NBA: Áttundi sigur San Antonio í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2013 11:00 Tony Parker Mynd/NordicPhotos/Getty San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100 NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
San Antonio Spurs finnur ekki mikið fyrir því að vera án þeirra Tim Duncan (hnémeiðsli) og þjálfarans Gregg Popovich (veikur) því liðið vann sinn áttunda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers tapaði hinsvegar sínum fjórða leik í röð, New York Knicks steinlá á móti 76ers og nágrannarnir í Brooklyn Nets töpuðu einnig.Tony Parker skoraði 31 stig og Manu Ginobili var með 20 stig þegar San Antonio Spurs vann 108-99 heimasigur á Phoenix Suns. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án þeirra Tim Duncan og þjálfarans Gregg Popovich en það hefur ekki hægt á sigurgöngunni sem telur nú átta leiki. Michael Beasley skoraði 25 stig fyrir Phoenix og Jared Dudley var með 23 stig í fyrsta tapleik liðsins síðan að Lindsey Hunter tók við.Frakkinn Nicolas Batum var með þrennu (20 stig, 10 fráköst og 12 stoðsendingar) þegar Portland Trail Blazers vann 101-100 heimasigur á Los Angeles Clippers sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chis Paul missti af þriðja leiknum í röð hjá Clippers. Blake Griffin var atkvæðamestur hjá Clippers með 24 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.Jrue Holiday skoraði 35 stig þegar Philadelphia 76ers vann 97-80 sigur á New York Knicks en þetta var aðeins annar sigur 76ers á Knicks í síðustu átta leikjum. Nick Young og Evan Turner voru báðir með 20 stig fyrir Philadelphia-liðið en hjá New York skoraði Carmelo Anthony 25 stig. Anthony skoraði yfir 20 stig í 28. leiknum í röð en þurfti 28 skot til að ná stigunum 25. Amare Stoudemire var með 20 stig en þeir Jason Kidd, Iman Shumpert og J.R. Smith klikkuðu saman öllum 17 skotum sínum í leiknum.James Harden var með 29 stig og Chandler Parsons bætti við 16 stigum og 11 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann Brooklyn Nets 119-106. Omer Asik var með 20 stig og 16 fráköst fyrir Houston og Jeremy Lin var með 14 stig og 9 stoðsedingar en hjá Brooklyn Nets skoraði Deron Williams 27 stig þar af 20 þeirra í fyrsta leikhluta.Gerald Henderson tryggði Charlotte Bobcats 102-101 sigur á Minnesota Timberwolves þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir en með því endaði Bobcats-liðið sextán leikja taphrinu á heimavelli. Kemba Walker skoraði 25 stig og Ramon Sessions var með 23 stig en Charlotte var ekki búið að vinna heimaleik síðan 21.nóvember. Luke Ridnour var með 22 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar hjá Minnesota sem tapaði í níunda sinn í tíu leikjum.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 98-99 Philadelphia 76Ers - New York Knicks 97-80 Washington Wizards - Chicago Bulls 86-73 Charlotte Bobcats - Minnesota Timberwolves 102-101 Houston Rockets - Brooklyn Nets 119-106 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 109-102 San Antonio Spurs - Phoenix Suns 108-99 Denver Nuggets - Sacramento Kings 121-93 Utah Jazz - Indiana Pacers 114-110 (framlengt) Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 101-100
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira