Patrekur: Hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 22:45 Patrekur Jóhannesson var súr með seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem Stjarnan missti Hauka fram úr sér. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að tapa með fimm marka mun, 23-28, fyrir Haukum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði hins vegar að dagurinn hefði verið góður fyrir félagið Stjörnuna. „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða