Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Smitten 9. desember 2024 13:38 Hópurinn sem stendur á bak við íslenska stefnumóta-appið Smitten. Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Smitten er í 15. sæti á lista yfir þau fyrirtæki sem sýnt hafa mesta aukningu tekna undanfarin 3 ár á Norðurlöndunum og Benelux. Fréttamiðillin Sifted tók listann saman. Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Smitten er stefnumóta-app sem stofnað var árið 2020 af íslendingum og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Appið naut strax mikilla vinsælda hjá Íslendingum og hefur veitt einu stærsta stefnumótaappi heims, Tinder, harða samkeppni. „Niðurstaðan er frábær viðurkenning fyrir okkur, og veitir okkur byr undir báða vængi. Smitten hefur náð góðri fótfestu í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, auk Íslands, og við erum að sækja tekjur frá þeim mörkuðum”, segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Fjármögnun upp á tæpa tvo milljarða Smitten er með rúmlega 400 milljónir í árstekjur sem koma í gegnum áskriftir notenda. Smitten hefur hlotið fjármögnun upp á tæplega 2 milljarða, en fá stefnumótaöpp í heiminum, hafa fengið jafn mikla fjárfestingu og Smitten, í seinni tíð. „Við höfum lagt gríðarlegan metnað á undanförnum árum í að auka virði áskriftarleiða fyrir viðskiptavini okkar, sem hefur skilað sér í miklum tekjuvexti. Þó að grunnvaran sé mjög góð, þá eru mörg sem kjósa að fara áskriftarleiðina til þess að fá betri innsýn inn í stefnumótalíf sitt,” segir Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Skemmtilegasta stefnumóta-appið Strax í upphafi var stefnan sett á að verða skemmtilegasta stefmumótaappið og áhersla lögð á að notendur eigi betri samtöl á Smitten en á öðrum stefnumótaöppum. Meðal nýjunga sem Smitten setti fram voru persónulegir leikir og gagnvirkir prófílar sem gerir notendum auðveldara að byrja samtöl. Hér má sjá lista Sifted fyrir Norðurlöndin og Evrópu. Nýsköpun Ástin og lífið Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Smitten er stefnumóta-app sem stofnað var árið 2020 af íslendingum og er með höfuðstöðvar í Reykjavík. Appið naut strax mikilla vinsælda hjá Íslendingum og hefur veitt einu stærsta stefnumótaappi heims, Tinder, harða samkeppni. „Niðurstaðan er frábær viðurkenning fyrir okkur, og veitir okkur byr undir báða vængi. Smitten hefur náð góðri fótfestu í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, auk Íslands, og við erum að sækja tekjur frá þeim mörkuðum”, segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Smitten. Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Fjármögnun upp á tæpa tvo milljarða Smitten er með rúmlega 400 milljónir í árstekjur sem koma í gegnum áskriftir notenda. Smitten hefur hlotið fjármögnun upp á tæplega 2 milljarða, en fá stefnumótaöpp í heiminum, hafa fengið jafn mikla fjárfestingu og Smitten, í seinni tíð. „Við höfum lagt gríðarlegan metnað á undanförnum árum í að auka virði áskriftarleiða fyrir viðskiptavini okkar, sem hefur skilað sér í miklum tekjuvexti. Þó að grunnvaran sé mjög góð, þá eru mörg sem kjósa að fara áskriftarleiðina til þess að fá betri innsýn inn í stefnumótalíf sitt,” segir Ingi Brown, tekju- og vaxtarstjóri Smitten. Skemmtilegasta stefnumóta-appið Strax í upphafi var stefnan sett á að verða skemmtilegasta stefmumótaappið og áhersla lögð á að notendur eigi betri samtöl á Smitten en á öðrum stefnumótaöppum. Meðal nýjunga sem Smitten setti fram voru persónulegir leikir og gagnvirkir prófílar sem gerir notendum auðveldara að byrja samtöl. Hér má sjá lista Sifted fyrir Norðurlöndin og Evrópu.
Nýsköpun Ástin og lífið Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira