Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Selfoss | Stjarnan blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt Hjörvar Ólafsson skrifar 31. mars 2023 21:48 Hergeir Grímsson átti flottan leik gegn uppeldisfélagi sínu. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Stjarnan náði frumkvæðinu í leiknum fljótlega og var með um það bil fjögurra marka forskot lungann úr fyrri hálfleik. Heimamönnum óx ásmegin þegar líða tók á fyrri hálfleikinn og náði sjö marka forystu, 19-12, fyrir lok fyrri hálfleiksins. Stjarnan spilaði sterka 5-1 vörn með Hergeir Grímsson fyrir framan og vörnin var þétt. Þá var allt annað að sjá sóknarleik liðsins en í tapinu gegn ÍR í síðustu umferð deildarinnar. Stjarnan náði að hrista af slyðruorðið í öllum þáttum leiksins að þessu sinni. Meiðslalisti Stjörnunnar, sem var nokkuð langur fyrir, varð lengri fyrir þennan leik en þeir leikmenn sem fengu tækifærið í þessum leik og þeir sem fengu stærra hlutverk gripu gæsina í þessum leik. Sigur Stjörnunnar skilar því að liðið er komið upp að hlið Selfoss og Fram en liðin hafa 23 stig í fjórða til sjöunda sæti deildarinnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði að setja upp gott varnarskipulag sem leikmenn liðsins fylgdu vel og framkvæmdu með prýði. Þá stýrðu reynslumiklir leikmenn sóknarleiknum einkar vel og gerðu leikmenn í kringum sig betri. Hverjir sköruðu fram úr? Gunnar Steinn Jónsson bæði skoraði sjö mörk og mataði samherja sínum með stoðsendingum. Þá var hann allan leikinn að miðla af reynslu sinni og aðstoða liðsfélaga sína við að taka réttar ákvarðanir. Hergeir Grímsson var svo öflugur á báðum endum vallarins. Atli Ævar Ingólfsson átti góða innkomu inná línuna hjá Selfossi. Hvað gekk illa? Leikmönnum Selfoss gekk illa að finna svör við varnarleik Stjörnunnar. Þegar töpuðu boltunum fjölgaði og mistökunum almennt beindu gestirnir athyglinni að dómaraparinu í stað þess að líta í eigin barm. Það skilar sjaldnast neinu og allra síst bættri spilamennsku. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæinn í næstsíðustu umferð deildarinnar á miðvikudaginn í næstu viku og það sama kvöld etur Selfoss kappi við Aftureldingu í Set-höllinni Patrekur: Allt annað sjá liðið að þessu sinni Patrekur Jóhannesson þungt hugsi.Vísir/Diego „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig. Þórir: Andleysi í leikmönnum liðsins Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Diego „Við grófum okkur holu í fyrri hálfeik og það var í raun allt að. Vörnin var soft, lítil markvarsla og færanýtingin hinum megin afleit. Við vorum slakir í öllum þáttum leiksins og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það er leiðinlegt að sjá hversu mikið andleysi var í leikmannahópnum,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, vonsvikinn. „Við fórum yfir málin í seinni hálfleik og fengum einhver svör en ekki nóg. Seinni hálfleikurinn endaði jafn en það dugði ekki til. Nú þurfum við bara að fara yfir þennan leik og passa upp á að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Þórir aukinheldur. Nýverið var tilkynnt að Guðmundur Hólmar Helgason og Ísak Gústafsson séu á leið frá Selfossi í sumar. Þá hafa fregnir borist af því að spænskur leikmaður sé á reynslu hjá Selfyssingum. Þórir segir að ekkert sé frekar að frétta af leikmannamálum hjá félaginu. Olís-deild karla Stjarnan UMF Selfoss
Stjarnan vann afar öruggan sjö marka sigur er liðið tók á móti Selfossi í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-26. Með sigrinum jafnaði Stjarnan Selfoss að stigum og liðið er nú komið í harða barátt um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Stjarnan náði frumkvæðinu í leiknum fljótlega og var með um það bil fjögurra marka forskot lungann úr fyrri hálfleik. Heimamönnum óx ásmegin þegar líða tók á fyrri hálfleikinn og náði sjö marka forystu, 19-12, fyrir lok fyrri hálfleiksins. Stjarnan spilaði sterka 5-1 vörn með Hergeir Grímsson fyrir framan og vörnin var þétt. Þá var allt annað að sjá sóknarleik liðsins en í tapinu gegn ÍR í síðustu umferð deildarinnar. Stjarnan náði að hrista af slyðruorðið í öllum þáttum leiksins að þessu sinni. Meiðslalisti Stjörnunnar, sem var nokkuð langur fyrir, varð lengri fyrir þennan leik en þeir leikmenn sem fengu tækifærið í þessum leik og þeir sem fengu stærra hlutverk gripu gæsina í þessum leik. Sigur Stjörnunnar skilar því að liðið er komið upp að hlið Selfoss og Fram en liðin hafa 23 stig í fjórða til sjöunda sæti deildarinnar. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan náði að setja upp gott varnarskipulag sem leikmenn liðsins fylgdu vel og framkvæmdu með prýði. Þá stýrðu reynslumiklir leikmenn sóknarleiknum einkar vel og gerðu leikmenn í kringum sig betri. Hverjir sköruðu fram úr? Gunnar Steinn Jónsson bæði skoraði sjö mörk og mataði samherja sínum með stoðsendingum. Þá var hann allan leikinn að miðla af reynslu sinni og aðstoða liðsfélaga sína við að taka réttar ákvarðanir. Hergeir Grímsson var svo öflugur á báðum endum vallarins. Atli Ævar Ingólfsson átti góða innkomu inná línuna hjá Selfossi. Hvað gekk illa? Leikmönnum Selfoss gekk illa að finna svör við varnarleik Stjörnunnar. Þegar töpuðu boltunum fjölgaði og mistökunum almennt beindu gestirnir athyglinni að dómaraparinu í stað þess að líta í eigin barm. Það skilar sjaldnast neinu og allra síst bættri spilamennsku. Hvað gerist næst? Stjarnan fær Val í heimsókn í Garðabæinn í næstsíðustu umferð deildarinnar á miðvikudaginn í næstu viku og það sama kvöld etur Selfoss kappi við Aftureldingu í Set-höllinni Patrekur: Allt annað sjá liðið að þessu sinni Patrekur Jóhannesson þungt hugsi.Vísir/Diego „Mér fannst varnarleikurinn flottur, 5-1 vörnin gekk vel og við náðum að beina Selfyssingum inn á miðju, nákvæmlega eins og við vildum. Það var allt annað sjá liðið í þessum leik en á móti ÍR í síðustu viku og ég var ánægður með að sjá svarið eftir lélega frammistöðu í Breiðholtinu,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar að leik loknum. „Sóknarleikurinn gekk svo bara nokkuð smurt og þeir leikmenn sem komu inn vegna meiðsla stóðu sig vel. Auðvitað er eitthvað sem við getum bætt en þetta var mjög jákvætt. Nú er bara að byggja á þessu upp á framhaldið. Við megum ekki hafa jafn miklar sveiflur og voru á milli síðustu tveggja leikja í næstu leikjum okkar,“ sagði hann enn fremur. „Sú staðreynd að við erum án lykilleikmanna þýðir að það eru leikmenn sem fá tækifæri og aukna ábyrgð. Það eykur breiddina þegar við fáum leikmennina til baka. Í kvöld gladdi það mig mikið að sjá Dag Loga og Rytis sýna sig á stóra sviðinu og Ari Sverrir er að bæta sig mikið með hverjum leiknum sem hann spilar,“ sagði hann einnig. Þórir: Andleysi í leikmönnum liðsins Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Diego „Við grófum okkur holu í fyrri hálfeik og það var í raun allt að. Vörnin var soft, lítil markvarsla og færanýtingin hinum megin afleit. Við vorum slakir í öllum þáttum leiksins og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það er leiðinlegt að sjá hversu mikið andleysi var í leikmannahópnum,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, vonsvikinn. „Við fórum yfir málin í seinni hálfleik og fengum einhver svör en ekki nóg. Seinni hálfleikurinn endaði jafn en það dugði ekki til. Nú þurfum við bara að fara yfir þennan leik og passa upp á að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Þórir aukinheldur. Nýverið var tilkynnt að Guðmundur Hólmar Helgason og Ísak Gústafsson séu á leið frá Selfossi í sumar. Þá hafa fregnir borist af því að spænskur leikmaður sé á reynslu hjá Selfyssingum. Þórir segir að ekkert sé frekar að frétta af leikmannamálum hjá félaginu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti