu við Hauka, 29-29, í Olís-deild karla í gær. Hann varði jafn mörg skot í leiknum og markverðir FH til samans. Handbolti 16. febrúar 2021 15:01
Patrekur með gott tak á Snorra Steini Patrekur Jóhannesson stýrði Stjörnunni til sannfærandi sigurs á móti Val í Olís deild karla í handbolta í gær og hélt þar með í þá hefð sína að fagna sigri á móti Snorra Steini Guðjónssyni. Handbolti 16. febrúar 2021 12:00
„Eins mikill ruðningur og þeir verða“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru sammála um að sigurmark KA gegn ÍBV í Olís-deild karla í gær hafi verið ólöglegt. Handbolti 16. febrúar 2021 09:31
Björgvin Páll: Langar bara enn meira að kveðja með titli Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum gegn FH í kvöld sem endaði með jafntefli. Handbolti 15. febrúar 2021 22:28
Sigursteinn: Það tekur tíma að venjast þessari klukku „Ég verð að viðurkenna að ég er frekar svekktur að fá bara eitt stig,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari FH eftir jafnteflið gegn Haukum í Olís-deildinni í handknattleik í kvöld. Handbolti 15. febrúar 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 29-29 | Spennutryllir í Krikanum FH og Haukar gerðu 29-29 jafntefli í rosalegum Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. Handbolti 15. febrúar 2021 21:33
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-35 | Stjörnumenn rústuðu Valsmönnum Stjörnumenn gerðu góða ferð á Hlíðarenda og rúlluðu yfir Valsmenn, 27-35, í 9. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Handbolti 15. febrúar 2021 20:30
Snorri Steinn: Ömurleg frammistaða og okkur ekki til sóma Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var þungur á brún eftir tapið stóra fyrir Stjörnunni í kvöld, 27-35. Handbolti 15. febrúar 2021 20:17
Dramatískur sigur KA í Eyjum KA gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Eyja er þeir unnu 29-28 sigur á heimamönnum í Olís-deild karla í kvöld. Handbolti 15. febrúar 2021 19:40
Mörkin sem hafa ráðið úrslitum í leikjum Hauka og FH undanfarin ár Haukar og FH bjóða nær alltaf upp á mikla spennuleiki þegar þau mætast. Það þýðir jafnfram dramatískar lokasekúndur. Handbolti 15. febrúar 2021 15:01
Haukarnir hafa ekki unnið nágranna sína í FH í fimmtíu mánuði Það eru meira en fjögur ár liðin síðan að Hafnarfjörður var málaður rauður í Olís deild karla í handbolta. Haukarnir fá tækifæri til að breyta því í kvöld. Handbolti 15. febrúar 2021 14:00
Aron: Þessi leikur hefur sitt eigið lögmál Aron Kristjánsson þjálfari Hauka ætlar að mála bæinn rauðan á í kvöld þegar Haukaliðið heimsækir nágranna sína í FH í Hafnarfjarðaslag í Kaplakrika. Handbolti 15. febrúar 2021 12:31
Dagskráin í dag - Handboltaveisla á Stöð 2 Sport Seinni bylgja karla og kvenna auk tvíhöfða í Olís-deild karla er meðal dagskrárefnis á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Sport 15. febrúar 2021 06:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 22-27 | ÍR-ingar héngu í Mosfellingum í 50 mínútur ÍR-ingar eru enn stigalausir í Olís-deild karla eftir fimm marka tap gegn Aftureldingu í kvöld. Handbolti 14. febrúar 2021 22:18
Þrándur Gíslason Roth: Ég þarf að árétta eða rétta nokkrar alhæfingar Þrándur Gíslason Roth, leikmaður Aftureldingar, var ánægður eftir sigur á ÍR í kvöld. Jafn leikur fram á 50. mínútu en þá gáfu Afturelding í og unnu leikinn, 22-27. Handbolti 14. febrúar 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Selfoss 27-25 | Framarar slökktu í Selfyssingum Fram varð fyrsta liðið til að leggja Selfoss að velli í Olís-deild karla á þessu ári í kvöld. Handbolti 14. febrúar 2021 22:10
Sebastian: Það sem við ætluðum að gera á móti Haukum virkar líka á Selfoss Sebastian Alexandersson og hans lærisveinar í Fram unnu stórkostlegan sigur á heitu liði Selfoss. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu og var það krafturinn og viljinn í Fram liðinu sem landaði stigunum tveimur að lokum. Handbolti 14. febrúar 2021 22:00
Arnar Daði: Hundsvekktur og fúll, pirraður og leiður Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Þór í nýliðaslag Olís-deildar karla í handbolta í dag. Handbolti 14. febrúar 2021 20:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Grótta 18-17 | Þór hafði betur í dramatískum nýliðaslag Þórsarar höfðu betur gegn Gróttu með minnsta mun í nýliðaslag í Höllinni á Akureyri í dag. Handbolti 14. febrúar 2021 19:26
Dagskráin í dag: Tíu beinar útsendingar Það er af nógu að taka á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag þar sem fjölbreytnin verður í fyrirrúmi. Sport 14. febrúar 2021 06:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 18-28 | Öruggt hjá Selfyssingum gegn botnliðinu Selfyssingar sóttu sigur í Austurberg þegar liðið mætti ÍR, í frestuðum leik Olís-deildar karla í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu og lokatölur leiksins, 18-28. Handbolti 11. febrúar 2021 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Stjarnan 26-23 | Heimamenn með sigur í hörkuleik Stjarnan hefur unnið tvo leiki í röð á meðan Afturelding hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum sem hafa báðir verið á heimavelli. Handbolti 11. febrúar 2021 21:05
Í bómull núna en gæti orðið hvalreki fyrir íslenska handboltalandsliðið Þorsteinn Leó Gunnarsson er nafn sem handboltaáhugafólk getur farið að leggja á minnið. Þjálfari hans hjá Aftureldingu vissu ekkert um hvaða efni hann var að fá í hendurnar þegar hann tók við Mosfellsbæjarliðinu í sumar. Handbolti 11. febrúar 2021 09:31
Dagskráin í dag: Íslenskar íþróttir, enski bikarinn og margt fleira Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Körfubolti, handbolti, fótbolti, golf og rafíþróttir. Sport 11. febrúar 2021 06:00
Sjáðu þessar glórulausu sendingar og stórfurðulegu ákvarðanir Glórulausar sendingar, misheppnaðar reddingar og stórfurðulegar ákvarðanir eru meðal þess sem sjá má í liðnum Hvað ertu að gera maður, í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Handbolti 9. febrúar 2021 23:01
Björgvin Páll semur við Val Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur samið við að leika með Val næstu fimm árin. Þetta kemur fram í tilkynningu sem handknattleiksdeild Vals sendi frá sér rétt í þessu. Handbolti 9. febrúar 2021 17:45
Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Handbolti 9. febrúar 2021 16:31
Sportið í dag: „Hakan hrynur ekkert í gólfið ef það kemur tilkynning frá Val“ Það kæmi lítið á óvart ef Björgvin Páll Gústavsson gengi í raðir Vals í sumar. Þetta sagði Henry Birgir Gunnarsson í Sportinu í dag. Handbolti 9. febrúar 2021 13:50