Einar Andri um undanúrslitin í Olís-deild karla: Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2021 18:59 Deildarmeistarar Hauka virðast óstöðvandi en það gæti hjálpað Stjörnunni að það séu aðeins tveir leikir. Vísir/Hulda Margrét Einar Andri Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir leikina sem eru framundan í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Hann telur að fyrirkomulag mótsins í ár geti spilað stóra rullu. Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Haukar mæta Stjörnunni í undanúrslitum sem hefur leikið framan vonum á þessari leiktíð. „Það hafa verið mjög miklir yfirburðir hingað til í mótinu. Rúlluðu yfir deildarkeppnina, töpuðu varla leik og sérstaklega seinni hluta mótsins voru þeir með algera yfirburði. Búnir að vinna 10-11 leiki í röð og varla lent í alvöru mótspyrnu síðan í febrúar. Það er fróðlegt að sjá hvort Stjarnan nái að gíra sig upp og finni tiltrú á verkefninu, að þeir geti slegið Haukana út. Þetta eru bara tveir leikir og það getur allt gerst.“ Stjarnan hefur bætt sig leik frá leik „Patrekur [Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar] er búinn að ná mjög góðum tökum á liðinu. Virkilega vel gert hjá þeim að klára Selfoss í 8-liða úrslitum. Koma til baka eftir að tapa með tveimur mörkum á heimavelli. Eru í slæmri stöðu í seinni hálfleik – sex mörkum undir samanlagt á kafla en sýndu gríðarlegan karakter, gæði og getu með því að koma til baka á Selfossi og klára þann leik. Þeir ættu því að vera með bullandi sjálfstraust núna í næstu leikjum.“ Getur Stjarnan unnið Hauka? „Kannski auðvelt að segja nei að þeir geti það ekki en út af fyrirkomulaginu, ef menn hitta á góðan fyrri leik í Mýrinni þar sem allt gengur upp og Haukarnir eru illa fyrir kallaðir gætum við séð óvænta hluti sem gætu sett seinni leikinn í eitthvað spennandi samhengi.“ „Haukarnir eru með betra lið en Stjarnan. Garðbæingar eru samt með leikmenn sem geta tekið yfir. Það verður gaman að sjá Tandra, Björgvin og hægri vænginn hjá Stjörnumönnum. Ef þessir menn eiga góðan dag og varnarleikurinn er góður þá segi ég bara: Af hverju ekki?“ Klippa: Einar Andri fór yfir undanúrslit Olís-deildarinnar Valur mætir ÍBV í hinni undanúrslitaviðureigninni og það er erfitt að spá fyrir um hvort liðið mun hafa betur. „Þetta er svakalega áhugaverð rimma. Síðasta umferð hjá ÍBV var á móti FH og það voru stórkostlegir leikir sem fóru fram þar. Ég á ekki von á minni dramatík og látum þegar þessi lið mætast.“ „Þarna mætast stálin stinn.“ „Við erum að fara sjá Valsmenn sem eru búnir að styrkjast að undanförnu. Varnarleikurinn og markvarslan eru á uppleið. Leikmenn eru orðnir heilir og liðið hefur náð að æfa saman að einhverju leyti í kannski fyrsta skipti í vetur. Það er mjög erfitt að rýna í hvað mun gerast. Verður spennandi að sjá leikinn í Eyjum, hvernig spennustigið verður og hvað mun gerast.“ Eyjamenn hafa þrifist vel í úrslitakeppninni. Deildin oftar en ekki vonbrigði en úrslitakeppnin er oft allt önnur. Kári Kristján Kristjánsson og félagar í ÍBV eru erfiðir við að eiga.vísir/hag „Þeir setja í annan gír þegar úrslitakeppnin nálgast og byrjar. Stemmningin í höllinni verður öðruvísi, það verða meiri læti og það gengur meira á. Þeir kunna þennan leik vel. Það er allt annað að mæta ÍBV í úrslitakeppninni heldur en deildinni. Frammistaða liðsins gegn FH sýndi það. Þeir voru að spila á miklu hærra getustigi en þeir voru búnir að gera. Þetta ÍBV lið sem endaði í 7. sæti gaf ekki rétta mynd af þeirra getu,“ sagði Einar Andri að lokum. Við minnum á að allir undanúrslitaleikir Olís-deildar karla verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira