Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Halldóra Fríða forseti bæjarstjórnar gat engu svarað um málið, hvorki hvort bæjarstjórn ætlaði að bregðast við né hvert ætti að leita til að fá svör. Vísir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0 Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0
Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59