34 stig Durant dugðu ekki gegn Denver Denver Nuggets vann sinn þrettánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið lagði Oklahoma City Thunder 114-104. Körfubolti 20. mars 2013 09:18
Notaði skóinn sinn á ólöglegan hátt Marc Gasol, miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, deyr ekki ráðalaust þótt að hann missi annan skóinn sinn í miðjum leik. Spánverjinn stóri og stæðilegi komst þó ekki upp með að nota skóinn sinn í vörninni í leik á móti Utah Jazz á dögunum. Körfubolti 19. mars 2013 23:30
Hvor þeirra á bestu troðslu tímabilsins? LeBron James hjá Miami Heat og DeAndre Jordan hjá Los Angeles Clippers hafa báðir troðið með miklum tilþrifum í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta á síðustu dögum og nú eru NBA-spekingar að velta því fyrir hvor troðslan sé sú besta á tímabilinu til þessa. Körfubolti 19. mars 2013 22:15
Fær tvo milljarða í laun en spilar ekki mínútu Andrew Bynum, miðherji Philadelphia 76ers og fyrrum miðherji Los Angeles Lakers, hefur ekki enn náð að spila leik með nýja liði sínu á þessu tímabili og mun heldur ekki bæta úr því á næstunni. Körfubolti 19. mars 2013 18:15
LeBron skilaði þeim 23. í röð í hús Miami Heat er óstöðvandi í NBA-körfuboltanum. Þrettán stigum undir í fjórða leikhluta gegn Boston Celtics sneru Flórída-menn við blaðinu og unnu dramatískan tveggja stiga sigur, 105-103. Körfubolti 19. mars 2013 11:26
Borað í nefið í beinni | Myndband Sjónvarpsáhorfendur sem fylgdust með leik Portland og NY Knicks í NBA-deildinni fengu meira fyrir sinn snúð en þeir höfðu reiknað með. Körfubolti 18. mars 2013 23:15
Wall og Aldridge bestu leikmenn vikunnar í NBA John Wall, bakvörður Washington Wizards, og LaMarcus Aldridge, framherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 11. mars til 17. mars í NBA-deildinni í körfubolta, Wall í Austurdeildinni en Aldridge í Vesturdeildinni. Körfubolti 18. mars 2013 22:15
Cuban baulaði á Derek Fisher Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er allt annað en sáttur við leikstjórnandann Derek Fisher hjá Oklahoma Thunder. Hinn skrautlegi eigandi Mavs sýndi það í verki í nótt. Þá baulaði Cuban á Fisher og sem og aðrir áhorfendur á heimavelli Dallas. Körfubolti 18. mars 2013 11:30
Miami og Lakers á sigurbraut Meistarar Miami Heat vann í nótt sinn 22. leikí röð og komst um leið í annað sætið yfir lengstu sigurgöngurnar í sögu deildarinnar. Sú sigurganga hófst 3. febrúar. Körfubolti 18. mars 2013 08:34
NBA: Wizards fór létt með Phoenix Suns Sex leikir fóru fram NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Washington Wizards á Phoenix Suns 127-105 í Washington. Körfubolti 17. mars 2013 11:00
NBA í nótt: Kobe á bekknum en Lakers vann Kobe Bryant gat lítið beitt sér þegar að LA Lakers mætti Indiana á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers vann engu að síður leikinn, 99-93. Körfubolti 16. mars 2013 11:00
Arenas ánægður í Kína Gilbert Arenas var eitt sinn stjörnuleikmaður í NBA-deildinni. Allt frá því hann kom með byssur í búningsklefann hefur ferill hans verið á niðurleið. Körfubolti 15. mars 2013 20:45
NBA í nótt: San Antonio slapp með sigur San Antonio Spurs vann nauman sigur á Dallas, 92-91, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 15. mars 2013 09:00
Óvíst hvað Kobe verður lengi frá Kobe Bryant tognaði illa á ökkla þegar að LA Lakers tapaði fyrir Atlanta í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 14. mars 2013 11:30
NBA í nótt: 20 sigrar í röð hjá Miami Miami Heat varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 20 leiki í röð á sama tímabilinu. Liðið hafði þá betur gegn Philadelphia 76ers á útivelli, 98-94. Körfubolti 14. mars 2013 09:05
NBA í nótt: Howard með 39 stig gegn gamla félaginu Dwight Howard var öflugur í sigri LA Lakers og Miami vann sinn nítjánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 13. mars 2013 09:00
Tímabilið líklega búið hjá Irving Hinn magnaði leikstjórnandi Cleveland Cavaliers, Kyrie Irving, hefur orðið fyrir enn einu áfallinu og svo gæti farið að hann spili ekki meira í vetur. Körfubolti 12. mars 2013 20:15
NBA í nótt: San Antonio vann uppgjör toppliðanna San Antonio styrkti stöðu sína á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt og New York Knicks skoraði aðeins 63 stig gegn Golden State. Körfubolti 12. mars 2013 09:00
Reyndi að kyrkja samherja | Myndband Fyrrum NBA-leikmaðurinn Renaldo Balkman þarf að leita sér að nýju félagi eftir að hann var dæmdur í lífstíðarbann í filippeysku deildinni. Körfubolti 11. mars 2013 20:14
NBA í nótt: Átján sigrar Miami í röð Sigurganga Miami er nú orðin sjöunda lengsta sigurganga liðs í sögu NBA-deildarinnar en liðið vann sinn átjánda leik í röð í nótt. Körfubolti 11. mars 2013 09:00
Knicks valtaði yfir Utah án Carmelo og Stoudemire | Áttundi sigur Denver í röð New York Knicks fór létt með Utah Jazz í NBA körfuboltanum í nótt þrátt fyrir að stjörnurnar Carmelo Anthony og Amare Stoudemire séu meiddar og léku því ekki með liðinu en alls voru sjö leikir í NBA í nótt. Körfubolti 10. mars 2013 11:00
Stan Van Gundy styður Dwight Howard Dwight Howard hefur deilt við fyrrum samherja sína hjá Orlando Magic að undanförnu en Howard fékk stuðning úr óvæntri átt á dögunum. Stan Van Gundy fyrrum þjálfari Magic hafði samband við Howard til að sýna honum stuðning. Körfubolti 9. mars 2013 23:00
Kobe bjargaði Lakers | 17. sigur Miami í röð | Úrslit næturinnar Tólf leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Miami Heat vann 17. sigur sinn í röð þar sem LeBron James fór mikinn af vanda. Los Angeles Lakers marði Toronto Raptors í framlengdum leik þar sem Kobe Bryant kom liðinu til bjargar. Körfubolti 9. mars 2013 11:00
Kviknaði í hreyfli á flugvél Bulls | Cuban lánaði liðinu vél Það fór um leikmenn körfuboltaboltaliðsins Chicago Bulls um síðustu helgi. Þá lenti flugvél þeirra í miklum erfiðleikum er einn hreyfill vélarinnar bilaði með miklum látum. Körfubolti 8. mars 2013 17:45
NBA: Denver-liðið óstöðvandi í þunna loftinu Oklahoma City Thunder og Denver Nuggets unnu leiki sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þá fóru aðeins tveir leikir fram í deildinni. Körfubolti 8. mars 2013 09:00
NBA: Mögnuð endurkoma Kobe og Lakers - LeBron með sigurkörfuna LeBron James og Kobe Bryant voru upp á sitt besta á lokakafla leikja sinna í NBA-deildinni í körfubolta og sá til þess öðrum fremur að Los Angeles Lakers og Miami Heat unnu. Körfubolti 7. mars 2013 09:00
Fékk þriggja milljóna sekt fyrir högg á viðkvæman stað Serge Ibaka, framherji Oklahoma City Thunder, slapp við leikmann en þarf að borga 25 þúsund dollara í sekt fyrir og slá Blake Griffin á viðkvæman stað í leik Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta á sunnudaginn. Körfubolti 6. mars 2013 13:15
NBA: Lakers-liðið skoraði ekki stig síðustu sex mínúturnar Los Angeles Lakers er komið aftur undir 50 prósent sigurhlutfall eftir tap á móti Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers skoraði ekki síðustu sex mínúturnar í leiknum eftir að hafa minnkað muninn í fimm stig. Körfubolti 6. mars 2013 09:00
NBA-leikur í Manchester - átta leikir út um allan heim Körfuboltaáhugafólk á Íslandi getur hugsanlega sameinað ferð á NBA-körfuboltaleik og leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í haust því einn leikur á undirbúningstímabili NBA-deildarinnar mun fara fram í Manchester-borg. Körfubolti 5. mars 2013 18:15
NBA: Fimmtán sigrar í röð hjá Miami Heat Miami Heat hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann öruggan 97-81 sigur á Minnesota Timberwolves. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í nótt og með honum bætti liðið félagsmetið. Körfubolti 5. mars 2013 09:00