KA mætir Val án Ólafs Tímabilinu er lokið hjá Ólafi Gústafssyni, handknattleiksmanni KA, vegna hnémeiðsla sem hafa plagað hann síðustu tvo og hálfan mánuð. Handbolti 31. maí 2021 13:31
Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð. Handbolti 31. maí 2021 07:00
Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Handbolti 30. maí 2021 23:31
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór í úrslit eftir framlengdan leik KA/Þór og ÍBV mættust í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna. Einvígi liðanna hefur verið frábært og var það áfram í dag en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram sigurvegara. Fór það svo að KA/þór vann með eins marks mun, 28-27. Handbolti 29. maí 2021 17:40
Seinni bylgjan: Var ÍBV sátt með tap í Krikanum? ÍBV tapaði með tveggja marka mun gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla. Það þýðir að liðin mætast á nýjan leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 29. maí 2021 15:01
Þórsara hent út úr KA-heimilinu eftir bræðikast Áhorfandi á Akureyrarslag KA og Þórs missti stjórn á skapi sínu í lok leiks, grýtti niður skiltum og hrópaði inn á völlinn áður en honum var hent út úr KA-heimilinu. Handbolti 28. maí 2021 10:08
Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 27. maí 2021 22:15
Selfoss og Haukar með sigra í lokaumferðinni Lokaumferð Olís-deildar karla fór fram í kvöld. Selfoss vann fjögurra marka útisigur á Gróttu, 27-23, og Haukar unnu stórsigur á botnliði ÍR, 41-22. Handbolti 27. maí 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-34 | Valsmenn náðu 3. sætinu Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu, 25-34, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þar sem Stjarnan tapaði fyrir Fram á sama tíma endaði Valur í 3. sæti deildarinnar. Valsmenn mæta KA-mönnum í átta liða úrslitum. Handbolti 27. maí 2021 21:43
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 28-26 | Sigur heimamanna þýðir að liðin mætast að nýju í úrslitakeppninni Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Handbolti 27. maí 2021 21:30
Tókum ákvörðun fyrir leik að við værum í handbolta til að vinna Deildarkeppnin í Olís deild karla lauk í kvöld með heilli umferð. FH vann tveggja marka sigur á ÍBV 28-26 sem á endanum þýddi að liðin mætast í 8-liða úrslitum á mánudaginn.Sigursteinn Arndal þjálfari FH var sáttu með sigurinn í leiks lok. Handbolti 27. maí 2021 21:15
Leik lokið: KA - Þór 19-19 | Jafnt í Akureyrarslagnum KA mætti Þór í Akureyrarslag í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta. Lokatölur 19-19 en KA er á leið í úrslitakeppni deildarinnar á meðan Þórsarar eru fallnir. Handbolti 27. maí 2021 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 27-29 | Óvæntur sigur gestanna Fram unnu tveggja marka sigur, 29-27 á Stjörnunni á útivelli í æsispennandi leik en Stjarnan þurfti sigur til þess að tryggja sér þriðja sætið í deildinni. Handbolti 27. maí 2021 21:00
Úrslitakeppnin klár eftir kvöldið: Fimm lið geta enn lent í klóm Hauka Deildarmeistarar Hauka hafa verið krýndir og Þór og ÍR þurfa að leika í næstefstu deild á næstu leiktíð. Hins vegar er ýmislegt óráðið fyrir lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta sem fer fram í kvöld. Handbolti 27. maí 2021 14:00
„Á ég að reyna selja úrslitakeppnina eða segja það sem mér finnst?“ Lokaskotið var á sínum stað er Seinni bylgjan gerði upp næst síðustu umferðina í Olís deild karla sem fór fram á mánudag. Handbolti 26. maí 2021 23:01
Aron Rafn aftur heim í Hauka Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson kemur heim í sumar og gengur í raðir Hauka. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Handbolti 26. maí 2021 18:20
Fór yfir ótrúlegan sjö mínútna kafla Árna Braga Árni Bragi Eyjólfsson hefur verið heitasti leikmaður Olís-deildar karla eftir síðasta hléið. Hann átti enn einn stórleikinn þegar KA tapaði fyrir Val, 31-27, á mánudaginn. Handbolti 26. maí 2021 14:11
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 27-27 | Mosfellingar náðu í stigið sem til þurfti Afturelding þurfti stig til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta. Það kom er liðið gerði 27-27 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Handbolti 24. maí 2021 18:45
Finnst við eiga meira skilið úr þessu tímabili Sebastian Alexandersson var ótrúlegt en satt ekki það glaður er hann mætti í viðtal eftir tólf marka sigur Fram á Gróttu í Olís deild karla í handbolta í dag. Handbolti 24. maí 2021 18:36
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Haukar 24-35 | Deildarmeistararnir keyrðu yfir Selfyssinga Deildarmeistarar Hauka gerðu góða ferð yfir Hellisheiðina þar sem Selfyssingar biðu þeirra. Nokkuð jafnræði var með liðunum fyrstu 20 mínútur leiksins, en eftir það tóku gestirnir öll völd og unnu að lokum verðskuldaðan 11 marka sigur. Lokatölur 24-35 og Selfyssingar eiga nú í hættu á að missa af heimaleikjarétti í úrslitakeppninni. Handbolti 24. maí 2021 18:32
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Grótta 32-20 | Stórsigur í Safamýri en Fram kemst ekki í úrslitakeppnina Fram vann virkilega öruggan tólf marka sigur á Gróttu í dag, 32-20 en þeir voru með yfirhöndina alveg frá fyrstu mínútu. Handbolti 24. maí 2021 18:25
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór 27-23 | Slakir Stjörnumenn komust upp í 3. sætið Stjörnumenn unnu sinn annan leik í röð þegar þeir lögðu fallna Þórsara að velli, 27-23, í Mýrinni í 21. og næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í dag. Handbolti 24. maí 2021 18:20
Patrekur: Örugglega lélegasti leikurinn okkar á tímabilinu Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn á Þór, 27-23, í dag en fannst spilamennska sinna manna slök. Handbolti 24. maí 2021 18:15
Legg mikið upp úr því að við komum á góðri siglingu inn í úrslitakeppnina Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals var ánægðu með að hans menn hafi unnið mikilvægan sigur á KA. Góður seinni hálfleikur varð til þess að Valur unnu 4 marka sigur 31-27. Handbolti 24. maí 2021 18:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 31-27 | Nokkuð öruggt hjá Valsmönnum Valur vann fjögurra marka sigur á KA er liðin mættust í Olís deild karla í dag. Lokatölur 31-27 heimamönnum í vil. Handbolti 24. maí 2021 18:05
Þetta er auðvitað bara ekki boðlegt á heimavelli Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfyssinga var gríðarlega ósáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið tók á móti Haukum í Olísdeild karla í dag. Handbolti 24. maí 2021 18:00
Þriggja vikna hraðmót um titilinn eftir margra mánaða keppni og vinnu Næst síðasta umferðin í Olís-deild karla í handbolta verður leikin í dag. Haukar hafa haft yfirburði til þessa í deildarkeppninni, en hvers vegna? Gaupi fór á stúfana og ræddi við Aron Kristjánsson, þjálfara liðsins um gott gengi þess á leiktíðinni. Handbolti 24. maí 2021 09:01
Tvöfalt fleiri áhorfendur leyfðir á þriðjudag Frá og með næsta þriðjudegi mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi, í stað 150 áður, á íþróttakappleikjum á Íslandi. Sport 21. maí 2021 13:36
Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 30-29 | KA-menn tryggðu sig inn í úrslitakeppnina KA tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla með sigri á FH í kvöld. Er þetta í fyrsta skipti í 16 ár sem KA kemst þangað. Lokatölur 30-29 á Akureyri í kvöld. Handbolti 20. maí 2021 21:05
Það kemur enginn hingað til að fá eitthvað Ragnar Snær Njálsson var mjög ánægður með sigur sinna manna er KA tryggði sér sæti í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. KA vann FH 30-29 og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 16 ár. Handbolti 20. maí 2021 20:51