FÍB segja mögulegt að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða Forsvarsmenn Félags íslenskra bifreiðaeigenda telja tryggingafélögin geta lækkað iðgjöld bifreiðatrygginga um 7 milljarða króna á ári og samt skilað ásættanlegri afkomu. Neytendur 21. september 2021 09:39
Telur viðskiptahætti Borgunar ekki hafa verið villandi og óréttmæta Neytendastofa telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu stofnunarinnar eftir kvörtun Rapyd Europe hf. þar sem fyrirtækið sakaði samkeppnisaðilann Borgun um villandi og óréttmæta viðskiptahætti. Neytendur 20. september 2021 12:28
Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Innlent 18. september 2021 22:25
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. Viðskipti innlent 18. september 2021 18:39
Fullyrðingar um lægsta verðið úrskurðaðar „ósannaðar og villandi“ Orkan mátti ekki segja að fyrirtækið væri með lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur bannað Orkunni nota fullyrðingarnar í auglýsingum sínum. Neytendur 17. september 2021 14:49
FÍB kærir SFF vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent kvörtun til Fjármálaeftirlitsins vegna hagsmunagæslu framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir hönd tryggingafélaganna í grein sem birtist á Vísi. Viðskipti innlent 15. september 2021 07:58
Allt að 143 prósenta verðmunur í verðkönnun ASÍ Bónus var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru. Iceland var oftast með hæsta verðið. Neytendur 10. september 2021 15:25
Sekta fjórar verslanir vegna trassaskapar við verðmerkingar Neytendastofa hefur sektað Gulla Arnar bakarí, Kjötbúðina, Kjötkompaní og Sælkerabúðina fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar. Neytendur 10. september 2021 14:35
FÍB segir tryggingafélögin sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), átelur íslensku tryggingafyrirtækin fyrir að hækka iðgjöld bifreiðatrygginga á undanförnum árum, umfram vísitölu neysluverðs, þrátt fyrir að umferðaslysum hafi fækkað, sem og slösuðum. Iðgjöld hér á landi væru að jafnaði tvöfalt hærri en tíðkast á hinum Norðurlöndum. Neytendur 10. september 2021 13:47
FÍB svarar málsvara tryggingafélaganna FÍB skammaði tryggingafélögin fyrir okur á bílatryggingum í grein hér á Vísi. Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja tók að sér málsvörn fyrir tryggingafélögin fjögur á sama vettvangi. Því miður halda skýringar hennar litlu vatni. Skoðun 10. september 2021 08:00
Neytendasamtökin um sellerískort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra. Innlent 9. september 2021 08:53
Segja málningarauglýsingar Múrbúðarinnar ekki villandi eftir kvörtun Húsasmiðjunnar Neytendastofa hyggst ekki grípa til aðgerða eftir kvörtun Húsasmiðjunnar vegna auglýsingar Múrbúðarinnar þar sem verð á málningu sem var til sölu í Múrbúðinni var borið saman við verð á annarri málningu í sölu í Danmörku og hjá Húsasmiðjunni á Íslandi. Neytendur 9. september 2021 07:00
Allir bankarnir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,15 prósentustig. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Neytendur 6. september 2021 14:37
Magnús reyndist sannspár og áskriftin að Viaplay hækkar um 69 prósent Viaplay hefur hækkað verðið á heildarpakka sínum úr 1.599 krónum í 2.699 krónur og nemur hækkunin 69 prósentum. Í tilkynningu Viaplay til viðskiptavina sinna kemur fram að aukið framboð á efni þýði að verð á áskrift komi til með að hækka. Viaplay býður einnig upp á ódýrari áskriftarleið sem inniheldur ekki íþróttaefni. Viðskipti innlent 3. september 2021 08:00
Arion hækkar vexti eftir ákvörðun Seðlabankans Inn- og útlánavextir hjá Arionbanka hækka í dag eftir að Seðlabankinn hækkaði nýlega stýrivexti. Bankinn er annar stóru bankanna sem hækkar vexti í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar en Landsbankinn reið á vaðið í fyrradag. Viðskipti innlent 3. september 2021 07:41
Neytendastofa bannar auglýsingu Heimkaupa Auglýsingar Heimkaupa um fría heimsendingu voru villandi þar sem kaupandi þurfti að vera staddur á höfuðborgarsvæðinu og kaupa vörur fyrir lágmarksupphæð. Þetta kemur fram í nýlegri ákvörðun Neytendastofu sem segir Heimkaup hafa brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendur 2. september 2021 16:42
Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast. Neytendur 2. september 2021 14:41
FÍ og Heimsferðir leggja fram nýjar tillögur til að greiða fyrir samruna Ferðaskrifstofa Íslands hefur afturkallað samrunatilkynningu sína er varðar fyrirhuguð kaup á Heimsferðum. Samkeppniseftirlitið hefur haft mögulegan samruna til rannsóknar en lætur nú málinu lokið. Viðskipti innlent 2. september 2021 12:09
Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Innlent 2. september 2021 09:57
Óstöðvandi okurfélög Tryggingafélögin græða á tá og fingri eins og viðskiptafréttir bera með sér. Kemur auðvitað ekki á óvart, viðskiptamódelið er skothelt: Engin verðsamkeppni, stöðug hækkun iðgjalda, minnkandi kostnaður og velþóknun stjórnvalda. Skoðun 2. september 2021 08:00
N1, Olís, Sky Lagoon og KFC vinsæl meðal handhafa ferðagjafarinnar Alls hafa 128.892 Íslendingar sótt svokallaða ferðagjöf en 85.079 hafa verið notaðar og 70.778 fullnýttar. Samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar nemur upphæð notaðra gjafa 411 milljónum króna. Viðskipti innlent 2. september 2021 07:01
Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið. Viðskipti innlent 31. ágúst 2021 17:42
Neytendur alls ekki réttlausir standi þeir frammi fyrir alltof háum reikningi frá verktaka Neytendasamtökin aðstoða á annað hundruð einstaklinga á ári hverju sem telja sig hlunnfarna af verktökum. Oftast varða málin ágreining um upphæðir en milljónir króna geta verið á milli þess sem verktakinn fer fram á og þess sem kaupandinn er tilbúinn að greiða. Neytendur 30. ágúst 2021 21:01
Kafaði ofan í hvað einkenni ferðir Íslendinga til Kanarí „Það er alveg skýrt að fyrir Íslendinga hefur Kanarí fyrst og fremst aðdráttarafl vegna sólarinnar og strandanna. Það er miklu minni áhugi á menningartengdri ferðaþjónustu og söfnin, heldur en ég hafði fyrirfram gert ráð fyrir.“ Viðskipti innlent 30. ágúst 2021 09:02
Matvælastofnun varar við neyslu á þremur vörum frá Lýsi Matvælastofnun varar við neyslu þriggja fæðubótarefna frá Lýsi sem innihalda ólöglega varnarefnið etýlen oxíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en Lýsi hefur innkallað allar framleiðslulotur af Sportþrennu, Lýsi Omega3 kalk/D-vítamín og Omega3 Calcium/Vitamin D. Viðskipti innlent 27. ágúst 2021 13:01
Greiðslubyrði gæti hækkað um tugi þúsunda Greiðslubyrði íbúðalána getur hækkað um tugi þúsunda á ári eftir vaxtahækkun seðlabankans. Frekari hækkanir gætu verið fram undan. Viðskipti innlent 25. ágúst 2021 18:26
Innkalla kjúkling vegna salmonellu Matvælastofnun varar nú við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi merktum Ali, Bónus eða FK frá Matfugli vegna gruns um salmonellu. Neytendur 23. ágúst 2021 14:02
Harmar að geta lítið gert til að sefa reiði öskuvondra útlendinga Aðstandendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hyggjast ekki endurgreiða þeim sem keypt höfðu miða í hlaupið, eftir að hlaupinu var endanlegt aflýst í dag. Innlent 19. ágúst 2021 17:50
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. Neytendur 18. ágúst 2021 18:06
Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. Viðskipti innlent 17. ágúst 2021 14:53