Umfjöllun: ÍBV - Grótta 34-31 | Rúnar dró vagninn gegn Seltyrningum Eyjamenn tóku á móti Gróttu í níundu umferð Olís deildar karla en Eyjamenn höfðu fyrir leik tapað tveimur deildarleikjum í röð og unnu síðast í deildinni fyrir meira en mánuði síðan. Leikurinn í dag var leikinn af krafti og endaði með þriggja marka sigri ÍBV, 34-31. Handbolti 12. nóvember 2022 15:45
Hörður kvartar til EHF vegna framkomu lettneska sambandsins Lið Harðar í Olís deild karla hefur fengið nóg af framkomu lettneska handknattleikssambandsins í sinn garð. Hefur Hörður lagt inn formlega kvörtun til Handknattleikssambands Evrópu, EHF. Frá þessu var greint á Facebook síðu Hattar. Handbolti 12. nóvember 2022 09:46
Ætlaði alls ekki að verða þjálfari en er nú tekinn við uppeldisfélaginu Þótt Haukar hafi áður leitað til Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar segir hann að nú hafi hann ekki getað sagt nei við uppeldisfélagið. Handbolti 9. nóvember 2022 14:06
Ásgeir Örn tekur við Haukum Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari Hauka í Olís-deild karla til 2025. Hann tekur við liðinu af Rúnari Sigtryggssyni. Handbolti 9. nóvember 2022 11:51
„Fyrir þremur árum var þetta efnilegasti leikmaður á Íslandi en núna spilar hann ekki handbolta“ Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason eru undrandi á meðferðinni sem Tryggvi Garðar Jónsson fær hjá Val. Handbolti 9. nóvember 2022 10:31
Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu. Handbolti 8. nóvember 2022 19:30
Rúnar óvænt tekinn við Leipzig Handknattleiksþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson er hættur hjá Haukum og tekinn við þýska liðinu Leipzig. Handbolti 8. nóvember 2022 15:36
Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Handbolti 8. nóvember 2022 15:01
Stubbarnir í Kaplakrika Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika. Handbolti 8. nóvember 2022 12:01
„Eru að hugsa um sjálfa sig eða einhverja tölfræði eða blablablablabla“ Arnar Daði Arnarsson hélt mikla eldræðu um lið Stjörnunnar í Seinni bylgjunni í gær. Stjörnumenn unnu ÍR-inga, 33-28, á sunnudagskvöldið. Sigurinn var þó tæpari en í stefndi í hálfleik. Handbolti 8. nóvember 2022 11:01
Snorri Steinn: Vantar ekki dagana hjá okkur til þess að létta á álaginu Valur vann í kvöld fimm marka sannfærandi sigur á Selfyssingum. Lokatölur 38-33 í Origo höllinni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum sáttur með frammistöðu sinna manna í kvöld. Handbolti 7. nóvember 2022 23:00
Umfjöllun: Valur - Selfoss 38-33 | Fagmannleg frammistaða hjá meisturunum Valur mætti Selfyssingum að Hlíðarenda í kvöld í 8. umferð Olís-deildarinnar. Lauk leiknum með þægilegum sigri heimamanna í Val. Lokatölur 38-33 í leik sem Valur leiddi frá upphafi til enda. Handbolti 7. nóvember 2022 21:00
„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. Handbolti 6. nóvember 2022 21:38
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. Handbolti 6. nóvember 2022 21:15
Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu. Handbolti 6. nóvember 2022 19:41
Jónatan: Getum ekki notað álagið sem afsökun Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA, var að vonum ósáttur eftir tap síns liðs gegn Aftureldingu í Olís-deildinni í dag. Hann segir að liðið hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í leiknum. Handbolti 6. nóvember 2022 19:10
Umfjöllun og viðtal: FH-Hörður 36-31 | FH upp í fjórða sætið FH lyfti sér upp í fjórða sæti Olís-deildarinnar í handknattleik eftir fimm marka sigur á Herði frá Ísafirði í dag. Lokatölur 36-31 en sigurinn er sá fjórði í röð hjá FH-ingum. Handbolti 6. nóvember 2022 18:40
Umfjöllun og viðtal: Afturelding-KA 34-29 | Fimmti sigur Aftureldingar í röð Afturelding vann sinn fimmta sigur í röð í Olís-deild karla í handknattleik þegar þeir lögðu KA á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í kvöld. Með sigrinum jafna Mosfellingar Framara að stigum í öðru sæti deildarinnar. Handbolti 6. nóvember 2022 18:30
Kross 7. umferðar: Lukku Luka og hafnfirsk hryllingsmynd á Hrekkjavöku Sjöunda umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í vikunni. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 4. nóvember 2022 11:01
Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin. Handbolti 3. nóvember 2022 19:52
Rauða spjald Jóhanns Birgis dregið til baka Aganefnd HSÍ fundaði í gær og tók þá fyrir mál fjögurra leikmanna sem fengu rautt spjald í 7.umferð Olís-deildar karla um síðustu helgi. Rauða spjaldið sem FH-ingurinn Jóhann Birgir Ingvarsson fékk gegn ÍBV var dregið til baka. Handbolti 2. nóvember 2022 18:45
Sendi leikmönnum Harðar sérstök skilaboð í síðasta Seinni bylgju þætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, hafði áhyggjur af Harðarmönnum og að leikmenn liðsins skildu ekki ráðleggingarnar frá Seinni bylgju mönnum. Handbolti 2. nóvember 2022 12:31
Jóhann Gunnar valdi verstu dómaratuðara Olís-deildarinnar Hvaða þjálfarar eru duglegastir að tuða í dómurum Olís-deildar karla? Jóhann Gunnar Einarsson reyndi að svara því í Seinni bylgjunni og valdi fimm mestu dómaratuðara deildarinnar. Handbolti 1. nóvember 2022 12:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Handbolti 31. október 2022 22:00
„Allar útskýringar hljóma eins og afsakanir eftir svona frammistöðu“ Haukar töpuðu gegn Fram á heimavelli 32-34. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með fyrri hálfleik liðsins þar sem Haukar voru tíu mörkum undir í hálfleik. Handbolti 31. október 2022 21:45
„Varnarleikurinn leggur grunninn að þessu“ „Ég er virkilega sáttur að hafa unnið hérna í kvöld. Það er góð fyrsta tilfinning og á erfiðum útivelli. ÍR-ingar eru búnir að vera spila vel svo að við áttum von á hörkuleik. Þetta var þægilegra í seinni hálfleik, það var smá bras í fyrri,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, sáttur eftir níu marka sigur á ÍR í Olís-deild karla í kvöld, lokatölur 26-35. Handbolti 30. október 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 26-35 | Selfyssingar stöðvuðu sigurgöngu ÍR í Skógarselinu ÍR-ingar sem hafa verið taplausir á heimavelli síðan þeir flutt í nýtt hús, tóku á móti Selfossi í 7. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Selfyssingum tókst að binda endi á það í kvöld er þeir unnu níu marka sigur á ÍR. Lokatölur 26-35. Handbolti 30. október 2022 21:00
Umfjöllun: Hörður - Afturelding 29-36 | Fjórði sigur Aftureldingar í röð Afturelding fór á Ísafjörð og vann sjö marka sigur á Herði 29-36. Afturelding var yfir allan leikinn. Heimamenn minnkuðu forskot Aftureldingar niður í tvö mörk þegar sjö mínútur voru eftir en gestirnir svöruðu því og fögnuðu á endanum sjö marka sigri. Handbolti 30. október 2022 17:35
Umfjöllun: ÍBV - FH 28-29 | FH-ingar fyrstir til að fara með stig úr Eyjum FH vann sinn fyrsta leik í Vestmannaeyjum síðan 2018 þegar liðið lagði ÍBV að velli, 28-29, í 7. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar urðu þar með fyrsta liðið á tímabilinu til að fara með stig úr Eyjum. Handbolti 30. október 2022 15:20
Kross 6. umferðar: Svarthvítur Hafnarfjörður og Essin þrjú á Selfossi Sjötta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Handbolti 25. október 2022 10:01