Haukar kæra framkvæmd leiksins gegn Gróttu Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 12:25 Haukar hafa kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu. Vísir/Snædís Handknattleiksdeild Hauka hefur kært framkvæmd leiksins gegn Gróttu síðastliðinn fimmtudag en þetta hefur HSÍ staðfest í samtali við Vísi. Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik. Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Grótta vann eins marks sigur á Haukum í Olís-deild karla í handknattleik á fimmtudagskvöld en lokasekúndur leiksins voru æsispennandi. Haukar virtust hafa komist yfir þegar örfáar sekúndur voru eftir en Gróttu tókst að skora í kjölfarið og fögnuðu því sem flestir héldu að væri jafntefli. Í ljós kom hins vegar að annar dómari leiksins hafði dæmt línu á Stefán Rafn Sigurmannsson þegar hann kom knettinum í netið í sókninni á undan á meðan hinn dómarinn dæmdi mark. Eftir töluverða reikistefnu var niðurstaðan að mark Hauka var dæmt af en mark Gróttu látið standa. Þetta voru Haukar gríðarlega ósáttir með og þeir hafa nú kært framkvæmd leiksins en þetta hefur Vísir fengið staðfest hjá HSÍ. „Handknattleiksdeild Hauka kærir hér með framkvæmd leiks Hauka og Gróttu í Olísdeild karla sem fram fór fimmtudaginn 23. Mars 2023, þar sem dómari leiksins dæmir mark og staðfestir það með bendingum og flautumerki um að hefja megi leikinn á miðju með frumkasti,“ segir í kærunni sem liggur nú á borði Handknattleikssambandsins. Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport í Seinni Bylgjunni og einn umsjónarmanna Handkastsins, greindi frá því í gær að kæra frá Haukum væri á leiðinni og það hefur nú verið staðfest. Samkvæmt heimildum Sérfræðingsins hafa Haukar sent inn kæru vegna þessa máls. Haukarnir skítstressaðir að komast ekki í úrslitakeppnina og þá er allt reynt. Úff. Mitt uppeldisfélag hefur verið á betri stað. Vonandi að menn sjái sóma sinn í því að skammast sín frekar. Einar. https://t.co/6MrnG1iacX— Arnar Daði (@arnardadi) March 24, 2023 Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var ómyrkur í máli eftir leikinn á fimmtudag og sagði niðurstöðuna algjört fíaskó. „Mér finnst þetta fíaskó, mér finnst þetta ótrúlegur amatörismi sem var verið að bjóða hérna uppá. Þeir voru búnir að dæma leikinn fínt í 58 mínútur svo dæmir hann línu sem ég sé ekki. Ég skil ekki afhverju það er verið að dæma miðju þegar að það er búið að vera dæma línu hérna megin. Auðvitað fipast okkar leikmenn við það og þeir koma hérna upp og skora. Þetta er brandari sem er verið að bjóða uppá,“ sagði Ásgeir við Vísi eftir leik.
Olís-deild karla Haukar Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira