Sigtryggur: Lagt upp með að ég endaði með boltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2021 21:00 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk gegn FH, þar á meðal jöfnunarmarkið dýrmæta. vísir/vilhelm Sigtryggur Daði Rúnarsson brosti út að eyrum eftir leikinn gegn FH enda ástæða til. Hann skoraði markið sem tryggði ÍBV jafntefli, 33-33, og sæti í undanúrslitum Olís-deildarinnar. „Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Ég er augljóslega himinlifandi að hafa náð þessu og gulltryggt þetta í lokin. Það gerir þetta ennþá sætara. Eins og leikurinn var hnífjafn, var nokkuð ljóst, að þetta yrði jafnt í lokin og við vorum heppnir að skora fleiri mörk á útivelli,“ sagði Sigtryggur við Vísi eftir leik. ÍBV tók leikhlé þegar þrettán sekúndur voru eftir í stöðunni 33-32 fyrir FH. En átti Sigtyggur að enda með boltann í þessari lokasókn? „Já, það var lagt upp með það og eigum við ekki að segja það,“ svaraði Sigtryggur. „Okkur var sagt að gefa okkur tíma. Það var nóg eftir og boltinn mátti alveg ganga. Í staðinn fyrir að taka ótímabært skot völdum við rétt og það opnaðist glufa fyrir mig. Og sem betur fer fór hann inn.“ Eftir jafnar upphafsmínútur náði FH undirtökunum og leiddi alltaf með einu til þremur mörkum. Og þegar þrjár mínútur voru eftir voru FH-ingar þremur mörkum yfir, 33-30, og með pálmann í höndunum. „Maður getur ekki haft áhyggjur. Það er alltaf bullandi trú, sama hvernig staðan er. Maður hafði aldrei áhyggjur þótt manni litist ekki blikuna. En við höfðum alltaf trú á að við myndum jafna,“ sagði Sigtryggur. Hann segir að Eyjamenn mæti með kassann úti í undanúrslitin eftir að hafa slegið sterka FH-inga úr leik. „Algjörlega, þetta er frábært FH-lið sem við slógum út. Þetta voru tvö frábær lið og sóknarleikurinn í 120 mínútur var mjög góður,“ sagði Sigtryggur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira