Egill og Ási höfðu þetta bara eins og þeir vildu Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2021 21:26 Gunnar Magnússon er með lið Aftureldingar í brekku en er bjartsýnn á framhaldið eftir áramót. vísir/daníel Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ekki í vafa um hvað hefði skilað FH sigri í Mosfellsbæ í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. Egill Magnússon og Ásbjörn Friðriksson fóru illa með heimamenn og skoruðu samtals 22 mörk í 31-26 sigri FH-inga. „Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
„Við erum að fá of mikið af mörkum á okkur. Varnarlega náðum við bara ekki að stoppa Egil og Ása. Þeir höfðu þetta bara eins og þeir vildu. Við ætluðum að fara langt í Egil og reyna að ná honum, en einhvern veginn náðum við ekki taktinum þó að við höfum byrjað ágætlega. Við náðum bara ekki að stoppa þá tvo. Þeir voru erfiðir í kvöld,“ sagði Gunnar. FH náði frumkvæðinu seinni hluta fyrri hálfleiks, þegar Afturelding skoraði ekki mark í tæpar tíu mínútur. Phil Döhler hóf svo seinni hálfleik af krafti og FH náði að auka forskotið í fimm mörk. „Hann varði vel á þessum kafla. Sum færin voru alveg fín. En við misstum aðeins skipulagið sóknarlega líka. Við náðum því samt alveg þannig séð. Skoruðum 26 mörk og hann [Phil Döhler] var með um 35% markvörslu. En við stoppuðum þá bara ekki nógu vel varnarlega. Andri [Sigmarsson Scheving] varði alveg mörg góð skot en við náðum ekki að stoppa Ása og Egil,“ sagði Gunnar. „Þetta er það sem FH-ingarnir hafa. Reynda leikmenn sem eru rosalega stabílir. FH-ingar hafa þennan stöðugleika sem okkur vantar. Við erum mjög rokkandi í frammistöðu, en við höldum bara áfram. Stöðugleikinn kemur með tímanum,“ bætti þjálfarinn við. „Vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól“ Afturelding er nú sex stigum frá toppnum, með 10 stig eftir 10 leiki, og mun nær því að vera í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en toppsætið. Gunnar vonast til að hafa á öflugra liði að skipa eftir áramót þar sem menn á borð við Birki Benediktsson og Svein Andra Sveinsson verði komnir nær sínu besta: „Birkir er að koma eftir eins árs fjarveru og þarf tíma. Hann verður í toppstandi eftir áramót. Sama má segja um Svein Andra. Það er engin draumastaða að vera ekki með þá 100% heila í þessari lotu en við erum bara að gefa þeim tíma til að koma inn í þetta og það verður mikill styrkur þegar þessir tveir verða komnir í toppstand. Við vissum alveg að þetta yrði brekka fyrir jól. Auðvitað viljum við betri frammistöðu og fleiri stig, og við viljum meina að við getum betur en þetta. Við erum ekkert sáttir með þetta. Eins og staðan er í dag erum við aðeins á eftir liðum eins og FH en við þurfum bara að spýta í lófana, leggja mikið á okkur og gera betur,“ sagði Gunnar. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira