Nýsköpun

Nýsköpun

Fréttamynd

Skapa þarf traust á skattframkvæmd en hún hefur verið ó­fyrir­sjáan­leg

Það er til lítils að breyta reglum ef skattayfirvöld beita túlkunum á lagaákvæðum sem samræmast ekki rekstrarumhverfi fyrirtækja í tækni- og hugverkaiðnaði sem er um margt ólíkur öðrum rótgrónari atvinnugreinum, segja Samtök iðnaðarins um fyrirhugaðar breytingar á tekju­skatts­lög­um, sem eiga að ein­falda reglu­verk fyr­ir er­lenda fjár­fest­ingu. „Beiting skattayfirvalda á skattareglum tekur of sjaldan mið af stöðu og raunveruleika sprota- og nýsköpunarfyrirtækja.“

Innherji
Fréttamynd

Hlut­verk sam­einaðs ný­sköpunar­sjóðs of víð­tækt og vilja ekki ríkisforstjóra

Á meðal gagnrýni á frumvarp um sameiningu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og sjóðasjóðsins Kríu er að ráðherra skipar forstjóra til fimm ára. Betur færi ef stjórn ráði forstjóra því hún hefur eftirlit með störfum hans. Eins er sagt að hlutverk hins nýja sjóðs sé of víðtækt. „Sögulega séð hafa sjóðir sem eiga að gera allt fyrir alla ekki verið langlífir.“

Innherji
Fréttamynd

Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa sam­band við alla“

„Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verk­efnin sem keppa um Gulleggið í ár

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fer fram á föstudaginn en keppnin hefur verið haldin árlega frá árinu 2008. Tíu teymi sem valin voru úr tæplega sjötíu umsóknum af áttatíu manna rýnihópi keppa um hið gullna egg. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Líka lausn að ráða er­lenda sér­fræðinga í fjarvinnu er­lendis frá

„Það myndi ekki duga til þótt við legðum allt í að efla skólastigið hér þannig að fleiri gætu farið í tæknitengt nám. Sérstaklega með tilliti til þess sem er að gerast í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Þar sem við erum að sjá gríðarlega áhugaverðar og spennandi lausnir í þróun,“ segir Snæbjörn Ingi Ingólfsson, framkvæmdastjóri Itera á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Verkís leiðir milljarðaverkefni

Íslenska verkfræðistofan Verkís leiðir verkefnið GAMMA, sem styrkt er af Evrópusambandinu og er ætlað að gera vísindamönnum kleift að þróa tæknilausir og breyta ítölsku flutningsskipi til að nýta rafeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sesselja Ingi­björg stýrir frumkvöðlastarfi Sam­herja

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Driftar EA á Akureyri, félags sem hefur það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Stofnendur félagsins eru frændurnir Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, kenndir við Samherja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HR fær 200 milljónir í rannsóknarhús

Háskólanum í Reykjavík hefur verið úthlutað 200 milljónum króna í stuðning til fjármögnunar undirbúnings að uppbyggingu á allt að 6000 fermetra rannsókna- og nýsköpunarhúsi við skólann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Dagur B fékk við­stadda til að sperra upp eyrun

Um sjö hundruð háskólanemar mættu í eina stærstu vísindaferð landsins til að kynna sér frumkvöðlakeppnina Gulleggið í Grósku á dögunum. KLAK - Icelandic Startups stóð fyrir viðburðinum sem hefur fest sig í sessi meðal eftirsóttustu viðburða hjá nemendum háskóla landsins.

Lífið
Fréttamynd

„Salan var al­gjör­lega háð því hvað Þór­ólfur sagði á fundum“

„Helgi var einkaþjálfari þegar að við kynntumst og í viðskiptafræði í háskólanum. Við gerðum samkomulag um að ég væri hjá honum í líkamsrækt þrisvar í viku og síðan kom hann til mín á mánudögum klukkan fimm og ég kenndi honum forritun og fleira fyrir tölvukúrsana hans. Síðan borðaði hann með okkur,“ segir Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha.is þegar hann rifjar upp kynni hans og meðstofnanda hans, Helga Má Þórðarsonar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sam­herji finnur not fyrir gamla Landsbankahúsið

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, hafa stofnað frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtæki sem verður til húsa í gamla Landsbankahúsinu við Ráðhústorg á Akureyri. Fyrirtækið mun bera nafnið Drift EA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bala safnar um 700 milljónum í vísisjóð

Founders Ventures Management, sem stýrt er af Bala Kamallakharan, vinnur að því að stækka vísisjóð um um það bil fimm milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 700 milljónir króna. Sjóðurinn fjárfestir í fyrirtækjum á hugmyndastigi og við það yrði hann um 9,5 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarðar króna. 

Innherji
Fréttamynd

Meniga til­kynnir um 2,2 milljarða fjár­mögnun

Meniga hefur tilkynnt um 15 milljóna evru fjármögnun, sem samsvarar um 2,2 milljörðum íslenskra króna, í D-fjármögnunarlotu. Þátttakendur í fjármögnungarlotunni voru stórir evrópskir bankar eins og BPCE og Crédito Agrícola, fjárfestingafélagið Omega ehf, ásamt þátttöku margra af núverandi hluthöfum.

Viðskipti innlent