Skapa þarf traust á skattframkvæmd en hún hefur verið ófyrirsjáanleg Það er til lítils að breyta reglum ef skattayfirvöld beita túlkunum á lagaákvæðum sem samræmast ekki rekstrarumhverfi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði sem er um margt ólíkur öðrum rótgrónari atvinnugreinum, segja Samtök iðnaðarins um fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattslögum, sem eiga að einfalda regluverk fyrir erlenda fjárfestingu. „Beiting skattayfirvalda á skattareglum tekur of sjaldan mið af stöðu og raunveruleika sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.“ Innherji 15. febrúar 2024 18:09
Hlutverk sameinaðs nýsköpunarsjóðs of víðtækt og vilja ekki ríkisforstjóra Á meðal gagnrýni á frumvarp um sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu er að ráðherra skipar forstjóra til fimm ára. Betur færi ef stjórn ráði forstjóra því hún hefur eftirlit með störfum hans. Eins er sagt að hlutverk hins nýja sjóðs sé of víðtækt. „Sögulega séð hafa sjóðir sem eiga að gera allt fyrir alla ekki verið langlífir.“ Innherji 15. febrúar 2024 13:34
Hjálpa fólki að hætta á verkjalyfjum með íslensku hugviti Íslenska sprotafyrirtækið Prescriby hefur í samráði við Heilsuvernd og Heilsugæsluna í Urðarhvarfi stigið stórt skref í veitingu heilbrigðisþjónustu, en þau bjóða nú upp á persónusniðna verkjamóttöku og þjónustu við að minnka notkun eða hætta á sterkum verkjalyfjum. Viðskipti innlent 13. febrúar 2024 10:16
Vöxtur tækni- og hugverkaiðnaðar krefst sérhæfðs mannauðs Samtök iðnaðarins gáfu nýverið út greiningu á mannauðs- og færniþörf sem leiðir í ljós að enn er veruleg vöntun á hæfu starfsfólki til starfa í tækni- og hugverkaiðnaði. Þörfin mun aðeins fara vaxandi á næstu árum. Skoðun 12. febrúar 2024 14:31
Sea Growth hlaut Gulleggið í ár Spennuþrungið andrúmsloftið leyndi sér ekki þegar úrslit Gulleggsins 2024 voru kunngerð. Tilkynnt var um þrjú efstu sætin og vinsælasta teymið að mati almennings. Viðskipti innlent 9. febrúar 2024 23:23
Bein útsending: Frumkvöðlar bítast um Gulleggið Lokakeppni Gulleggsins fer fram í dag og er ein milljón króna undir fyrir sigurvegarann. Keppnin fer fram í Grósku og munu keppendur í úrslitum kynna verkefni sín fyrir dómnefnd. Keppnin verður í beinu streymi á Stöð 2 Vísi. Viðskipti innlent 9. febrúar 2024 15:01
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. Atvinnulíf 8. febrúar 2024 07:01
Störfin að breytast: Laus við síendurtekin verkefni og spörum tíma og kostnað „Áhrifin af sjálfvirknivæðingu felast ekki aðeins í möguleikanum á að spara tíma við endurtekin verkefni, aukna gæðastjórnun eða að halda launakostnaði í skefjum, heldur er hún oft liður í því að auka á starfsánægju þeirra sem við verkefnin sjálf starfa,“ segir Eyþór Logi Þorsteinsson framkvæmdastjóri Evolv. Atvinnulíf 7. febrúar 2024 07:00
Verkefnin sem keppa um Gulleggið í ár Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. Viðskipti innlent 6. febrúar 2024 18:42
Eina athugasemdin vegna of mikillar sótthreinsunar Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur birt skýrslu sína eftir úttekt á framleiðslu Alvotech. Eina athugasemdin var vegna þess að eftirlitsmaður sá starfsmann Alvotech sótthreinsa hanska sína of oft og nota þá ekki með hárréttum hætti. Viðskipti innlent 31. janúar 2024 15:19
Líka lausn að ráða erlenda sérfræðinga í fjarvinnu erlendis frá „Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi. Atvinnulíf 31. janúar 2024 07:01
Verkís leiðir milljarðaverkefni Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis. Viðskipti innlent 30. janúar 2024 11:32
Þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni fyrir notkun á uppfinningu Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Íslenskar orkurannsóknir, eða ÍSOR, þurfa ekki að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum fyrir notkun á uppfinningum sem starfsmaðurinn fann upp á þegar hann var starfsmaður stofnunarinnar. Innlent 27. janúar 2024 10:26
Styrkleikar frumkvöðla sem eru fertugir og eldri Við tengjum flest frumkvöðla við frekar ungt fólk. Ekki bara á Íslandi, heldur eru árangurssögurnar erlendis frá líka oft tengdar mjög ungum snillingum. Atvinnulíf 26. janúar 2024 07:01
Sesselja Ingibjörg stýrir frumkvöðlastarfi Samherja Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja. Viðskipti innlent 25. janúar 2024 09:48
Selja kolefniseiningu sem tryggir stúlkum í Sambíu menntun og samsvarar einu tonni af CO2 Það kann að hljóma undarlega að með því að kaupa kolefniseiningar af fyrirtækinu SoGreen, ná fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi: Að kolefnisjafna starfsemina sína annars vegar og styðja við menntun ungra stúlkna í Sambíu hins vegar. Atvinnulíf 25. janúar 2024 07:00
HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Innlent 23. janúar 2024 13:38
Myndaveisla: Dagur B fékk viðstadda til að sperra upp eyrun Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins. Lífið 19. janúar 2024 13:02
Verðlaunaðir fyrir umhverfisvænt sementslaust steinlím Gonzalo Patricio Eldredge Arenas og Heiðar Snær Ásgeirsson hlutu nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2023. Viðskipti innlent 18. janúar 2024 16:28
Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Við upplifum mörg mikla ástríðu fyrir vinnunni okkar. En vitum að lífið er svo miklu meira en vinnan. Viðtölin í Atvinnulífinu taka mið af þessu og þar er mannlega hliðin því alltaf í fyrirrúmi. Enda eru þessi viðtöl vel lesin. Atvinnulíf 14. janúar 2024 08:00
Þátttakan skapi gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun Þátttaka Íslands í InvestEU áætluninni mun skapa gríðarleg tækifæri til fjárfestingar í nýsköpun með áherslu á stafræna þróun og grænar lausnir. Þetta segir nýsköpunarráðherra sem kynnti verkefnið í morgun. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 14:00
Bein útsending: Þátttaka Íslands í InvestEU-áætluninni Kynningarfundur um þátttöku Íslands í InvestEU-áætluninni og framkvæmd hennar fer fram klukkan 9:30 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Viðskipti innlent 10. janúar 2024 09:00
„Salan var algjörlega háð því hvað Þórólfur sagði á fundum“ „Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar. Atvinnulíf 8. janúar 2024 07:01
Tekur við sem forstöðukona nýsköpunar og atvinnulífs í HR Ólöf Vigdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona nýsköpunar og atvinnulífstengsla hjá Háskólanum í Reykjavík. Viðskipti innlent 4. janúar 2024 10:24
Mesta tæknibylting frá upphafi mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra Upplýsingatækni er sá geiri sem þróast hvað hraðast. „Næstu ár verða sérstaklega áhugaverð enda mesta tæknibylting frá upphafi tengd gervigreind sem mun hafa fordæmalausar breytingar á lífi allra,“ segir Gunnar Zoëga, forstjóri OK. Opin Kerfi og Premis sameinuðust í fyrra undir nafninu OK. Innherji 28. desember 2023 08:49
Íslenskt fyrirtæki á lista Financial Times yfir framúrskarandi fyrirtæki Íslenska tæknifyrirtækið Treble Technologies, sem sérhæfir sig í hljóðhermun, er á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki sem þóttu skara fram úr á árinu. Viðskipti innlent 25. desember 2023 15:58
Samherji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA. Viðskipti innlent 21. desember 2023 10:10
Kaupverðið á PayAnalytics getur orðið allt að sex milljarðar Kaupverð PayAnalytics getur numið allt að fimm til sex milljörðum króna gangi tiltekin afkomumarkmið eftir, samkvæmt heimildum Innherja. Til samanburðar er markaðsvirði flugfélagsins Play 6,5 milljarðar króna. Innherji 20. desember 2023 14:08
Bala safnar um 700 milljónum í vísisjóð Founders Ventures Management, sem stýrt er af Bala Kamallakharan, vinnur að því að stækka vísisjóð um um það bil fimm milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 700 milljónir króna. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á hugmyndastigi og við það yrði hann um 9,5 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarðar króna. Innherji 15. desember 2023 07:19
Meniga tilkynnir um 2,2 milljarða fjármögnun Meniga hefur tilkynnt um 15 milljóna evru fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum íslenskra króna, í D-fjármögnunarlotu. Þátttakendur í fjármögnungarlotunni voru stórir evrópskir bankar eins og BPCE og Crédito Agrícola, fjárfestingafélagið Omega ehf, ásamt þátttöku margra af núverandi hluthöfum. Viðskipti innlent 14. desember 2023 11:28