Umfjöllun: ÍBV - Haukar 37-24 | Eyjamenn sigldu Hauka í kaf Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:54 vísir/diego ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínúturnar. Þá vöknuðu Eyjamenn til lífsins og þegar stundar fjórðungur var liðin var staðan 8-5 fyrir ÍBV. Haukar sáu ekki til sólar og við tók tæplega ellefu mínútna kafli þar sem að þeir skoruðu ekki á meðan ÍBV raðaði inn mörkum hægt og rólega. Sóknarleikur Hauka var slakur og gerði ÍBV í því að stela boltanum og skora. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu Eyjamenn með sex mörkum 21-15. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á að tapa boltanum og var það lýsandi fyrir frammistöðuna í leiknum. ÍBV gjörsamlega keyrðu yfir þá og áttu Haukar fá svör við gríðarlega sterkum varnarleik Eyjamanna. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Eyjamenn með tíu mörkum 30-20. ÍBV skoraði mörk í öllum regnbogans litum og héldu áfram að kjöldraga Hauka sem biðu eftir að flautað yrði til leiksloka. Eftir langar og óspennandi lokamínútur fyrir Hauka var það loks gert og fagnaði ÍBV virkilega góðum fjórtán marka sigri 38-24. Afhverju vann ÍBV? Það var allt upp á tíu hjá ÍBV í kvöld. Varnarleikurinn var algjörlega frábær og gerðu þeir í því að stela boltanum af Haukum sem fundu engin svör. Þeir léku sér að vörn Hauka og virtust hafa lítið fyrir því. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði tólf mörk. Arnór Viðarsson var með sex mörk. Markverðir ÍBV voru báðir með fimm bolta varða. Vörn Eyjamanna var með níu bolta varða. Hjá Haukum skoraði Andri Már Rúnarsson átta mörk. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Haukum í kvöld. Eftir að hafa spilað vel fyrstu tíu mínúturnar hrundi bæði sóknarleikur þeirra sem og varnarleikur. Þeir skoruðu ekki í tæpar ellefu mínútur í fyrri hálfleik og spiluðu ógaðan sóknarleik þar sem leikmenn ÍBV stálu boltanum og skoruðu. Varnarleikurinn var ragur og áttu Eyjamenn auðvelt með að opna þá og skjóta yfir þá. Hvað gerist næst? Mánudaginn 10. apríl sækir ÍBV Val heim kl 16:00. Á sama tíma taka Haukar á móti Herði. Olís-deild karla ÍBV Haukar
ÍBV valtaði yfir Hauka, 37-24, þegar liðin leiddu saman hesta sína í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í kvöld. Haukar byrjuðu leikinn betur og leiddu með einu til tveimur mörkum fyrstu tíu mínúturnar. Þá vöknuðu Eyjamenn til lífsins og þegar stundar fjórðungur var liðin var staðan 8-5 fyrir ÍBV. Haukar sáu ekki til sólar og við tók tæplega ellefu mínútna kafli þar sem að þeir skoruðu ekki á meðan ÍBV raðaði inn mörkum hægt og rólega. Sóknarleikur Hauka var slakur og gerði ÍBV í því að stela boltanum og skora. Þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks leiddu Eyjamenn með sex mörkum 21-15. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn á að tapa boltanum og var það lýsandi fyrir frammistöðuna í leiknum. ÍBV gjörsamlega keyrðu yfir þá og áttu Haukar fá svör við gríðarlega sterkum varnarleik Eyjamanna. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum leiddu Eyjamenn með tíu mörkum 30-20. ÍBV skoraði mörk í öllum regnbogans litum og héldu áfram að kjöldraga Hauka sem biðu eftir að flautað yrði til leiksloka. Eftir langar og óspennandi lokamínútur fyrir Hauka var það loks gert og fagnaði ÍBV virkilega góðum fjórtán marka sigri 38-24. Afhverju vann ÍBV? Það var allt upp á tíu hjá ÍBV í kvöld. Varnarleikurinn var algjörlega frábær og gerðu þeir í því að stela boltanum af Haukum sem fundu engin svör. Þeir léku sér að vörn Hauka og virtust hafa lítið fyrir því. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði tólf mörk. Arnór Viðarsson var með sex mörk. Markverðir ÍBV voru báðir með fimm bolta varða. Vörn Eyjamanna var með níu bolta varða. Hjá Haukum skoraði Andri Már Rúnarsson átta mörk. Hvað gekk illa? Það gekk fátt upp hjá Haukum í kvöld. Eftir að hafa spilað vel fyrstu tíu mínúturnar hrundi bæði sóknarleikur þeirra sem og varnarleikur. Þeir skoruðu ekki í tæpar ellefu mínútur í fyrri hálfleik og spiluðu ógaðan sóknarleik þar sem leikmenn ÍBV stálu boltanum og skoruðu. Varnarleikurinn var ragur og áttu Eyjamenn auðvelt með að opna þá og skjóta yfir þá. Hvað gerist næst? Mánudaginn 10. apríl sækir ÍBV Val heim kl 16:00. Á sama tíma taka Haukar á móti Herði.