Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 26-22 | Víkingur hafði betur í uppgjöri nýliðanna Andri Már Eggertsson skrifar 29. nóvember 2021 22:00 vísir/vilhelm Víkingur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu með 4 marka sigri á HK 26-22. Víkingur spilaði frábæran seinni hálfleik sem tryggði heimamönnum fyrsta sigur vetrarins. Nýliðarnir mættust í 10. umferð Olís deildarinnar. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik. Kristján Ottó Hjálmsson, línumaður HK, hafði misst af síðustu tveimur leikjum en var klár fyrir átök kvöldsins. Kristján mætti ískaldur í leikinn og byrjaði á að setja boltann yfir hausinn á Jovan Kukobat, markmanni Víkings. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, tók leikhlé í stöðunni 6-8 og kveikti á nýjasta leikmanni Víkings Hamza Kablouti. Hamza skoraði sex af síðustu sjö mörkum Víkings í fyrri hálfleik. Hjörtur Ingi Halldórsson fékk rautt spjald þegar tæplega átján mínútur voru liðnar af leiknum. Hjörtur tók Styrmi Sigurðsson með sér í gólfið og skall Styrmir með hausinn í gólfið. Eftir að dómarar leiksins höfðu fundað þá var rautt spjald niðurstaðan. Víkingur tók leikinn í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu síðustu þrjú mörkin og voru marki yfir í hálfleik 14-13. Jóhann Berg Andrason gerði fyrstu tvö mörk Víkings í seinni hálfleik og var staðan orðin 17-14 snemma í seinni hálfleik. Þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka tók Víkingur leikinn í sínar hendur. Víkingur valtaði yfir HK sem skilaði þremur mörkum í röð og staðan orðin 24-20. HK-ingar gáfust upp verandi fjórum mörkum undir og biðu einfaldlega eftir því að leikurinn kláraðist. Víkingur vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Fyrsti sigur Víkings í höfn eftir frábæran seinni hálfleik. Af hverju vann Víkingur? Víkingur tók leikinn í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og gerðu einnig fyrsta markið í seinni hálfleik. Fjögur mörk í röð og Víkingur leit aldrei um öxl eftir þessa sveiflu. Hverjir stóðu upp úr? Hamza Kablouti sá um sóknarleik Víkings í kvöld. Hamza skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik og endaði á að skora níu mörk í leiknum. Jovan Kukobat varði 13 skot og voru nokkrir boltar á afar mikilvægum augnablikum sem hefði komið HK inn í leikinn. Hvað gekk illa? HK átti sinn slakasta leik á tímabilinu. Sóknarleikur HK var afleiddur nánast allan leikinn. HK endaði að skora 22 mörk sem er það minnsta sem liðið hefur skorað á tímabilinu. Það er hægt að nefna marga leikmenn HK sem áttu erfitt uppdráttar. Einar Bragi Aðalsteinsson var afar skotglaður í leiknum sem hjálpaði engan veginn liðinu. Einar Bragi skoraði 4 mörk í opnum leik úr 13 skotum. Hvað gerist næst? HK fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV næsta sunnudag klukkan 16:00. Mánudaginn eftir viku mætast Víkingur og Stjarnan klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fengum Þorgrím Þráinsson til að halda fyrirlestur fyrir leikinn Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var í skýjunum með sigur kvöldsinsVíkingur Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. „Við höfum æft mjög vel síðustu tvær vikur. Stjórnin hefur bætt mikið í umgjörðina hjá liðinu, við fengum Þorgrím Þráinsson til að halda fyrirlestur í gær og fannst mér liðsheildin vinna leikinn,“ sagði Jón Gunnlaugur sem tjaldaði öllu til fyrir leikinn. Jón Gunnlaugur var ánægður með seinni hálfleik Víkings þar sem hans menn fóru illa með Kópavogsbúa. „Í hálfleik fórum við yfir hvað við vorum með fáar löglegar stöðvanir, við þrefölduðum það í seinni hálfleik og fengum markvörslu. Mér fannst við leysa vörn HK vel.“ Hamza Kablouti skoraði níu mörk í leiknum og var Jón Gunnlaugur ánægður með hans leik. „Hamza hefur gengið í gegnum mikið. Það er erfitt að koma til Íslands og þurfa að skipta um lið á miðju tímabili, það reynir á andlegu hliðina og er ég mjög stoltur af honum,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík HK
Víkingur vann sinn fyrsta leik á tímabilinu með 4 marka sigri á HK 26-22. Víkingur spilaði frábæran seinni hálfleik sem tryggði heimamönnum fyrsta sigur vetrarins. Nýliðarnir mættust í 10. umferð Olís deildarinnar. Bæði lið voru stigalaus fyrir leikinn og mátti búast við hörkuleik. Kristján Ottó Hjálmsson, línumaður HK, hafði misst af síðustu tveimur leikjum en var klár fyrir átök kvöldsins. Kristján mætti ískaldur í leikinn og byrjaði á að setja boltann yfir hausinn á Jovan Kukobat, markmanni Víkings. Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, tók leikhlé í stöðunni 6-8 og kveikti á nýjasta leikmanni Víkings Hamza Kablouti. Hamza skoraði sex af síðustu sjö mörkum Víkings í fyrri hálfleik. Hjörtur Ingi Halldórsson fékk rautt spjald þegar tæplega átján mínútur voru liðnar af leiknum. Hjörtur tók Styrmi Sigurðsson með sér í gólfið og skall Styrmir með hausinn í gólfið. Eftir að dómarar leiksins höfðu fundað þá var rautt spjald niðurstaðan. Víkingur tók leikinn í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu síðustu þrjú mörkin og voru marki yfir í hálfleik 14-13. Jóhann Berg Andrason gerði fyrstu tvö mörk Víkings í seinni hálfleik og var staðan orðin 17-14 snemma í seinni hálfleik. Þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka tók Víkingur leikinn í sínar hendur. Víkingur valtaði yfir HK sem skilaði þremur mörkum í röð og staðan orðin 24-20. HK-ingar gáfust upp verandi fjórum mörkum undir og biðu einfaldlega eftir því að leikurinn kláraðist. Víkingur vann að lokum fjögurra marka sigur 26-22. Fyrsti sigur Víkings í höfn eftir frábæran seinni hálfleik. Af hverju vann Víkingur? Víkingur tók leikinn í sínar hendur undir lok fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu þrjú síðustu mörkin í fyrri hálfleik og gerðu einnig fyrsta markið í seinni hálfleik. Fjögur mörk í röð og Víkingur leit aldrei um öxl eftir þessa sveiflu. Hverjir stóðu upp úr? Hamza Kablouti sá um sóknarleik Víkings í kvöld. Hamza skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik og endaði á að skora níu mörk í leiknum. Jovan Kukobat varði 13 skot og voru nokkrir boltar á afar mikilvægum augnablikum sem hefði komið HK inn í leikinn. Hvað gekk illa? HK átti sinn slakasta leik á tímabilinu. Sóknarleikur HK var afleiddur nánast allan leikinn. HK endaði að skora 22 mörk sem er það minnsta sem liðið hefur skorað á tímabilinu. Það er hægt að nefna marga leikmenn HK sem áttu erfitt uppdráttar. Einar Bragi Aðalsteinsson var afar skotglaður í leiknum sem hjálpaði engan veginn liðinu. Einar Bragi skoraði 4 mörk í opnum leik úr 13 skotum. Hvað gerist næst? HK fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV næsta sunnudag klukkan 16:00. Mánudaginn eftir viku mætast Víkingur og Stjarnan klukkan 18:00. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fengum Þorgrím Þráinsson til að halda fyrirlestur fyrir leikinn Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var í skýjunum með sigur kvöldsinsVíkingur Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var afar ánægður með fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. „Við höfum æft mjög vel síðustu tvær vikur. Stjórnin hefur bætt mikið í umgjörðina hjá liðinu, við fengum Þorgrím Þráinsson til að halda fyrirlestur í gær og fannst mér liðsheildin vinna leikinn,“ sagði Jón Gunnlaugur sem tjaldaði öllu til fyrir leikinn. Jón Gunnlaugur var ánægður með seinni hálfleik Víkings þar sem hans menn fóru illa með Kópavogsbúa. „Í hálfleik fórum við yfir hvað við vorum með fáar löglegar stöðvanir, við þrefölduðum það í seinni hálfleik og fengum markvörslu. Mér fannst við leysa vörn HK vel.“ Hamza Kablouti skoraði níu mörk í leiknum og var Jón Gunnlaugur ánægður með hans leik. „Hamza hefur gengið í gegnum mikið. Það er erfitt að koma til Íslands og þurfa að skipta um lið á miðju tímabili, það reynir á andlegu hliðina og er ég mjög stoltur af honum,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti