NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Gylfi fagnaði eins og í tölvuleik

Gylfi Þór Sigurðsson vakti mikla lukku meðal aðdáenda tölvuleiksins FIFA þegar hann fagnaði fyrra marki sínu gegn Wigan um helgina. Þá lét hann sig falla í jörðina og lék þar með eftir frægt "fagn“ úr leiknum vinsæla.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lakers vann Miami | Kobe fór á kostum

Sannkallaður stórleikur fór fram í NBA-deildinni í kvöld þegar LA Lakers tók á móti Miami Heat í í Staples Center í Los Angeles. Heimamenn voru sterkari aðilinn allan leikinn og unnu að lokum mikilvægan sigur 93-83 gegn einu sterkasta liði deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston Celtics að reyna að "losna" við Rondo

ESPN hefur heimildir fyrir því að Boston Celtics sé að reyna að skipta út leikstjórnandanum Rajon Rondo en hann er fjórði stigahæsti leikmaður liðsins og einn af bestu leikstjórnendum NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Delonte West svaf í búningsklefa Dallas | staurblankur og ráðvilltur

Delonte West, leikmaður NBA meistaraliðsins Dallas Mavericks, er líkt og margir aðrir NBA leikmenn í tómum fjárhagsvandræðum þrátt fyrir að hafa verið með myljandi tekjur undanfarin ár. Staðan hjá West var það slæm s.l. haust að hann svaf í búningsklefa Dallas á milli æfinga á meðan verkbann NBA stóð yfir. Og það kom einnig fyrir að West gisti í bifreið sinni á þessum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade bað Kobe afsökunar

Dwayne Wade segir að hann hafi beðið Kobe Bryant afsökunar á að hafa nefbrotið hann í stjörnuleik NBA-deildarinnar um helgina. Hann segir að um óviljaverk hafi verið að ræða.

Körfubolti
Fréttamynd

Bryant með brákað nef og vægan heilahristing

Kobe Bryant, aðalstjarna NBA liðsins LA Lakers, er með brákað nef eftir viðskipti sín við Dwayne Wade leikmanna Miami Heat í Stjörnuleiknum í Orlando í gær. Forráðamenn Lakers greindu frá því að Bryant færi í skoðun hjá háls – nef og eyrnalækni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuhelgi NBA í Orlando | myndasyrpa

Það var mikið um að vera í Orlando um helgina þar sem að Stjörnuhelgi NBA fór fram. Í myndasyrpunni má finna helstu tilþrifin úr sjálfum Stjörnuleiknum og einnig troðslukeppninni sem fram fór á laugardag. Jeremy Evans leikmaður Utah sigraði í troðslukeppninni og Kevin Durant frá Oklahoma var valinn besti leikmaður Stjörnuleiksins. Kevin Love frá Minnesota sigraði í þriggja stiga keppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers bauð Bynum fyrir Howard

Peter Vecsey blaðamaður á New York Post segist hafa heimildir fyrir því að Los Angeles Lakers hafi boðið miðherjan Andrew Bynum í skiptum fyrir miðherjan Dwight Howard hjá Orlando Magic en Magic hafi hafnað því og óskað eftir bæði Bynum og Pau Gasol í skiptum fyrir besta varnarmann deildarinnar undanfarin tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Love sigraði þriggja stiga skotkeppnina

Kevin Love kraftframherji Minnesota Timberwolves sem er hvað þekktastur fyrir frákastagetu sína kom mörgum á óvart með því að sigra þriggja stiga skotkeppni Stjörnuliðshelgar NBA körfuboltans í nótt. Hann sigraði Kevin Durant í úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jeremy Evans vann troðslukeppnina

Jeremy Evans stóð uppi sem sigurvegari í árlegri troðslukeppni NBA-deildarinnar í tengslum við Stjörnuleikshelgina vestanhafs. Evans er fyrsti leikmaður Utah Jazz sem vinnur keppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Nike byrjað að hanna Lin-skó

Jeremy Lin hefur komið eins og stormsveipur í NBA-deildina og í kjölfar velgengni hans hafa mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna litið hýrum augum til kappans, ekki síst vegna gríðarlega möguleika á Asíumarkaði.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | Oklahoma vann Lakers

Sigurganga San Antonio á útivelli heldur áfram. Liðið landaði 114-99 sigri gegn Denver og var þetta níundi sigurleikur San Antonio í röð á útivelli. DeJuan Blair skoraði 28 stig og tók 12 fráköst í liði San Antonio en hann hefur aldrei skorað fleiri stig í NBA deildinni. Oklahoma lagði Lakers á heimavelli 100-85 og er Oklahoma með besta árangurinn í Vesturdeildinni það sem af er tímabilinu, 27/7.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Jeremy Lin lenti á vegg gegn Miami Heat

Jeremy Lin, sem slegið hefur í gegn með New York Knicks í NBA deildinni, lék eins og óreyndur nýliði gegn stórliði Miami Heat í nótt. Lin náði sér aldrei á strik gegn sterku liði Miami sem sigraði 102-88. Þetta var áttundi sigurleikur Miami í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Söngleikur um Magic og Bird frumsýndur á Broadway í mars

Einvígi Earvin "Magic" Johnson og Larry Bird á níunda áratugnum er að mörgum talið vera ein af aðalástæðunum fyrir vinsældum NBA-deildarinnar í körfubolta. Kapparnir voru algjörar andstæður en áttu það sameiginlegt að vera frábærir liðsmenn og gera allt til þess að vinna. Þeir urðu síðan miklir vinir eftir að ferlinum lauk.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Létt hjá Lin og félögum | Lakers vann Dallas

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en flest liðanna voru að leika sinn síðasta leik fyrir hléið vegna Stjörnuleiksins á sunnudaginn. Jeremy Lin og félagar í New York Knicks unnu auðveldan sigur á Atlanta Hawks, Los Angeles Lakers vann Dallas Mavericks og Oklahoma City Thunder vann ellefta heimasigurinn í röð. Boston Celtics og Philadelphia 76ers fara hinsvegar bæði inn í fríið með fimm töp í röð á bakinu.

Körfubolti