Duncan valinn í Stjörnuleikinn í fjórtánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2013 09:45 Tim Duncan. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.) NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta tilkynnti í gær hvaða sjö leikmenn bættust í hvort Stjörnulið fyrir Stjörnuleik deildarinnar sem fram fer í Houston í næsta mánuði. Fimm leikmenn Austurstrandarinnar voru valdir í Stjörnuleik í fyrsta sinn en James Harden er eini nýliðinn í liði Vesturstrandarinnar. Tim Duncan hjá San Antonio Spurs var valinn í sinn fjórtánda Stjörnuleik en liðsfélagi hans Tony Parker er einnig meðal varamanna Vesturdeildarinnar. San Antonio er eitt af fjórum liðum sem á tvo leikmenn í liði Vestursins en hin eru Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Oklahoma City Thunder. Duncan var ekki valinn í fyrra en hefur átt magnað tímabil 36 ára gamall þar sem hann er með 17,5 stig, 9,8 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í leik. Heimamaðurinn James Harden var valinn í fyrsta sinn í Stjörnuleik og mun þar spila á ný með Kevin Durant og Russell Westbrook, fyrrum félögum sínum hjá Oklahoma City Thunder. Nýliðar í liði Austurstrandarinnar eru Joakim Noah, Tyson Chandler, Paul George, Kyrie Irving og Jrue Holiday. Chris Bosh var valinn í sinn áttunda Stjörnuleik og sér til þess að Miami Heat á þrjá fulltrúa í leiknum því Dwyane Wade og LeBron James eru báðir í byrjunarliðinu. Stephen Curry hefur verið frábær hjá Golden State Warroirs og er með 20,9 stig og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik en það dugaði honum ekki til þess að vera valinn. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar sem ekki kemst í Stjörnuleikinn í ár. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leikmenn sem taka þátt í Stjörnuleiknum 2013 sem fer fram í Toyota Center í Houston 17. febrúar næstkomandi.Lið Austurstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Rajon Rondo, Boston Celtics (4. sinn) Bakvörður - Dwyane Wade, Miami Heat (9.) Framherji - LeBron James, Miami Heat (9.) Framherji - Carmelo Anthony, New York Knicks (6.) Framherji - Kevin Garnett, Boston Celtics (15.)Varamenn: Framherji - Chris Bosh, Miami Heat (8.) Miðherji - Tyson Chandler, New York Knicks (Nýliði) Framherji - Luol Deng, Chicago Bulls (2.) Framherji - Paul George, Indiana Pacers (Nýliði) Bakvörður - Jrue Holiday, Philadelphia 76ers (Nýliði) Bakvörður - Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers (Nýliði) Miðherji - Joakim Noah, Chicago Bulls (Nýliði)Lið Vesturstrandarinnar:Byrjunarlið: Bakvörður - Chris Paul, Los Angeles Clippers (6. sinn) Bakvörður - Kobe Bryant, Los Angeles Lakers (15.) Framherji - Kevin Durant, Oklahoma City Thunder (4.) Framherji - Blake Griffin, Los Angeles Clippers (3.) Miðherji - Dwight Howard, Los Angeles Lakers (7.)Varamenn: Framherji - LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers (2.) Framherji - Tim Duncan, San Antonio Spurs (14.) Bakvörður - James Harden, Houston Rockets (Nýliði) Framherji - David Lee, Golden State Warriors (2.) Bakvörður - Tony Parker, San Antonio Spurs (5.) Framherji - Zach Randolph, Memphis Grizzlies (2.) Bakvörður - Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder (3.)
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira